Tíminn - 27.06.1976, Síða 23
Sunnudagur 27. júni 1976
TÍMINN
23
Vaka eða víma
Skýzt þó
skýrir séu
Hérhefur verið hámenntaður
og þrautreyndur læknir frá
drykkjumannahæli vestur i
Bandarlkjunum. Hann flutti
annan þátt sinn um áfengismál 1
sjónvarpið 15. júni.
Þessi margfróði maður hefur
sagt ýmislegt sem við höfum
gott af að heyra. Allar þjóðir
striða við áfengismál og alls
konar áfengi gerir menn háða
sér. Þetta er gott að vita. En i
öðru erindi slnu varð honum á
að haga orðum slnum öðru vlsi
en skyldi.
Læknirinn sagði að hver sem
væri gæti orðið áfengissjúkling-
ur. Það er auðvitað ekki rétt.
Þeir sem eru bindindismenn
geta ekki orið áfengissjúklingar
á meðan. Það átti hann að taka
fram.
Hitt er rétt, og verður seint
lögð of mikil áherzla á það, að
fyrirfram getur enginn vitað
hver verður ofdrykkjumaður og
áfengissjúklingur af þeim sem á
annað borð venjast vini, Auðvit-
að var þaö þetta sem læknirinn
átti við. En orð hanns féllu llk-
ast því sem hann gerði ráð fyrir
að allir neyttu vlns þangað til
þeir áttuðu sig á þvi að þeir
hefðu ekki lengur vald á fýsn
sinni.
Læknirinn er vanur að reyna
að telja kjark I menn og vekja
með þeim trú aö að þeir geti
hætt að drekka. Þetta er ómet-
anlegt. Þú getur hætt úr því að
aörir hafa getaö það, segir
hann. Samt veit hann eins og
aðrir að hvergi er sú stofnun
sem hafi getað hjálpað öllum.
Þeir sem farnir eru aðdrekka
gera sér yfirleitt ekki grein fyrir
þvl að þeir séu áfengissjúkling-
ar fyrr en saga þeirra er orðin
raunasaga. Hvers vegna á að
láta þá raunasögu gerast?
Hvers vegna á að taka áhætt-
una?
Svo er vitanlega saga þeirra,
sem fara sér að voða vegna ölv-
unar löngu áður en nokkrum
dettur Ihug að telja þá til áfeng-
issjúklinga.
Vesturheimsmaðurinn sagði
að það væri engu meiri skömm
að verða áfengissjúklingur en
að fá venjulega umgangspest.
Þar er þó sá mikli munur á að
við vitum öll að enginn verður
áfengissjúklingur nema hann
hafi af fúsum og frjálsum vilja
lagt sig I þá hættu sem alltaf
fylgir áfengisneyzlu. Við vitum
ráð til að varast áfengissýkina,
— öruggt og óbrigðult ráð. Það
er bindindi.
Er það þá sjálfsagt að allir
leggi sig í þessa hættu? Væri
ekki eðlilegra að hafa samtök
um að sneiða hjá henni?
Hvar eru þeir tlu félagar sem
allir vilja stökkva glæfrastökk
að nauðsynjalausu vitandi það
að tveir úr hópnum hljóta að
slasast?
Er það ekki venja að læknar
telji enn meira vert að lifa heil-
brigðu llfi og komast hjá sjúk-
dómum en jafnvel að lækna
sjúkdóm? Betra er heilt en vel
gróið. Og hægra er að styðja en
reisa.
Ef menn gefa gaum að þvi
hvað áfengisneyzlan kostar I
beinum fjárútlátum vegna
slysa, lækningatilrauna, vinnu-
taps og svo framvegis og hafa
hins vegar einhverja hugmynd
um þær þjáningar sem hún
veldur, þá vita menn að skugga-
hliðarnar eru margar aðrar en
bein áfengissýki. Þá er eðlilegt
að menn spyrji hver þörf sé á
þvi að kalla þessa bölvun yfir
þjóð sina.
Vilt þú að þjóð þln sé drykk-
felld eða bindindissöm?
H.Kr.
AFSALSBRÉF
Afsalsbréf
innfærð 7/6-
11/6 — 1976:
Samb. isl. samvinnufél. selur
Samvinnutryggingum hluta I Ar-
múla 3.
Breiðholt h.f. selur Birgi Grétari
Ottóssyni bilskúr að Kríuhólum
2-6.
Sigurðss. selja Haligrlmi Ottóss.
hluta i Irabakka 22.
Guðlaugur Jónsson selur Char-
lottu Sverrisd. og Arna S.
Björnss. raðhúsið Unufell 28.
Guðrún Einarsd. selur Kristófer
Reykdal hluta I Hverfisgötu 102.
Kristófer Reykdal selur Dag-
© R STEFÁNSSON HF.
