Tíminn - 11.07.1976, Side 23

Tíminn - 11.07.1976, Side 23
Sunnudagur 11. júlí 1976. TÍMINN 23 Atta ungir listamenn sýna nú verk á Loftinu viö Skölavörðustiginn. Guðjón tók þessa mynd, þegar lista- mennirnir voru að ieggja siðustu hönd á sýninguna, en þeir eru: Haraldur Runólfsson, Kolbrún Björg- ólfsdóttir, Kristján Kristjánsson, Magnús Kjartansson, Margrét Auðuns, Ómar Skúlason, Sigurður örlygsson og Örn Þorsteinsson. @ Herflug Þetta var vél af geröinni Fairey Battle, og núna er verið að gera hana upp fyrir Brezka flugminja- safniö. Flökin sjálf eru oft ónýt, en hjá fólki eru enn hlutir, sem hafa ver- ið teknir úr vélunum. Til dæmis veit ég um bónda i Þjórsárdal, sem á hluta af mótor úr North- ropvél. Það væri sjálfsagt að reyna að safna þvi saman, sem til er og koma i geymslu, þó ekki væritilannars, en að geyma hlut- ina, þangað til áhugi og fjármagn er nægjanlegt til að setja hlutina saman. Hingað til hafa einungis erlendir aðilar sýnt málinu á- huga, samanber Bretana. Einnig veitég, að Norðmennhafa mikinn áhuga á að ná einu eintaki af Northrop. Þeir héldu reyndar lengi vel, að ekkert væri eftir af þessari flugvélartegund, nema plata með framleiðslunúmeri einnar vélarinnar. Söfnunin gæti sjálfsagt kostað þó nokkra leit og fjármagn, en væri ugglaustfram- kvæmanleg. Það eru áreiðanlega til heillegar flugvélar enn þann dag í dag, annað hvort i Skerja- firöinum eða t.d. I Akureyrar- polli. Fleiri vélar eru hér á landi, og það sjaldgæfar vélar. Af einni tegundinni voru til dæmis smíð- aðar sjö eða niu vélar og fórust tvær þeirra á íslandi. Annað flak- ið, sem vel mátti gera upp, var lengi vel geymtl Reykjavik, en ég hef enga hugmynd um hvað orðið er af því. Þá er uppi í Bláfjöllum flak af Lockheed Lightning, en það er bara búiö aö hirða æði mikið úr þvi. 1 Þverdal við Esj- una er flak af Hurricane vél, og á Reykjanesfjallgarði er fjöldinn allur af vélarflökum. Allar eru þær orðnar illa farnar eins og gef- ur að skilja, en enn er timi til að hefjast handa þó ekki væri til annars en að safna þvf heillegasta saman eins og ég gat um áðan. En fólk skyldi aftur á móti var- ast að ganga að óþörfu um þau svæði þar sem vélar hafa farizt. Flugvélarnar báru auðvitaö skot- færi, sem enn þann dag I dag geta verið virk — og stórhættuleg. Til dæmis er fullt af vélbyssuskot- hylkjum við Esjuflakið, og einnig við vélina i Bláfjöllum. Þó svo að skothylkin liti sakleysislega út, þá eru þau mjög tærð og við- kvæm. Ef maður stingur einu sliku i vasann og verður siðan fyrir þvf óhappi að detta, getur hylkið hæglega sprungið við höggið. Minjar úr islenzkri flug- sögu að hverfa — Svo viö vikjum að islenzkri flugsögu, þá er ástandiö ekki betra þar. Fáir viröast hafa á- huga á að varðveita sögu flugsins hér á landi, en þó má fullyrða, að fá eöa engin lönd eiga sér jafn lit- rika flugsögu og viö Islendingar. Til dæmis var hér til fyrir um það bil tiu árum Grumman Goose flugbátur, sem fór með stórthlut- verk I flugsögunni, en hann var seldur úr landi. Þessu skylt er það, að bifreiö þýzka sendiherr- ans, sem