Tíminn - 27.06.1976, Side 33

Tíminn - 27.06.1976, Side 33
Sunnudagur 27. júni 1976 TÍMINN 33 og Robinson Cruso, en þó voru þau betur sett að þvi leyti, að þau voru þarna tvö saman og mjög samhent, og auk þess höfðu þau ræktaða akra og húsnæði, en hinn frægi Robinson byrjaði með tvær hendur tómar. Venjulega fóru syst- kinin á fætur um sólar- uppkomu og lögðust til svefns rétt eftir sólar- lagið. Eftir hitann og erfiði dagsins voru þau svo þreytt, að þau þurftu mikinn svefn. Svona liðu dagarnir reglulega og tilbreytingalaust, og fór svo að lokum, að þau gættu þess ekki að halda dagatalinu og vissu þvi ekkert, hvað timanum leið. Þau vissu, að þau höfðu komið til Shesa seint I júlimánuði, en hvort nú var siðla I ágúst eða i byrjun september, höfðu þau enga hug- mynd um. Þau gátu jafnvel hugsað sér, að komið væri fram i októ- ber eða nóvember. Fyrir þau skipti þetta engu. Þeim leið vel þama I negraþorpinu, og þau hvorki vildu eða gátu haldið ferðinni áfram. Þrátt fyrir vinnuna fitn- uðu þau mikið og urðu gildvaxin og þung I hreyfingum. Tvivegis hafði Berit orðið „að færa út” fötin þeirra. 9. Gamall málsháttur segir, að engir rós sé án þyma. — Hjá systkinun- um var það eldgigurinn, sem amaði þeim mest. Þetta var mikið fjall. Alika hátt og hæstu f jöll i Noregi. Svo virtist sem alltaf væru að aukast umbrotin i fjallinu. Yfir þvi lá oftast dimmt, ógn- þrungið reykský og sjaldnast sást allur tindurinn. Ef hvasst var á austan, kom þó fyrir, að skýið rak burtu snöggvast. Þá virtist þeim fjallið vera opinn gigur, sem sendi stöðugt reykjarmökk upp i loft- ið. öðru hvoru, einkum á kvöldin, sáust eldbloss- ar gegnum reykinn. Hingað til höfðu þau aldrei orðið vör við hraunrennsli frá fjall- inu, en drunumar I þvi voru alltaf að aukast. Þeim fannst stundum eins og undir fótum þeirra væm jarðgöng með drynjandi járn- brautarlestum á flugi og ferð. Einn morguninn var veðrið óvenjulega fag- urt, hæg austan gola og bjartviðri. Ami ákvað, að þau skyldu eiga fri frá skyldustörfum þenn- an sólbjarta dag, en ganga sér til skemmtun- ar upp á allháan fjalls- hnúk skammt frá negra- þorpinu. Þau kölluðu hnúkinn Seljahnúk, eftir svipuðu fjalli heima i Noregi. Af þessum hnúk hélt Arni að þau myndu fá ágætis útsýn yfir alla eyna, ef þetta var þá eyja, og jafnframt þvi hélt hann, að þaðan gætu þau athugað eldfjallið betur. Það var alveg óþarfi fyrir Berit að hræðast uppgönguna á hnúkinn. Hún reyndist mikið létt- ari en þau bjuggust við. Það var aðeins efst, sem þau urðu að klifa dálitið klettabelti, en annars var þetta smáhækkandi upp undir sjálfan hnúk- inn. A einum stað rákust þau á heitar uppsprett- ur. Þetta var dálitill pollur i lægð i f jallshlið- inni. Umhverfis pollinn var gulleitur kragi úr brennisteini, og niðri i pyttinum vall og sauð og lyktin var ógeðsleg. Sjálfur hnúkurinn var sýnilega eldgigur. Klettarnir voru skörð- óttir og grunn skál ofan I toppinn. Þegar systkinin vildu athuga þetta nán- ar, fundu þau, að inni I skálinni var jörðin heit og neðst virtist þeim hreyfing á hrauneðj- unni, likt og þegar litið er niður á „stimpla” i stórri gufuvél i skipi og þeir hrærast aðeins upp og niður. Þau álitu, að hér gæti þá og þegar brotist út gos. tJtsýnin af Seljahnúk var fögur og heiUandi. Nú sáu þau það fyrir vist, að þau voru stödd á eyju. í vesturátt sáu þau meginlandið, og þar sem eyjartanginn skagaði lengst I vestur var að- eins örmjótt sund milli lands og eyjar. Árni hélt, að það gæti ekki verið meira en tveggja til þriggja kilómetra breitt. Ef þau ættu ein- hvern tima að komast burt úr þessari undraey, þá yrðu þau að fara yfir þetta sund, þvi að i aðr- ar áttir sást hvergi til lands. Ekki sáu þau nein merki um mannabyggð annar staðar á eynni, og hvergi mann á ferli. All- ir ibúar eyjarinnar höfðu að likindum flúið eldgosið og ekki árætt til eyjarinnar aftur, þar sem ennþá hvildi ógn- andi reykský yfir eld- fjallinu. Það leit þvi ekki út fyrir það, að negrarn- ir kæmu um sinn til baka og tækju af þeim hús- næðið og aðrar eigur sinar. Þau voru alein á eyjunni. Um það þóttust þau fullviss. Berit stóð þögul og gleymdi bæði stund og stað af hrifningu. Hún leit til Árna og sagði: „Heyrðu, Ámi! Get- um við ekki kallað þessa eyju Stuartey-: Ætli við séum ekki fýrstu hvitu mennirnir, sem stigið hafa fæti sinum hér?” ,,Jú, þaðheld ég lika”, sagði Árni. ,,Mér finnst alveg eins og við eigum þessa eyju”, sagði Berit. „Og Mýkt og öryggi með GIRLING —BLOSSB— Skipholti 35 - Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skritstofa Tekur baggana af teignum og kastar þeim upp í tengivagninn. QPi | VEIÐIVÖRURNAR flLJ LJ fást um Íand allt Hafnarstræti 22 Sími 1-67-60

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.