Tíminn - 27.06.1976, Síða 18

Tíminn - 27.06.1976, Síða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 27. júni 1976 Menn og máUfni Góðir embættismenn auglýsa sig ekki Byggðardð- stefnan í sin og árangur þeirra á gatna- mótum. Það eru yfirleitt ekki beztu embættismennirnir, sem auglýsa ágæti sitt. Vancouver Fyrirsjáanlegur vöxtur stór- borga veröur eitt stærsta vanda- mál mannkynsins það sem eftir er af þessari öld. Samkvæmt sið- ustu áætlunum, sem gerðar hafa verið, mun ibúalala jarðarinnar nálega tvöfaldast þann aldar- fjórðung, sem eftir er til aldamót- anna. Þetta þýðir, að á þessum tima þarf að byggja eins mikið af nýjum Ibúðum og nú eru til i heiminum og raunar meira, ef takast á að útrýma þeim fátækra- hverfum, sem nú eru viðast I stór- borgum. Hér er þvl ekki um neitt smávægilegt átak að ræða. Þetta verður ekki heldur sæmilega gert, nema komi til betri stjórn á byggðarskipun og dragi úr hinum miklu fólksflutningum til stór- borga. Annars halda stórborgirnar áfram að vaxa og geta oröið óvið- ráðanlegt vandamál. Árið 1900 voru aöeins ellefu borgir, sem höföu meira en eina milljón Ibúa. Nú eru þær orðnar 172 og um aldamótin verða þær orðnar 375, ef óbreytt þróun helzt áfram. 1 stórborgum, sem nú hafa 700 milljónir Ibúa, veröur Ibúatalan komin yfir 2500 milljónir um aldamótin, ef svo heldur áfram, sem nú horfir. Þetta stórfellda vandamál var aðalumræðuefni fjölmennrar al- þjóðaráðstefnu, sem nýlega lauk störfum I Vancouver I Kanada. Ráðstefnan samþykkti marg- þætta ályktun, þar sem bent er á ýmsar leiðir til að draga úr vexti stórborganna, en helzta ráðið til þess er að dreifa byggðinni og efla landbúnaöinn. Efling land- búnaðarins er llka stórfellt og að- kallándi úrlausnarefni, ef mann- fjölgunin á ekki að leiða til hreinnar hungursneyðar vlða um heim. Ömurlegur ofvöxtur Aætlað er að slðustu fimm árin hafi á annað hundruð millj. manna flutt til stórborganna. Meginþorri þess fólks, sem þang- að flyzt, verður að setjast að I fá- tækrahverfum eða lélegum bráöa- birgða hverfum, sem hefur veriö komið upp. Borgir eins og Mexikoborg, Calkutta, Seoul, Manila og Tokio, er ömurlegt dæmi um þetta, þar búa frá 50- 70% Ibúanna I fátækrahverfum. 1 kjölfar vaxandi fátækrahverfa og takmarkaörar atvinnu, sem margir ibúar þeirra búa við, fylg- ir margvlsleg spilling og slvax- andi glæpir. Það eru þvi miður vaxandi einkerini stórborgarinn- ar um þessar mundir. Þeir sem eru efnaðri, reyna að flytja til út- borga, og það eykur enn á fátækt- ina I stórborgunum. Það er þessi öfugþróun, sem hefur orðiö New York að falli. Samtímis þvl, sem fátækraframfæri á vegum borgarinnar hefur stöðugt aukizt, hafa tekjumöguleikarnir minnk- að sökum brottflutnings margra hinna efnameiri skattaþegna.New York hefur þvi orðið að lýsa yfir einskonar gjaldþroti. Glæpir hafa svo vaxið samfara þvi, vegna þess að þurft hefur að draga úr löggæzlu af fjárhagsástæðum. Vandamál New York borgar eru þó óveruleg I samanburði við vandamál hinna vaxandi stór- borga I þróunarlöndunum, en þvl er spáð að þar verði vöxtur stór- borganna mestur næstu áratug- ina. Þar eykst stöðugt fólksflótt- inn úr sveitunum og flestir leita til stórborganna. Flestra blður þar ekki annað en atvinnuleysi og búseta I fátækrahverfi. Þetta hef- ur þegar valdið stórfelldum vanda, en þó telja þeir, sem bezt eiga að vita, að hér er aðeins aö ræða um byrjun vandans, ef mið- að er við þaö, sem verður um Tlmi sumarleyfa er nú hafinn og þótt margir kjósi að eyða frium sínum I sólarlöndum eru æ fleiri sem ferðast um sitt eigið landenda hefur náttúra íslands upp á margt það að bjóða sem ekki verður sótt til útlanda og aldrei áður hefur fólk átt jafn grciðan aðgang að eftirstóknarverðum stöðum, sem áður voru torsóttir, vegna greiðari samgangna og almennri bilaeign. Myndin er af Asbyrgi, sem er sérkennilega fagurt náttúruundur. aldamótin, ef ekkert verður