'mZS HVERFISGÖTU103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHOLF 5092
llú mú sleppn honum Inusum út í frumskúg umferdurinnur.
Nú sleppum við Allegro lausum - kraftmiklu "dýri” af þeirri tegund, sem fer lipurlega
um frumskóg umferðarinnar.
Með þjálu framhjóladrifi smýgur hann í beygjurnar og hefur gott tak á veginum, jafn-
vel á hálum vetrarbrautum. Undir vélarhlífinni leynist kraftmikil þverliggjandi vél. Auk
þess er fimm stiga gírkassi (1500-gerðin) og fádæma góð vökvafjöðrun,
Hydragas, sem tryggir að ”dýrið” þitt er ávallt tryggilega með öll hjólin
á veginum. Sérstaklega styrktir diskahemlar á framhjól-
um veita þér einnig aukið öryggi og tryggingu; þú getur
snarhemlað ef nauðsyn krefur. Og í þessum nýja Allegro
Combi er farangursrými, sem gæti rúmað
1320 lítra af vatni.
En það sem kannski vekur hvað mesta
athygli við Allegro er hve
neyzlugrannt ”dýr” hann er.
Hann eyðir litlu benzíni, hóf-
legt verð er á varahlutum.
Það er ótrúlega ódýrt að
eignast þetta "hlaupadýr”.
bjarti Hannessyni hluta I Hverf-
isg. 102.
Elin G. Jónsd. og Guðrún S.
Karlsd. selja Birni Jónss. og Birni
Björnss. húseignina Leifsgötu 20.
Kristófer Reykdal selur Dag-
bjarti Hannessyni hluta i Rofabæ
43.
Sveingerður Hjartardóttir selur
Fél. einstæðra foreldra hluta i
Efstalandi - 24.
Lára Kjartansd. selur Sigurlaugu
og Sigrúnu Straumland hluta i
Safamýri 54.
Ólafur Stefánss. selur Onnu
Hertervig og Óla H. Sveinbjörnss.
húseignina Langholtsv. 51.
Vilhjálmur Jóhannesson selur
Haraldi Guöjónss. hluta i
Grettisg. 50.
Vilhjálmur Ingvarsson selur
Jónasi Jónssyni hluta I Laugar-
nesvegi 37.
Einar Ólafsson selur Kristjáni
Sylveriussyni hluta i Ljósheimum
18 A.
Einar G. Ólafsson selur Heiði
Helgadóttur hluta i Þórsgötu 7 A.
Gísli Arnason selur Hönnu
Ólafsd. hluta i Bræöraborgarstig
21.
Hervin Guðmundsson selur Jóni
Steindórssyni rétt til aö byggja
bilskúr að Blikah. 2-12.
Hervin Guðmundsson selur Birni
Pálssyni hluta i Blikahólum 2.
Ármannsfell h.f. selur Benedikt
Jónss. og Sveini R. Eyjólfss. hluta
i Espigerði 2.
Karl Adolfsson selur Einari Guð-
mundss. hluta i Njálsg. 72.
Birgir Jensson selur Grétari
Kjartanss. og Steinunni Þor-
steinsd. hluta i Langholtsv. 182.
Sigrún Sighvatsd. selur Asdisi
Arnljótsd. hluta I Hrafnhólum 4.
Baldur Bergsteinss. selur Soffiu
Eygló Benediktsd. hluta I Dúfna-
hólum 6.
Ólafur Þ. Bjarnason selur Hall-
dóru Gissurard. hluta i Eyja-
bakka 13.
Byggingafél. Einhamar selur Hirti
Guðnasyni hluta i Alftahólum 6.
Svanhildur Árnad. selur Asgeiri
Eliass. og Soffiu Guðmundsd.
hluta i Sörlaskjóli 40.
Inga Sigurgeirsd. selur Grétari
Einarss. hluta I Alftahólum 8.
Úlfar Guðjónss. selurPétri Jónss.
og Huldu Þórðard. hluta i Engja-
seli 13.
Sigþrúður Guðmundsd. og Jón
Hjá Hofi
Einstakt tækifæri.
Rýmingarsala á hann-
yrðavörum og garni.
Þingholtsstræti 1
opnir og lokaðir
Eigum jafnan mikið úrval öryggishjólma, sem
hlotið hafa viðurkenningu í Evrópu og Banda-
ríkjunum sem skíða-, vélsleða-, vélhjóla, mótor-
hjóla- og bílarallyhjólmar. Andlitshlífar úr glæru,
reyklitu og gulu öryggisgleri, einnig
mótorhjólagleraugu og baksýnispeglar í úrvali.
Verðið er ótrúlega lógt.
Sendum gegn póstkröfu.
StöHium.
ÖRYGGI Á VEGUM OG VEGLEYSUM.
ORYGGISHJALAAAR
aaiurTL
FALKINN
Suðurlanasbraut 8