hér var fyrir strið, var komið úr landi. Nei, við getum ekki tekið sögu flugsins, og þær minjar sem henni fylgja og fleygt fyrir borö, eins og okkur komi hún ekkert við. Sá timi mun koma, að menn vilja þekkja þennan hluta sögunnar, og sjá eftir að eiga ekki til nokkurn skapaðan hlut, sem minnir á þennan stórmerkilega kafla. r i i i \ Samvinnuferðir bjóða nýtt land, nýjan stað, nýtt umhverfL 17 ðaga sumarleyfisferð til PORTÚEAl með viðkamu i 10N00M. > Á Algarve-strönd Suður Portúgals er ein fegursta og best varðveitta baðströnd Evrópu. Eftirsóttur ferðamannastaður, sem fáir íslenskir ferðamenn þekkja ennþá. Hingað sækja þeir, sem njóta vilja fegurðar og friðsældar þessa unaðsfagra héraðs, sem varðveitt hefur gamla siði og venjur, ósnortið af erli nútímans. Ævagömul en lifandi sjávarþorp setja viðkunnanlegan svip sinn á hina breiðu og löngu, hvitu og hreinu strönd Algarve. Algarve Meðalhiti sjávar: maí 22.0 júni t?3.0 júlí 25.1 ágúst 26.5 sept. 26.5 okt. 23.0 Meðalhiti löfts: 22.5 25.0 28.0 28.5 26.5 23.5 I.London verður gist á völdum hótelum i hjarta borg- : arinnar. Farþegar ráð- stafa sjálfir tima sín- um þar en farar- stjóri Samvinnu- ferða verður þeim til aðstoð- ar allan tímann og kemurheim með hópnum. A Algarve verður gist I hótelibuðum og litlum villum fast við ströndina, þar sem allur aðbúnaður er í sérflokki. Á Algarve eru golfvellir eftirsóttir af þeim, sem þá iþrótt stunda. Samvinnuferðir hafa skrifstofu á Al- garve með islenskum starfskrafti til þjónustu og öryggis fyrir farþega sína. DAGFLUG TIL ALGARVE 3. ÁGÚST Reykjavík — Algarve 3. ágúst kl. 8,30. Algarve — London 16. ágúst. London — Reykjavik 19. ágúst kl. 22,05. DAGFLUG TIL ALGARVE 17. ÁGÚST Reykjavik — Algarve 17. ágúst kl. 8,30. Algarve — London 30. ágúst. Lóndon — Reykjavik 2. sept. kl. 22.05. amvinnuferöir Austurstræti 12 simi27077 ðir Á 077 Æ BÆNDUR - BÆNDUR Skipuleggið beitina á hagkvæman hátt Ensku Woheley rafgirð- ingarnar komnar aftur á mjög hagstæðu verði, auk margs konar aukahluta. Það er fátt eða jafnvel ekkert, sem hefur haft eins mikil áhrif og skapað eins stórt stökk fram á við, og flugið. Við getum með til- komu þess skotizt á milli lands- hluta á broti þess tima, sem það áður tók. Það má segja, að flugið hafi ýtt okkur út i veröldina. Hvað svo sem þessum kafla al- menna flugsins liður, þá vildi ég enn og aftur biðja þaö fólk, sem á hluti úr vélum frá striösárunum, að láta mig vita sem fyrst og einnig að hafa samband við mig, kunni það sögur af flugsveitum frá þessu timabili. Það er nefni- lega nauösynlegt að vita hvar hlutirnir eru,ogeins að hafa sem gleggsta yfirsýn yfir starfsemi flugmannanna á þessum árum. Viö megum ekki láta þetta, eins og svo margt annaö, falla i gle ym sku. E n ef þetta er ekki tek- ið saman sem fyrst, er ég hrædd- ur um, að viö missum af lestinni. Þeim fer óðum fækkandi, sem muna hlutina, eins og þeir voru i raun og veru á þessum árum, sagði Ragnar Ragnarsson að lok- um. Nýi straufríi safarijakkinn i sumar- blíðunni

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.