að- hafzt til bóta umfram þaðsem nú er gert. Sígild stefna Byggðaráðstefnan I Vancouver varpar nokkru ljósi á, hve mikil- vægt það er íslendingum að tryggja jafnvægi byggðarinnar. Að visu eru íslendingar lausir við það mikla vandamál, sem fylgir örum vexti stórborganna, og þar var mest til umræðu. En eigi að siður væri það óhollt og óheppi- legt, jafnt frá félagslegu og efna- hagslegu sjónarmiði, ef megin- þorri Islenzku þjóðarinnar safnaðist saman á einum stað. Það hefur alltaf verið að sannast betur og betur, hve réttmæt og sl- gild sú stefna var, sem Fram- sóknarflokkurinn hóf fyrir 60 ár- um, þegar hann setti byggðajafn- vægiö efst á stefnuskrá sina, ásamt samvinnustefnunni. Það er ekki hagur dreifbýlisfólksins eins, heldur ekki siður höfuö- borgarbúa, að jafnvægi haldist I byggðamálum. Höfuðborgin mun vafalitið halda áfram að vaxa, en sá vöxtur verður þvl aðeins heppilegur, að hann sé ekki of ör og þannig skapist vandamál, sem erfitt er að leysa. Sigurinn í Osló og dreif býlið Af framangreindum ástæðum verður aö fylgja byggðastefn- unni fram af fullum þrótti, eins og gert hefur verið að nýju siðan Framsóknarflokkurinn komst aftur I rlkisstjórn 1971. Viður- kenningin á 200 mllna fiskveiða- lögsögunni er líka mikill ávinn- ingur fyrir dreifbýlið, en baráttan fyrir úrfærslu fiskveiðilögsög- unnar hófst einnig að nýju eftir að Framsóknarflokkurinn komst I rlkisstjórn 1971. Síöan hefur bar- áttúnni verið haldið þrotlaust áfram og hefur hún borið sigur- sælan árangur með Oslóar- samningingnum, sem var gerður 1. þ.m. Yfirráð tslendinga yfir 200 milna fiskveiðilögsögunni eiga eftir að reynast þýðingarmikil I lifsbaráttu þjóðarinnar, ef rétt verður á málum haldið. Einn mikilvægasti kosturinn er sá, að þau eiga að geta orðið stórfelld trygging fyrir jafnvægi I byggð landsins. Dreifbýlið byggir fram- tlð slna öðru fremur á þvi, að þar geti dafnað lifvænleg útgerð og vaxandi fiskiðnaður. Þetta sést bezt á þvi, hvernig efling fiski- skipastólsins og fiskiðnaðarins á undanförnum árum hefur styrkt dreifbýlið og snúið við hinum mikla fólksflótta, sem áður lá til Stór-Rey k ja víkursvæðisins. Dómsmala- stjórn Sjólfstæðis- flokksins Siðustu mánuði hefur oft mátt lesa I blöðum þungar ádeilur á dómsmálastjórnina og ástand löggæzlumála I landinu. Sllkt þarf ekki að koma á óvart, þegar um æsifréttablöð er að ræða. Hins vegar koma á óvart ýmis um- mæli, sem hafa fallið um þessi mál I málgögnum Sjálfstæðis- flokksins. Einkum lætur það illa i eyra, þegar þessi málgögn eru að kasta hnútum að núverandi dómsmálaráðherra og reyna að færa á reikning hans allt það, sem miður kann að fara. Ólaíur Jóhannesson tók viö stjórn dómsmálanna fyrir réttum fimmárum. Slðustu 25 árin á und- an eða frá þvl i ársbyrjun 1947 og þangað til I júll 1971 hafði yfir- stjórn dómsmálanna verið I hönd- um Sjálfstæðismanna, að rúmum þremur árum undanskildum (1956-1959). Það er á þessum tima, sem núverandi skipan lög- gæzlumála hefur að miklu leyti myndazt, þótt hún byggist annars á gömlum merg. Hafizt handa um endurbætur Það má vel skilja á þeim, sem nú deila á dómsmálaráðherra, að hann hafi tekið hér við ófullkominni skipan löggæzlumálanna og hafi þvl strax átt að hefjast handa um stórbreytingar og mikla útþenslu löggæzlunnar. Þessu er þvi svar- að, að ölafur Jóhannesson hófst skjótt handa um endurskoðun og breytingar og fól það verkefni fróðustu mönnum. Arangurinn af starfi þeirra kom I ljós á siðasta þingi, þegar dómsmálaráðherra lagði fram frumvörp um eflingu rannsóknarlögreglunnar og ný- skipan dómstólakerfisins. Því miður náðu þau mál ekki fram- gangi á siðasta þingi og verður dómsmálaráðherra ekki kennt um. Þá hafði ráðherrann áður beitt sér fyrir þvi, að komið var á fót sérstökum dómstóli til að fjalla um fikniefnamál. Margar ráðstafanir hafa einnig verið gerðar til að efla löggæzluna. Framlög til framkvæmda á sviði