Tíminn - 11.07.1976, Page 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 11. júll 1976,
íslenzkar plötur
streyma á
markaðinn og
enn fleiri eru
væntanlegar
á næstunni
Megas kominn inn
í stúdíó að nýju
breytingar sem gerðar hafa verið
á stúdióinu.
Stúdió Hljóðrita er orðið afar
fullkomið eftir að 24-rása tækin
eru komin i notkun og gagngerar
endurbætur hafa verið unnar á
sjálfu húsnæðinu. Nú er unnið þar
24 klukkustundir á sólarhring
(eða jafn margar klukkustundir
og sólarhringurinn leyfir) og
hefur Megas 8 klukkustundir til
umráða á hverjum sólarhring.
Það þarf ekki að geta þess, að
lög og textar á þessari plötu eru
að sjálfsögðu eftir Megas sjálfan
(við erum vist búnir að geta
þess!) en þeir sem aðstoða hann
við gerð plötunnar eru Pálmi
Gunnarsson, bassaleikari,
Sigurður Karlsson, trommuleik-
ari, Lárus Grimsson, hljómborðs-
og flautuleikari og Þorsteinn
Magnússon gitarleikari. Pálmi
Gunnarsson mun radda með
Megasi. Að sögn Ingibergs Þor-
kelssonar er enn ekki ákveðið
hverjir leika á önnur blástur-
hljóðfæri á plötunni.
Hinn brezki hljóðstjóri, Tony
Cokk, sér um hljóðstjórn plötunn-
ar.
Plata Megasar (sem enn hefur
ekki hlotið nafn) er fyrsta verk-
efni Hrim hf. en að sögn Ingibergs
er hljómplötufyrirtækið með
ýmislegt annað I bigerð, sem þó
verður ekki látið uppiskátt að svo
komnu máli. — En það er langt
frá þvi að þetta sé siðasta platan
sem gefin verður út með Megasi,
við höfum ákveðið að gefa út
26—27 plötur með honum, en
hafðu þó þetta siðasta i sviga,
sagði Ingibergur og hló.
Myndin er af Megasi I stúdiói
Hljóðrita.
JOHN OG PAUL
HJÁLPA RINGO
VIÐ PLÖTUGERÐ
dregið úr sögusögnunum,
eftir að ljóst varð, að
George Harrison, er
væntanlegur til Los
Angeles innan tiðar, eftir
að hafa um stundarsakir
hvilt sig I Bretlandi eftir
veikindi, sem voru ekki
eins alvarleg og talið var I
fyrstu.
Lagið sem Lennon
hefur samið fyrir Ringo
heitir ,,A Dose Of Rock
’N’ Roll” en lagið sem
Paul hefur samið heitir
,,Pure Gold”. Meðal
hljóðfæraleikara á plötu
Ringos má nefna Jesse
Ed Davis, Dr. John og
trommuleikara Led
Zeppelin, John Bonham.
TELJA MA alveg öruggt að áriö 1976 verði algjört met ár I
hljómplötuútgáfu á Islandi en á siöustu vikum hafa islenzkar
plötur streymt á markaðinn og enn fleiri eru væntanlegar á
næstu vikum.
Nýlega sendi hljómplötufyrirtækið Steinar hf. á markaðinn
plötu, sem nefnist „I kreppu” og hefur áður verið um hana
fjallað hér i Nú-tímanum, en á þessari plötu koma fram hljóm-
sveitirnar Dögg, Kaktus, Þokkabót, Diabolus In Musica, Liðs-
sveitin,svo og Ómar óskarsson fyrrum gilarleikari Pelican. All-
ir textar plötunnar fjalla um einhvers konar kreppu.
Hið nýja hljómplötufyrirtæki Gunnars Þórðarsonar Ýmir,
hefur nú sent frá sér fyrstu plöturnar og eru þær með Engilbert
Jensen og Halla og Ladda.
Vitað er um fjölmargar plötur, sem væntanlegar eru á
næstunni og má þar m.a. nefna plötu Paradísar sem mun að öll-
um likindum koma á markaðinn innan tveggja vikna, plötu með
Stuðmönnum (þeir eru enn úti við plötugerð) og plötu með Dia-
bolus In Musica.
Nú-timinn vill taka það fram, vegna lesenda sinna, að sum
hljómplötufyrirtæki virðast ekki hirða um það að senda okkur
plötur til umsagnar. Okkur hefur t.d. ekkiborizt nýja platan með
Rió-trióinu frá Fálkanum, né sólóplata Jóhanns Helgasonar,
sem Svavar Gests (SG-hljómplötur) gefur út.
