Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 11. júll 1976. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð I lausasöiu kr. 50.00. Áskriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Átti að skerða lífskjörin meira? Þær ásakanir i garð rikisstjórnarinnar eru ekki óalgengar, að hún hafi ekki brugðizt nógu fljótt og nógu róttækt við efnahagsvandanum. Verðbólgan og viðskiptahallinn hafi þvi orðið meiri en þurft hefði að verða. Ef talað er tæpitungulaust, fela þessar ásakanir i sér, að það hefði átt að halda kaupgjaldinu meira niðri og skerða kaupmáttinn á þann hátt. Það hefði m.ö.o. átt að fylgja fordæmi viðreisnarstjórnarinnar frá 1967-’70. Til þess að svara þessum ásökunum er nokkur söguleg upprifjun nauðsynleg. Vinstri stjórnin, sem kom til valda á miðju ári 1971, tók við batnandi viðskiptaárferði. Þetta hélzt nokkurn veginn fram i ársbyrjun 1974. í árslok 1973 var gjaldeyrisstaðan mjög hagstæð. Atvinnu- vegirnir hafa sjaldan búið við hagstæðari afkomu en á árinu 1973. Þessi árangur náðist, þrátt fyrir stórauknar framkvæmdir, sökum hinna batnandi viðskiptakjara. Þetta breyttist svo skyndilega á fyrra helmingi ársins 1974. Viðskiptakjörin fóru þá að versna og við það bættust hinir óraunsæju kaupsamningar i febrúar 1974. Vinstri stjórnin sá strax að hverju stefndi. Að frumkvæði Ólafs Jó- hannessonar lagði hún fram i mai 1974 frumvarp, sem fól i sér að verulegu leyti ógildingu kaup- samninganna frá þvi i febrúar. Hefði verið fallizt á þær tillögur, væri efnahagsástandið nú allt annað. Þvi miður brá þáv. stjórnarandstaða fæti fyrir þetta frumvarp, ásamt meirihluta þingmanna Samtakanna. Vinstri stjórnin reyndi samt að hamla gegn fyrirsjáanlegum erfiðleikum at- vinnuveganna, m.a. með bindingu kaupgjaldsvisi- tölunnar. Þeirri stefnu hefur núv. stjórn fylgt. Þvi hefur komið til sögunnar nokkur kjaraskerðíng, einkum þó ef miðað er við árið 1974. Samkvæmt kenningum sumra þeirra, sem mest deila nú á rik- isstjórnina, hefði hún þurft að verða stórum meiri. Þessu er þvi að svara, að stjórnin hefur lagt á- herzlu á að tryggja næga atvinnu og vinnufrið, og spádómar hagfræðinga hafa gengið i þá átt, að hér væri aðeins um stundarkreppu að ræða og efna- hagsástandið myndi brátt lagast aftur. Vegna þeirra, sem halda þvi fram, að betra hefði verið að gripa til róttæks samdráttar og meiri kjaraskerðingar, er ekki ófróðlegt að rifja upp reynsluna frá kjörtimabilinu 1967-1971, þegar slikum aðgerðum var beitt. Þær leiddu til stór- fellds atvinnuleysis og stórfelldra verkfalla. Is- land setti þá heimsmet i verkföllum og Evrópumet i atvinnuleysi. Þá töpuðust 700 þús. vinnudagar vegna verkfalla og 1300 þús. vinnudagar vegna at- vinnuleysis. í kjölfar þessa fylgdi stórfelldur land- flótti. Jafnhliða þessu átti sér stað þrefalt til fjór- falt meiri dýrtíðarvöxtur en i öðrum löndum Vest- ur-Evrópu á sama tima. Ekkert var gert til að byggja upp skipaflotann eða fiskiðnaðinn á þess- um árum. Framsóknarflokkurinn játar fús á sig þá á- byrgð, að stefnan frá 1967-1971 var ekki tekin upp aftur og að ekki var gripið til jafnstórfelldrar kjaraskerðingar og þá. Jafnframt leggur hann megináherzlu á, að batnandi viðskiptakjör verði notuð til þess, að draga úr viðskiptahallanum og verðbólgunni og þannig bætt úr afleiðingum þess, að þjóðin lifði um efni fram meðan efnahags- kreppan var mest. Þ.