Tíminn - 04.04.1976, Síða 16

Tíminn - 04.04.1976, Síða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 4. apríl 1976. [ÉiEÉíIsIsIsIsIalsIsiIsIsIstalslalstsiísIalsIs Mikil nákvæmni mikil dreifibreidd og rétf skörun — eru mikilvægustu atriðin við val áburðardreifara B0GBALLE B-500 hefur marga þessa og aðra kosti: B-325 D: rúmtak 350-400 kg. B-500: rúmtak 500 kg. Eigum nokkra dreifara á gamta verðinu. KaupSélögln UM ALLTIAND Mikil nákvæmni gefur betri nýtingu áburöarins. Mikil dreifibreidd og afköst. Rétt skörun jöfn og góö dreifing. Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 F A T 1 Gerið verð- og gæðasamanburð VARA- HLUTIR r PÚSTKERFI á sérlega hagstæðu verði Fiat 600: Verð: Fiat 125: Verð: Fiat 128: Verð: Kútar og rör 1.994 Framrör 3.859 Framrör 1.713 AAillirör 1.307 Framkútur 4.505 Fiat 850 Verð: Framkútur 5.519 Afturkútur 3.273 Kútar og rör 2.752 Af turkútur 2.971 Fiat 132: Verö: Fiat 850 Special: Verð: Fiat 125 P: Verð: Framrör 3.859 Kútar og rör 7.924 Framrör 2.627 Framkútur 5.857 AAillirör 1.964 Afturkútur 5.168 Fiat 850 Sport: Verð: AAillirör 1.464 Kútar og rör 7.924 Framkútur 3.669 Lancia Beta: ; Verð: Afturkútur 2.971 Framrör 4.834 Fiat 126: Verö: Framkútur 6.003 Kútar og rör 3.037 Fiat 127: Verð: Af turkútur 3.250 Frámrör 2.706 Kútur 4.651 FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíð Sigurðsson h.f. Varahlutaverzlun Síðumúla 35 * Sími 3-88-81 Það er aðeins eitt til verra en að mála, það er að sýna Spjallað við Jónas Guðmundsson um málverkasýningar, um menningarmál, landhelgismál og fleira. Jónas Guðmundsson, rithöfundur og listmálari. Timamynd: Róbert. JÓNAS Guömundsson, listmál- ari og rithöfundur, opnar mál- verkasýningu að Hamragörð- um, Hávallagötu 25 i Reykjavik, núna um helgina. i tilefni að þessu áttum við stutt spjall við Jónas um það, hvað efst er á baugi i list hans um þessar mundir, hafði hann þetta að segja: — Þessar myndir hef ég mál- að frá þvi einhvern tima i haust og i vetur. Ég fór norður i haust, tvivegis, og svo um Suðurland i leit að mótivum, og svo eru margar myndir héðan úr bæn- um. Þetta eru mestan part sjávarmyndir, þvi þaö er eitt- hvað við sjóinn, sem er svo heillandi. Enn fremur eru göm- ul hús ágæt mótiv. Ég ætla nú ekki að fara að taka fyrir neina timburhúsasál- arfræði i myndlistinni. Islend- ingar eru þessa dagana með gömul hús á heilanum, og þeir minna mann svolitið i þvi efni á forstjóra nokkurn, sem auglýsir i blöðunum að hann aki Tra- bant, en keyrir svo i þriggja milljón króna brezkum Róver. — Eru ný hús ekki malerlsk? — Það held ég ekki, nema þá kannski skýjakljúfar og fjárhús. Arkitektúrinn er á einhverju ó- göngustigi, ekki bara hér, held- ur viðast hvar i heiminum, og mjög fáir málarar freistast til þess að mála i nýjum hverfum. Það gegnir allt öðru máli með skip. Ný skip eru fin mótiv, og segir það nokkra sögu. Gáfaður maður hefur sa gt, a ö þa ð sé ekki hægt að búa til ljótar flugvélar, þær geti bara ekki flogið, feg- urðin er hin flugeðlisfræðilega forsenda allra flugvéla. Að visu var þá ekki búið að finna upp þyrluna. Sama gildir um skipin, kraftalögmálin og sjóhæfnin setja skipateiknurum vissar skorður, og skip verða að geta flotið. Hús mega hins vegar leka og fjúka, og enginn segir neitt við þvi, en það málar þau heldur enginn. Annars getur svo sem vel verið að þessi nýju hús eigi eftir að siast inn i þjóðarsálina með öldunum, en það verða þá aðrir menn að mála þau. Sýnir i Nurnberg — Nokkrar sýningar erlendis um þessar mundir? — Já, það opnar_ sýning á verkum minum i Niirnberg 26. april i vor. Þar verða rúmlega 20 verk. Allt vatnslitamyndir. Annars hafa myndir eftir mig hangið uppi i Þýzkalandi i vetur með myndum eftir ýmsa sér- kennilega fugla viðsvegar úr heiminum, en ég hef ekkert frétt af þvi, sem máli skiptir. Það var þýzkur maður sem stóð fyrir þvi að mér var boðið að sýna i Niirnberg, hafði keypt eftir mig mynd norður i Miinster, þar sem ég hélt sýningu til þess að „hefna fyrir Múnster-hugvekj- urnar, sem tröllriðu islenzku trúarlifi i tvær aldir”, eins og einhver snjall óvinur minn orð- aði það. 1 Miinster-hugvekjun- um runnu danskan og islenzkan saman i eitt i fyrsa sinn. Nú, það á að halda þarna ls- landsviku. tslenzku flugfélögin, Flugfélag Islands og Loftleiðir, eru aðilar að