löggæzlumála hafa stóraukizt I dómsmálaráðherratið ólafs Jó- hannessonar, en vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar hefur mest- ur hluti þess runnið til aö efla landhelgisgæzluna. Það hefur dregið úr framkvæmdum á öðr- um sviðum. Störf unnin í kyrrþey Þótt mörgu væri ábótavant um það löggæzlukerfi, sem ólafur Jó- hannesson tók við fyrir fimm ár- um, væri ósanngjarnt að fella þann dóm, að löggæzla sé lakari hér en I öðrum löndum og þvi þurfi að kalla til erlenda sérfræð- inga, ef vanda ber að höndum. Margir af löggæzlumönnum okk- ar eru ágætlega færir og þekkja betur en útlendingar til Islenzkra staðhátta, jafnframt þvi, sem þeir hafa kynnt sér starfshætti er- lendis. Það er lika mikill mis- skilningur,að öll sakamál séu upp lýst erlendis. Tvimælalaust eru hlutfallslega fleiri sakamál óupp- lýst þar en hér. Þótt rannsókn ýmissa umfangsmikilla fjár- svikamála gangi oft hægt hér, gerist það ekki siður erlendis, og er þar skemmst að minna á Glistrupmálið danska. Löggæzlu- menn okkar vinna vafalltið flestir gott starf og eru borgurunum þvi betri hllf en þeir gera sér yfirleitt ljóst. En þeir auglýsa ekki störf En það breytir ekki þessu, að löggæzlukerfið, sem ólafur Jó- hannesson tók við 1971, þarfnast endurbóta og eflingar. Það er keppikefli trausts þjóðfélags, að löggæzlan sé i góðu lagi og njóti beztu starfsskilyrða. Það er jafn- framt mikilvægt, að almenningur sýni henni skilning og meti störf hennar og láti ekki stjórnast af sleggjudómum um hana. Niðurhelling mjólkurinnar A nýloknum aðalfundi Sam- bands islenzkra samvinnufélaga var áréttuð fyrri viljayfirlýsing samvinnuhreyfingarinnar um að leita sem bezt samstarfs við sam- tök launþega og bænda. Þvl mið- ur hefur þetta samstarf bænda og launþega engan veginn verið nógu náið i seinni tíð, og vafalaust sitthvað sem veldur. Hörmulegt dæmi um þetta var stórfelld niðurhelling á mjólk I verkfallinu I vetur. Slikt hafði aldrei gerzt áður. Samkvæmt upplýsingum Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins mun alls hafa verið hellt niður um 550 þús. lltr- um af mjólk og mun láta nærri að tap bænda af þessu nemi 30 millj. króna. Einn af þingmönnum Al- þýðuflokksins, Jón Armann Héðinsson, taldi þetta slikt hneyksli, að hann flutti frumvarp um bann við verkfallsaðgerðum, sem leiddu til þess, að mjólk væri hellt niður. Að ráði bænda var þetta frumvarp látið daga uppi að sinni I trausti þess, að samkomu- lag næðist um það við verkalýðs- samtökin, að slik niðurhelling á mjólk vegna verkfalla endurtæki sig ekki. Vonandi tekst slikt sam- komulag og væri gott spor I þá átt, ab'bæ'ta sarribuö' bænda og launafólks. Von um nýtt samkomulag Annað dæmi um minna sam- starf bænda og launþega en áður er verðlagning landbúnaðarvara. Um alllangt skeið var afurða- verðið ákveðið af sameiginlegri nefnd þessara aðila. Yfirleitt gaf þetta góða raun. Skyndilega tóku samtök launþega þá ákvörðun, að taka ekki þátt I störfum nefndar- innar, og hefur svo verið um hrlð. Nú hefur landbúnaðarráðherra skipað nefnd til að endurskoða löggjöfina um þetta efni og eiga sæti I henni bæði formaður Al- þýðusambands Islands og for- maður Stéttarsambands bænda. Vonandi leiðir þessi endurskoðun til nýs samkomulags bænda og launþega um þessi mál. Af hálfu forustumanna laun- þega hefur það nokkuð verið gagnrýnt, að Vinnumálasamband samvinnumanna hefur oft setið sömu megin við samningaborðið og Vinnuveitendasambandið i vinnudeilum. Þetta er engan veg- inn æskilegt, en ástæðan er sú, að samvinnufélögin hér hafa ekki náð svipuðum sérsamningum við verkalýðshreyfinguna og viða hefur komizt á I nágranna- löndunum. Fleiri mál mætti nefna, er þarfnast endurskoðunar og endurbóta I samstarfi bænda og launþega. Þau ætti að vera hægt að jafna, þvi að sameiginlegu hagsmunirnir eru miklu meiri en ágreiningsefnin. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.