Þ. TÍMINN 19 ERLENT YFIRLIT ' .. -V Leiðtogi Einingar samtaka Afríku Ramgoolam hefur tekið við af Amin Seewoosagur Ramgoolam HIÐ sögufræga áhlaup lsraelsmanna á flugvöllinn i Kampala og frelsun gislanna þar, vakti sérstaka athygli á eyriki 1 Indlandshafi, Máritius, sem annars heyrist sjaldan nefnt I heimsfréttum. Astæöan var sú, aö um likt leyti stóö yfir i Port Louis, höfuöborg Máritius, fundur Einingarsamtaka Afriku, þar sem allir flestir þjóöhöfö- ingjar þátttökurikjanna voru staddir og var Amin einræöis- herra Uganda, einn þeirra. Astæöan til þess, aö fundurinn var haldinn I Port Louis var sú, aö samkvæmt reglum samtakanna átti þjóöhöföingi Máritius aö taka viö for- mennskunni af Amin, sem hefur gengt formannsstarfinu undanfarin ár, en enginn má gegna formannsstarf inu lengur en eitt ár I senn. Amin géröi þó tilraun til aö bæta ööru ári viö formannstiö sina og byggöi þaö á þeirri rök- semd, aö Elisabet Breta- drotting væri formlegur þjóö- höföingi Máritius, sem lýtur brezku krúnunni, og væri ómögulegt aö láta formanns- starfiö lenda hjá hvitri drottn- ingu. Þvl væri rétt, aö hann gegndi áfram formanns- starfinu þetta ár, sem þaö ætti aö vera I höndun drottningar. Aörir þjóöhöföingjar Afriku vildu ekki fallast á þessa laga- skýrslu Amins, og töldu for- sætisráöherra Máritius, Seewoosagur Ramgoolam, i reynd þjóöhöföingja landsins, þvi aö drottningin væri þaö aöeins aö nafni til. Og margir þeirra hafa áreiöanlega andaö léttar eftir aö Ramgoolam haföi tekiö viö formennsku, þvi aö flestir þeirra geröu þaö meö nauöung, aö láta Amin taka viö henni fyrir ári siöan, en hjá þvf varö ekki komizt nema meö þvi aö brjóta reglur samtakanna. HINN nýi formaöur Einingarsamtaka Afriku er um flest sagöur ólikur fyrir- rennara sinum. Hann er hægur i framgöngu og leggur áherzlu á góöa sambúö og friösamleg skipti milli þjóöa. 1 utanrlkismálum fylgir hann hlutleysisstefnu, sem felst i þvi, aö reyna aö hafa góöa sambúö viöalla. Hann hefur aö visu nánast samstarf viö Breta og Frakka og er þaö sökum fyrri tengsla þessara þjóöa viö Máritius. Jafnframt hefur hann svo veruleg skipti viö Bandarikin. Bæöi Rússar og Kinverjar hafa reynt aö vingast viö hann og reynir hann aö gera báöum jafnhátt undir höföi. Þá reynir hann aö treysta tengslin viö Indland, en þaöan er meirihluti Márit- iusbúa ættaöir. Lengst gengur hann í hlutleysisstefnu sinni i samskiptum sinum viö Israel og Suöur-Afriku. Máritius hefur veruleg viöskipti viö bæöi þessi lönd og tekst þaö furöuvel, þrátt fyrir mótmæli Araba, sem deila á viöskiptin viö Israel, og svörtu þjóöanna á meginlandi Afriku, sem for- dæma samskiptin viö Suöur-Afriku. Ramgoolam svarar þvi til, aö hann fari aö I einu og öllu i samræmi viö stefnu Sameinuöu þjóöanna. Hann fylgi viöskiptabanninu gagnvart Rhodesiu, og hann myndi einnig hætta viö- skiptum viö Suöur-Afriku, ef Sameinuöu þjóöirnar gæfu fyrirmæli um þaö. Ramgoolam er mikill stuön- ingsmaöur þess, aö Indlands- haf veröi lýst friöarhaf og þannig m.a. útilokaö, aö er- lend riki geti haft flotastöövar viö þaö. Þetta er skiljanleg ástæöa, þvi aö lega Máritíus er mjög mikilvæg hernaöar- lega. Ramgoolam hafnar öllum beiönum um herstöövar eöa flotastöövar á Máritius, en vafalitiö þykir, aö honum hafi boriztþær úr fleiri en einni átt. Varnarsamningur, sem var milli Bretlands og Máritius, féll úr gildi á siöastl. ári, og Bretar lokuöu þar siöustu flotastöö sinni 31. marz