Tíminn - 27.06.1976, Síða 37
Sunnudagur 27. júni 1976
TÍMINN
37
Lesendur
H. S. skrifar:
Um mislukkað metn
aðarklifur stúdenta
H.S. skrifar:
Undanfariö hafa oröiö nokkr-
ar umræöur um fallprósentu I
Háskólanum, einkum þó i laga-
deild. Birzt hafa klausur á aðal-
fréttasiöum blaöa um 60% fall i
almennri lögfræöi og viötöl á
innsiöum viö forseta aö minnsta
kosti tveggja deilda um þessi
ósköp, sem ekki eru einskoröuö
viö lagadeild. Menn eru aö von-
um heldur óhressir yfir þessari
frammistöðu, en liklega eru
flestir löngu hættir aö vera
undrandi, a.m.k. þeir, sem eitt-
hvaöhafa fylgzt meö málefnum
H.I. og menntaskólanna á
undanförnum árum.
Há fallprósenta I lagadeild er
ekki ný af nálinni. Þaö mun
fyrsthafa verið voriö 1972, sem
einn ágætur lagaprófessor,
Siguröur Lindal, sem nú er
deildarforseti, sýndi nemendum
fram á, aö eftirleiöis færu menn
ekki I gegnum lagadeild.eftir aö
hafa gefiztupp i öörum, erfiðari
deildum, ynnu meö náminu og
stæöu sig samt meö sóma. Þaö
vor var fallið I almennu lög-
fræöinni 70% og aftur 70% um
haustiö.
Siguröur tók þaö aö sér aö
reka slyöruoröiö af deildinni og
haföi viö þau orö, aö nóg væri
btiiö að titskrifa af lélegum lög-
fræöingum. Ekki skal hér lagð-
ur dómur um réttmæti þeirra
oröa, enhins vegar hljóta flestir
aö vera sammála þvi, að þaö
hlýtur aö vera bæöi þjóöhags-
lega hagkvæmt aö takmarka
eitthvað þann fjölda lögfræö-
inga, sem útskrifast á hverju
ári, svo er sjálfsögö krafa
þeirra sem á lögfræöiþjónustu
þurfa aö halda, aö þeir sem
hana veita, séu vel menntaðir.
Þá veröa mistökin færri og dýr-
um og timafrekum dómsmálum
ætti að fækka. Þetta gæti einnig
áttviöum aðrar deildir Háskól-
ans.
Fleiri prófessorar i lagadeild
hafa fariö sömu leiö og áöur-
nefndur Siguröur, aukiö
kröfurnar og samfara þvi hefur
fallprósenta stórlega aukizt i
öllum greinum lögfræðinnar.
Nýjasta dæmiö er um 100% fall i
refsiréttiþriöjanámsárssl. vor.
Fjórir fóru i prófiö og féllu allir,
meö einkunnirnar 6,5,3 og 1, en
lágmarkseinkunn er 8 og hæst
er hægt aö gefa 16. Ennfremur
má nefna 40% fall i fjármuna-
rétti sama árs, en I þaö próf fóru
20 og 8 féllu.
Hver fjárinn er aö gerast?
Eru prófessorarnir á rangri
hillu i lifinu? Ættu þeir frekar aö
vinna viö fiskveiöar eöa i slátur-
htisi? Eða eru þaö ef til vill
einhverjir nemendanna, sem
eru á rangri hillu? Ég aðhyllist
siöari skoðunina, en ástandið er
hvorki þessum nemendum aö
kennané Háskólanurn. Rótanna
er aö leita framar I skóla-
kerfinu, þar sem sifellt hefur
verið slakaö á kröfum uin hæfni
til náms. Nú þykir enginn maö-
ur meö mönnum nema hann
hafi próf úr Háskólanum, sem
meö sama áframhaldi veröur
nokkurs konar „stiper-gaggó”.
Þetta er að sjálfsögöu argasti
misskilningur þvi a.m.k. aö
minu mati er enginn meiri maö-
ur meö mönnum en sá, sem
vinnur berum höndum viö aö
gera alla menntun og þjónustu i
landinu mögulega, sá sem starf-
ar i einhverjum undirstöðu at-
vinnuvegi.
Það er algjört gundvallar-
atriöi, aö allir eigi þess kost aö
mennta sig, rikir sem snauöir,
en þaö er einnig grundvallar-
atriöi, aö ekki fari aörir I lang-
skólanám, eins og þaö tiökast
nti, en þeir sem hafa til þess
hæfileika og vitsmunalega getu.
Nti ota metnaöargjarnir
foreldrar börnum sinum i lang-
skólanám, þó þau hafi ekki til
þess hæfileika, og hvert fallið
tekur viö af ööru, allir veröa
óánægðir og óhaming jusamir og
kenna svo helvitis kerfinu um
allt saman.
Þaö má svo hins vegar til
sannsvegar færa, aö kerfinu má
aö nokkru leyti um kenna, þvi
aö þaö hefur ekki uppá nógu
marga og fjölbreytta möguleika
aö bjóða. Þeir sem vildu og gátu
menntaö sig höföu ekki nema
um eina leiö að ræöa til skamms
tlma: fara 1 menntaskóla og
læra þar sömu mannkynssög-
una og kennd var i barna- og
unglingaskóla, og siöan I ein-
hverja af örfáum deildum
Háskólans. Fjölbreytnin hefur
aö visu aukizt nokkuö á allra
siöustu árum, en þaö er ljóst, aö
betur má ef duga skal.
Ég sendi svo mynd meö þessu
bréfkomi, sem ef til vill má
segja að sé táknræn fyrir mis-
lukkað metnaöarklifur óhæfs
námsmanns, sem heföi oröiö
mun ánægöari og hamingju-
samari og jafnframt þroskaöri,
ef hann heföi valið aöra, auð-
veldari og ef til vill mun mikil-
vægari leið en langskólanámið.
r
TIMA- spurningin
Finnst þér viðhöfn Svia i sambandi við brúð
kaup konungs viðeigandi eða ekki?
Ingi Þóröarson, starfsmaður Orkustofnunar: — Mér finnst þetta
vera mjög vel viðeigandi. Það er æði fátitt að kóngar gangi I
hjónaband. Svo eiga Sviar nóg af peningum.
Einar Gunnarsson, málari: — Þær eru orðnar fáar konungsætt-
irnar I Evrópu og ég get ekki betur séð en það sé allt I lagi þó
haldið sé upp á brúðkaup þeirra.
Koibeinn Guðjónsson, eftirlitsm. hjá verðlagsstjóra: — Persónu-
lega er ég á móti þeirri viöhöfn sem þarna fer fram. Þaö væri
gáfulegra aö nota þá peninga, sem þarna er eytt i eitthvað ann-
að.
Hrafn Tulinius, læknir: — Ég hef ekki myndaö mér skoöun á
þessu, en mér viröist þetta ekki vera spurning um giftingu
heldur hvort beri aö afnema þann siö að hafa konung. Annars er
þetta umstang heldur leiöinlegt.
Ingimar Halldórsson, starfsmaöur Orkustofnunar:— Þetta er
allt I himnalagi ef Sviar hafa efni á þessu. Hins vegar ef ég væri
sænskur rikisborgari þá væri ég senniiega á móti þessu tilstandi.