Tíminn - 04.04.1976, Qupperneq 15
Sunnudagur 4. apríl 1976.
TÍMINN
15
um, og hins vegar prjónaður og
ofinn fatnaður, sem seldur er i
umboðssölu fyrir ýmsa fram-
leiðendur. Þá er fyrirtækið og
að leita fyrir sér með nýjar vör-
ur, og hafa nú fyrstu sendingar
af regnfatnaði verið fluttar ut-
an.
Þess má geta, til aukins
fróöleiks, að á siðustu árum
hefur útflutningur Hilduhf. ver-
iö sem hér segir: Árið 1974 48
milljónir, árið 197 5 73 milljónir
og árið 1976 170 milljónir, en að
visu er sú tala áætluð.
Arið 1973 óskuðu fjórir fram-
leiðendur prjónavara eftir sam-
starfivið Hilduhf. um aðgerðir i
sölumálum. Það voru Prjóna-
stofa Borgarness hf., Pólar-
prjón hf. Blönduósi, Dyngja hf.
Egilsstöðum og Katla h. f. Vik.
Siðar bættist Max hf. i Reykja-
vik i hópinn. Með aðstoð Ot-
flutningsmiðstöðvar iðnaðarins
og tilstyrk Iðnrekstrarsjóðs
voru farnar söluferðir til
Bandarikjanna árin 1974 og
1975. Markaðstækifæri reyndust
ótviræð, en hins vegar þótti i
ýmsu ábótavant þeim vörum,
sem boðnar voru. Þvi var á sið-
ast liðnu ári ráðizt i að ráða er-
lendan hönnuð, sem þekkti til
markaðarins og þeirra verzl-
ana, sem Hilda skiptir aðallega
við. Hönnuðurinn vann siðan i
nánu samstarfi við stærstu við-
skiptaaðila fyrirtækisins. Þetta
virðist hafa gefið góða raun, og
kaupendur hafa tekið þessum
nýja fatnaði opnum örmum.
Hver verksmiðja er eigandi á-
kveðinnar vörutegundar sem
Hilda selur i umboðssölu.
Vegur islenzku ullarvaranna
hefur farið vaxandi á erlendum
mörkuðum undanfarin ár. Til
þess liggja margvislegar ástæð-
ur, en nokkrar má nefna sem
dæmi: Almennir neytendur
leita meira eftir náttúrlegum
efnum nú en áður. Vegna mikill-
ar hækkunar á oliuverði stendur
ullin sig nú betur i samkeppni
viö gerviefni. Þá er og smám
saman að koma i ljós árangur af
þvi starfi sem unnið hefur verið
á undanförnum árum, varðandi
markaðsmálin og gæði islenzku
varanna eru að verða betur
þekkt á hinum erlendu mörkuð-
um. Hafa þarf ihuga, að þótt við
sjálf séum sannfærð um ágæti
islenzkra ullarvara, þá tekur
það mörg ár að skapa vörunum
álit og viðurkenningu á mörk-
uðunum i harðri samkeppni við
ótrúlegan fjölda erlendra fata-
framleiðenda. En stöðugt fleiri
neytendur gera sér grein fyrir
sérkennum islenzku ullarvar-
anna.
íslenzku ullarvörurnar eru
einkum keyptar af fólki sem
hefur allháar tekjur, og
rannsóknir sýna, að höfuðkostir
varanna eru taldir vera hlýindi,
þægileg snerting og jafnframt
óvenjulegur léttleiki. Þá hafa
náttúrlegu litirnir mikið að-
dráttarafl.
Sem dæmi um þann áhuga,
sem þessar vörur hafa vakið,
má nefna IGEDO sýninguna í
Þýzkalandi núna i marz. Áður
en sýningin hófst, hafði Auglýs
ingastofa Kristinar Þorkeis-
dóttur útbúið skreytingarefni,
sem i framtföinni verður far-
andsýning á vegum fyrirtækis-
ins. Þá var helztu fjölmiðlum i
Þýzkalandi tilkynnt fyrirfram
um þátttöku Hildu hf. á sýning-
unni. Árangurinn varð sá, að
sýningarsvæði Hildu var eitt af
þeim sem mesta athygli vöktu,
og hlaut mikla eftirtekt fjöl-
miðla jafnt sem kaupenda.
Skreytingin þótti frábær og vör-
urnar óvenjulegar. Margar
greinar birtust i þýzkum blöð-
um um islenzka ullarfatnaðinn,
ogoftastþegar sagtvarfrá sýn-
ingunni i blöðum, voru jafn-
framt birtar myndir af islenzku
framleiðslunni. Einnig eru
væntanlegar greinar i timarit-
um, sem þjóna innkaupaaðilum
fataverzlana i Þýzkalandi, svo
sem Textile Reports og fleiri.
Þá voru og islenzkar ullarvör-
ur sýndar á tizkusýningu sem
haldin var i sambandi við sýn-
inguna, þar sem kynntar voru
helztu nýjungar i haust- og vetr-
artizkunni 1976—1977.
Enn fremur má bæta þvi hér
við, að dagana 18,—21. marz
tóku sjö islenzk fyrirtæki þátt i
sýningunni Scandinavian
Fashion Week I Kaupmanna-
höfn. Fimm islenzk fyrirtæki,
Alafoss hf., Samband isl. sam-
vinnufélaga, Hilda hf., Prjóna-
stofan Alis og Prjónastofa
Borgarness sýndu þar islenzkar
ullarvörur. öll þessi fyrirtæki
sýndu mismunandi tegundir ull-
arvöru, bæði úr hand- og vél-
prjóni og ofnum efnum. Mikil
breidd er nú komin i islenzku
framleiðsluna, og á siöasta ári
var lögð mikil áherzla á hönnun
og gerð nýrra fata úr ullarefn-
um.
Einnig tóku þátt i þessari sýn-
ingu tvö islenzk fyrirtæki, Grá-
feldur hf. og Steinar Júliusson
feldskeri, en þessi fyrirtæki
framleiða mokkakápur og
mokkajakka úr islenzkum loð-
skinnum.
—VS.
tslenzkur ullarfatnaður skoöaður meö velþóknun. Frá vinstri:
Tómas Holton og Robert Landau. — Timamynd: Róbert.
r 1 11
í • I ' I >,, & <•’ ■ ú
Framleiðsla Gráfeldar hf.
Alafossvörur á Scandinavian Fashion Week.
Vörur frá Hildu og Prjónastofu Borgarness á sýningunni Scandinavian Fashion Week I Kaupmannahöfn.