siöastl. Vafalaust gæti Ram- goolam fengiögóöa leigufyrir flotastöö, likt og Mintoff á Möltu, og mætti réttlæta þaö meö þvi, aö atvinnulif Mári- tius er mjög einhæft, eins og siöar veröur vikiö aö. Ramgoolam segir samt, aö slikt komi ekki til greina. Ramgoolam er fæddur og uppalinn á Máritius, en dvaldi um skeiö I London á árunum milli heimsstyrjaldanna. Þar geröist hann jafnaöarmaöur. Eftir heimkomuna stundaöi hann blaöamennsku og geröist jafnframt leiötogi Verka- mannaflokksins. Hann varö forsætisráöherra heima- stjórnarinnar á Máritius 1964, og var stjórn hans samsteypu- stjórn tveggja flokka. Ariö 1967 geröist þaö tvennt, aö Máritius fékk fullt sjálfstæöi og Verkamannaflokkurinn fékk hreinan meirihluta á þingi. Ramgoolam myndaöi þá hreina flokksstjórn, sem hefiir fariö meö völd siöan. Nokkru eftir aö hann myndaöi stjórnina 1967, lýsti hann yfir neyöarástandi sökum verk- falla, en aflétti þvi I janúar 1971. Þá hófust óeiröir og verkföll og lýsti Ramgoolam þá yfir neyöarástandi aö nýju og gildir þaö enn i dag. Kosn- ingar hafa ekki fariö fram á þessum tima, en Ramgoolam hefur lýst yfir þvi, aö þær muni fara fram innan fárra mánaöa og spá flestir Verka- mannaflokknum sigri, m.a. sökum þess, aö andstæö- ingarnir eru klofnir milli rót- tæks vinstri flokks og ihalds- sams hægri flokks, sem baröist á sinum tima fyrir aö Máritius yröi áfram undir brezkri yfirstjórn. Þrátt fyrir neyöarástandiö, er stjórnar- far fremur frjálslegt. And- stööuflokkarnir fá aö gefa út blöö og halda fundi. Hins vegar eru verkföll ekki leyfö. FLOKKASKIPUNIN á Máritius einkennist verulega af kynþáttaskiptingunni þar. Rúmur meirihluti ibúanna er af indverskum uppruna, og eru þrir fjóröu hlutar þeirra Hindúar, en fjóröi hlutinn mú- hameöstrúar-menn. Næst Ind- verjum koma Kreólar, sem eru afkomendur Frakka og svertingja frá meginlandi Afriku. Þá eru um 25. þús. Kinverjar og um 14 þúsund Evrópumenn, sem flestir tala frönsku. Alls eru Ibúar á Mári- tius rúmlega 800 þús. Verka- mannaflokkurinn á megin- fylgi sitt meöal Hindúa, en Ihaldsflokkurinn hjá Kreól- um. Af hálfu Ramgoolam hef- ur verib reynt aö bæta sam- búöina milli kynflokkanna og hann ma. skipaö stjórn sina meö tilliti til þess. Máritius er aö stærö um 2000 ferkm. Hún hefur myndazt viö eldsumbrot fyrir 100 þús. ára, aö þvi er taliö er. Eyjan er vel fallin til ræktunar, enda er landbúnaöur aöalatvinnuveg- urinn. 95% af útflutningnum er sykur. Portúgalar komu fyrstir evrópskra þjóöa til Máritfus fyrir 450 árum og var eyjan þá óbyggö. Hollending- ar stofnuöu þar nokkru siöan nýlendu, sem gekk illa, m.a. vegna drepsótta. Þeir fluttu þvi þaöan fyrir fullt og allt 1710 og er fátt eftir til minja um þá, nema nafn eyjarinnar sem er dregiö af nafni hollenzks prins. Frakkar stofnuöu svo ný- lendu þar 1715, sem gekk vel. Þeir fluttu blökkumenn til landsins. Bretar hertóku svo eyna 1810 og fengu yfirráö sin viöurkennd þar viö friöar- samningana 1814. Þeir fluttu mikiö ab indversku verkafólki til , landsins. Frönsk áhrif hafa alltaf haldizt veruleg á Máritius, en næst er sagt kenna irskra áhrifa þvi að Irar hafa va'lizt til að vera i ný- lendustjórn Breta þar. Máritius er sögö geta átt góöa framtið sem eftirsótt feröamannaland. Aöur en flugiö kom til sögunnar, var Máritius mjög einangruö, þótt i nálægö hennar væri fjölfarin skipaleiö. þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.