Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 24
24 TÍMINM Sunnudagur 11. júU 1976. Bernhard Nordh: í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA u Kannskeþeir ættu eftir aðlifa nýja tíma, þarna á bæjun- um við Kolturvatnið? Þegar saman fór stórbrotið skap og hnefar eins og Jónas hafði, gat eitt og annað gerzt. Páll var ekki eins forviða og Sveinn ólafur. Hann hafði reyndar ekki búizt við því, að Jónas gæti orðið svona æf ur, að hann færi að ryf ja upp gamla atburði. En lengi hafði hann grunað það, að yngsti bróðirinn ætti eft- ir að láta til sín taka á allt annan hátt en Aron, sem fór bara að heiman. Jónas var aftur tekinn að sefast og fór meira að segja að gera að gamni sínu við Margréti. — Láttu það ekki á þið fá, þetta sem ég var að segja. Ég held nú, að það verði ekkert úr þessu giftingarstandi. Foreldrar Pella taka í taumana. Og þó að Eiríka og Pelli séu að gefa hvort öðru auga, þá ristir það ekki eins djúpt og þú heldur. Hugirnir voru komnir í jafnvægi, þegar hurðinni var skyndilega hrundið upp. Þar var Marta, sem inn kom, rjóð og áköf. — Pabbi og Eiríka eru komin, hrópaði hún másandi. Og vitið þið hvað — Pelli og Eiríka ætla niður í Vil- hjálmsstað til þessað biðja prestinn að lýsa með sér. Það kom hörkulegur kuldasvipur á bræðurna, og kon- urnar drógu andann djúpt. Það var eins og þær spyrðu sjálfar sig kvíðafullar, hvað nú gerðist. IV. Hans Pétursson bjó í þriðja húsinu í Marzhlíð. Hann hafði látið mikið á sjá, þau ár sem hann hafði verið arna í nýbyggðinni. Það sást sjaldnar bros á vörum ans en áður hafði verið, og augnaráðið leiftraði ekki lengur af gáska og kæti. Hann var að verða hér um bil eins fálátur og þungbúinn og Lars, svaraði aðeins já og jæja, þegar mátt hefði vænta, að hann ryki upp, og ark- aði sinn veg í gegnum líf ið, eins og andróður, næturfrost og harðæri væru aðeins flöktandi skuggar, sem kæmu honum lítið við. Stundum var hægt að ímynda sér, að hann byggi yfir leyndri sorg — einhverju, sem varnaði honum nætursvefns og ylli honum hugraunum. Hans Pétursson slóst í för með sonum Lars, þegar þeir fóru yfir til Noregs, hlaðnir skinnum og rjúpnapokum. Því f leiri í hóp, þeim mun betra — enginn vissi, hvað að höndum kunni að bera á 'löngum fjallvegi. Veðrið var gott, og eftir tveggja sólarhringa ferð yfir öræfin komu þeir Hlíðarmenn að Króki. Þetta norska kauptún var rétt ofan við skógarmörkin, milli hárra jök- ultinda. (búarnir voru allt í senn — verzlunarmenn, bændur og veiðimenn. Á vetrúm var gott sleðafæri til kirkjustaðarins í Hettuf jalladal, og á sumrin höfðu þeir einnig sæmilegar samgöngur við umheiminn. Þá var sleðafærinu að vísu ekki til að dreifa, en það kallast fært með klyfjahesta eftir götutroðningum meðfram skol- grænni jökulelfu, sem féll niður Þjótandadalinn. Eftir þessum leiðum gátu Króksbúar viðað að sér nauðsynjum og fullnægt vöruþörf frumbýlinganna sænsku. Hér gátu landnemar frá eyðihéruðum Lapp- landsfengiðmjöl, salt, kaffi, sykur, búsmuni, garn í net, púður og högl í skiptum fyrir varning sinn. Sjaldan eða aldrei höfðu menn peninga á reiðum höndum, en mörg- um sænskum pokum, fullum af rjúpum og skinnum, haf ði verið snarað inn í skemmur kaupmannanria, hér og þar i dölunum upp frá hinum norðlægu f jörðum Noregs. Krókur var ein af þessum viðskiptastöðvum, þar sem kaupmennirnir höfðu útibú sín, þótt í f Ijótu bragði mætti virðast, að íbúarnir þar rækju sjálfir verzlunina. Þeir voru þó aðejns umboðsmenn annarra, sem ákváðu verð- ið, og vöktu vandlega yfir kaffi- og mjölúttektinni. Eitt létu þó kaupmennirnir niðri í f jörðunum Króksbúa um: Þeir máttu að vild reikna hagnað sinn af vöruskiptunum milliliðagróða eða greiðslu fyrir flutning. Aftur á móti máttu þeir ekki kúga nauðstaddan f