þessari Islands- viku, svo og einhver átthagafé- lög i Þýzkalandi. Islenzkir framleiðendur munu halda þarna vörusýningu, eða kaup- stefnu, og það er búið að flytja mikið af hrauni og brennivini þangað suður, ásamt öðru pród- úkti islenzku — og svo verður listkynning. Það hefur verið lagt i mikinn og vandaðan undirbúning, að þvi að mér hefur verið tjáð. — Hefurðu komið til Núrn- berg? — Það get ég varla sagt, hef farið þar i gegn, einu sinni eða tvisvar. Þetta er geysi merkileg borg, full af renissans, og marg- ir heimsfrægir snillingar i myndlist og skáldskap eru það- an ættaðir. Égheld að borgin sé álika gömul sögulega séð og Is- land, semsé rúmlega þúsund ára, eða það las ég a.m.k. ein- hvers staðar, og þar mun að finna m jög merkilegar bygging- ar frá miðöldum. Kvikmyndahandrit og leikrit — Ilvað um ritstörf? — Ég er með sitthvað á prjónunum, en timinn er of naumur. Ég hef nýlokið við að skrifa kvikmyndahandrit og leikhúsverk, en þaðværi þó óðs manns æði að reyna að sýna þetta i þvi ástandi sem það er nú, þetta eru vinnuhandrit. Leikrita- og skáldsagnagerð er timafrek vinna, og minnir einna helzt á stærðfræði. Það er ekki hægt að reikna vel eða illa, ekki hægt að reikna sæmilega, út- koman er annaðhvort rétt eða röng, Þegar menn hafa skilið þetta, fer skáldskapurinn að taka tima. Maður sem er fljótur að skrifa, er eins og maður sem hefur brúsa af spritti og reyktan kött, og heldur að hann geti búið til skota á hálftima. Nei, timinn er fyrir öllu.' Að sýna málverk — Svo aftur sé vikið að Hamragörðum. Hvað viltu segja um sýninguna? — Sýningar eru bráðnauð- synlegar fyrir menn eins og mig. Þetta er að visu einstak- lingsbundið. Sumir málarar þurfa ekki að sýna, og margir þurfa ekki einu sinni að mála til þess að llða vel. Ég þekki mál- ara, sem eiga þúsund myndir, og þaðhvarflar ekki einu sinni að þeim að sýna. Sýningar veita mér og ýmsum fleiri innsýn i það, sem verið er að fást við, þær breyta viðhorfum og koma i veg fyrir ýms mistök i myndlistinni. Þetta hlýtur að vera svipað og hjá húsameistur- um. Það er gaman að teikna mannvirki, en ef ekkert þeirra ris af grunni, hvar stendur arki- tektinn mikli þá? Þótt mistökin séu átakanleg, þá er samt betra að byggja, betra að sýna, en standa alltaf i sömu sporunum. Það er liklega aðeins eitt til verra en að mála, það er að sýna, en samt verður þaö svona að vera. Vertiðin félagsmála- stofnun — Langar þig aldrei til sjós? — Jú. Það kemur fyrir. Sér- staklega á vertiðinni. Vertiðin var sú félagsmálastofnun á Is- landi, sem leysti allar hinar af, sem núna eru. Meðan menn fóru á vertið á hverju ári, þurfti ekki að hafa áhyggjur af vitsmunum þessarar þjóðar og stress var ó- þekkt á Islandi, nema hjá bolsi- vikkum. Við erum skorpuþjöð i eðli okkar, þjóð sem vill leggja nótt við dag að bjarga inn heyi undan regni og fiski frá þvi að úldna i kös. Svo viljum við slæp- ast inn á milli. Elja er ekki til á Islandi, nema hjá vottum Jehova og templurum, enda verður þeim mikið ágengt. Ég held að við þyrftum að skoða vertiðina betur. Að kaupa andlit á Breta — Hvað um varðskipin? — Það er sorgarsaga, þetta úti á miðunum, og ég hef þungar áhyggjur af hæggengari varð- skipunum, BALDRI, ÞÓR og þessum nýja togara. Ég held, að þessi skip séu i meiri hættú en okkur grunar. Satt að segja undrar mig, að þau skuli hafa komizt klakklaust út úr þessu fram tilþessa. Landhelgismálið er fyrst og fremst pólitiskt mál, og það á ekki að leysa með átök- um á miðunum, heldur með stjórnmálaleguátaki. Þaðhefur ekki staðið á Bretum og EBE-löndunum að beita okkur efnahagslegum þvingunum, og við eigum að beita svipuðum til- tækum ráðum. Kannski getum við lært smávegis af forsætis- ráðherra Möltu og af Kinverj- um, sem kunna millirikjapólitik betur en flestir aðrir. Það nær ekki nokkurri átt að láta Norð- menn gæta hagsmuna okkar i Bretlandi. Við hefðum átt að leita til Kinverja. Ég ritaði um það i dagblöðin, en enginn hefur tekið undir þetta, nema Andrés Björnsdóttir útvarpsstjóri, en hann er lika skáld eins og Mao formaður, enda fór sem fór. — Telur þú samninga koma til mála viö Breta? — Við erum þegar búnir að kaupa tvö andlit á Breta, og ég held að ef þá vantar andlit núna, þá eigi þeir að borga það sjálfir. ÓOÓÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.