rumbýling til þess að selja skinn fyrir lægra verð en ákveðið hafði verið. Það átti að koma þannig f ram við Svíana, að þeir vildu koma aftur og eiga meiri viðskipti við Norðmenn. Það var f remur látið liggja i þagnargildi, þótt ákvæðisverð kaup- mannanna væri í lægra iagi. Þeir borguðu þó að minnsta kosti betur en sænskir stéttarbræður þeirra á markaðin- um í Ásahléi og Heill. Norðmennirnir höfðu reist sérstakt hús ferðamönnum til afnota. Það var lág timburbygging, er skipt var í tvennt. í öðrum endanum var hesthús með básum — í HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R 3gförum'N NOMAPS' nú yfirgefum vi6 þennan stað! ’ Brukka er sigraður! > / Lengi lifi [nýji foringinn! | aftur til f fyrri ''heimkynna! ‘j^Geriö aiit (ftflbúið tír 'ferðarinnar! að lesa Júlli? Hann var rithöfundur; málari, höggmynd^ gerðarmaður, uppfinn ingamaður, vélamað Hvað? Hélthann aldrei neinni > vinnu maðurinn?/ 6UC7 £ W6i 4-7 lll llii SUNNUDAGUR 11. júli 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vlgslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Létt morgunlög * 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblaö- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veöurfregnir). a. Branden- borgarkonsert nr. 2 I F-dúr eftir Bach. Concentus Musi- cus 1 Vin leika, Nikolaus Harnoncourt stjórnar. b. 109. Davlðssálmur, „Dixit Dominum” eftir Handel. Ingeborg Reichelt og Lotte Wolf-Matthaus syngja með kór Kirkjutónlistarskólans I Halle og Bach-hljómsveit- inni I Berlin, Eberhard Wenzel stjórnar. c. Konsert I d-moll fyrir sembal og strengjasveit eftir Gold- berg. Eliza Hansen og Pfalz-hljómsveitin I Lud- wigshafen leika, Christop Stepp stjórnar. 11.00 Messa 1 safnaðarheimili Grensássóknar (hljóðrituð 2. þ.m.) Prestur: Séra Hall- dór Gröndal. Organleikari: Jón G. Þórarinsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.10 Mér datt það ihug.Ásdls Kvaran Þorvaldsdóttir spjallar við hlustendur. 13.30 Miðdegistónleikar: Frá Berlinarútvarpinu. FIl- harmonlusveitin I Berlln leikur. Einleikari: Bruno Leonardo Gelbe, Mariss Jansons stjórnar. a. „Pacif- ic 231” eftir Honegger. b. Planókonsert nr. 2 I A-dúr eftir Beethoven. c. Sinfónla nr. l I e-moll op. 39 eftir Sibelius. 15.00 Hvernig var vikan? Um- sjón: Páll Heiöar Jónsson. 16.00 Islenzk einsöngslög. Guðrún A. Slmonar syngur, Guörún Kristinsdóttir leikur á pianó. 16.15 Veöurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.10 Barnatimi: Gunnar Valdimarsson stjórnar. Meðal annars les Þorsteinn Gunnarsson fyrsta kafla úr bókinni „Frumskógur og Is- haf” eftir Per Höst I þýð- ingu Hjartar Halldórssonar, Knútur R. Magnússon les „Hlyna kóngsson”, ævintýri úr Þjóðsögum Jóns Arna- sonar og ölöf Sveinbjarnar- dóttir fer með þulu eftii sjálfa sig. (áður útv. 20.5. 1956). 18.00 Stundarkorn með Pablo Casals. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Þistiar — þáttur með ýmsu efni. Umsjón: Einar Már Guömundsson, Halldór Guðmundsson og örnólfur Thorsson. 20.00 Strengjakvartett I a-moll op. 13 eftir Mendels- sohn’ Orford-kvartettinn leikur. 20.30 Galdramaður I llfi og list. Sveinn Asgeirsson hag- fræðingur segir frá Karli Einarssyni Dunganon og ræðir við hann. (Viðtalið var hljóðritað I Kaup- mannahöfn 1955). 21.05 Kórsöngur i útvarpssal. Kvennakór Suöurnesja syngur lög eftir Arna Björnsson, Sigvalda Kalda- lóns, Herbert Agústsson, Skúla Halldórsson og Karí O. Runólfsson. Ragnheiöur Guömundsdóttir syngur einsöng, Ragnheiður Skúla- dóttir leikur á pianó. Stjórn- andi: Herbert Agústsson. 21.35 Æviskeið í útlöndum. Jó- hann Pétursson Svarfdæl- ingur segir frá I viðræöu við Glsla Kristjánsson. Fyrsti þáttur: Tíu ár I Evrópulönd- 22.00 Fréttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.