MEGAS er nú byrjaður að vinna
að sinni þriðju LP-plötu, sem gef-
in verður út af nýju hljómplötu-
fyrirtæki, Hrlm hf. að nafni, sem
Ingibergur Þorkelsson veitir for-
stöðu. Plata Megasar er ein af
þremur fyrstu plötunum, sem
teknar eru upp I Hljóðrita-
stúdíóinu I Hafnarfirði, eftir þær
— Ástæöurnar fyrir þvi að ég
tók þessu boöi, að koma til
tslands voru tvær. t fyrsta lagi
langaði mig til að gera eitthvaö
upp á eigin spýtur og I öðru lagi
hafði ég aldrei komið til Evrópu
fyrr og taldi þvi rétt að nýta
þetta tækifæri, sem kom upp I
hendurnar á mér, sagði Charles
McGray, bandariski plötusnúð-
urinn, sem ráðinn hefur verið I
Sesar næstu þrjá mánuði, er
Nú-tlminn tók hann tali 1 vik-
unni.
Hann var I óða önn aö borða
hamborgara þegar okkur bar að
garði 1 Sesar skömmu eftir
kvöldmatinn, en gaf sér þó tima
til þess að svara nokkrum
spurningum.
Charlie er aðeins átján ára
gamall, en hefur unniö sem
plötusnúður frá þvl hann var
fjórtán ára en ekki I diskótekum
nema ieittár, áðurenhann kom
hingað til lands.
— Ég vissi ekkert um tsland
áður en ég fór, nema hvar þaö
var á hnettinum, sagði Charlie.
— Ég bjó heima hjá móður
minni og systur og mamma
var svolitið kvlðin, þegar ég
sagði henni að ég vildi fara til
Islands og vinna þar. Hún full-
vissaði sig um það, að þetta
væri allt i bezta lagi og ég var
lika strax staðráðinn i þvf að
fara.
Charlie er fæddur I New York
og starfaði þar. Hann sagði
okkur að I bernsku hefði hann
leikið á trommur, congós og
saxafón, en hefði hætt þvi, þar
sem önnur áhugamál hefðu orð-
iö yfirsterkari.
Við ræddum nokkuð um
disco-tónlistina, sem svo til ein-
göngu er leikin á diskótekum
um þessar mundir og hafa for-
ráðamenn Sesar lagt á það
áherzlu við Charlie að hann leiki
þá tegund tónlistar svo til ein-
göngu. Disco-souliö er afsprengi
Phylli-„sándsins” og er þar af
leiöandi angi soul-tónlistar-
innar. Það eru ekki ýkja mörg
ár siðan þessi tónlist ruddi sér
rúms, en disco-souliö skiptist I
ýmsa flokka eftir blæbrigðum
tónlistarinnar,
Charlie sagði að disco-souliö
,,Langaði til að gera eitt-
hvað upp á eigin spýtur"
John Lennon og Paul
McCartney munu báðir
aöstoða fyrrverandi fé-
laga sinn, Ringo Starr,
við plötugerð á næstunni,
en upptaka plötunnar er
að hefjast I Los Angeles I
Bandarikjunum. Enn-
fremur hafa þeir ,,fé-
lagar” John og Paul báðir
samið lög sérstaklega
fyrir þessa plötu Ringos
og munu þeir radda með
honum I þeim lögum. Þá
mun Lennon leika á
hljomborð I tveimur
lögum á plötunni.
Þessi frétt hefur að
sjálfsögðu vakið upp þann
gamla draug, að Bitlarnir
ætli nú að koma saman
aftur, og ekki- hefur
væri langvinsælasta tónlistin I
diskótekum New-Yorkborgar,
og flytjendurnir væru ýmist
hvitir eöa svartir — þó oftar
hvltir.
Við spurðum Charlie að þvl, á
hvaöa tónlist hann hlustaði þeg-
ar hann ætti fri I diskótekinu,
eöa hvort hann hlustaði yfir höf-
uð nokkuð á tónlist þegar hann
ætti fri. — Jú ég hlusta á tónlist,
en það fer bara eftir þvl hvernig
mér liður, á hvers konar tónlist
ég hlusta. Stundum hlusta ég á
rokktónlist, stundum á soul-
tónlist og stundum á jass.
— Hvað finnst þér um Bltl-
ana?
— Ég hef ekki hlustað mjög
mikið á Bitlana, þó finnst mér
sum lög þeirra góð og önnur
ekki.
Charlie kvaðst hafa hlustaö á
nokkrar Islenzkar plötur, en
sagöisthins vegar enn ekki hafa
heyrt ineinnihljómsveit. — Mér
þykir ýmsar islenzkar plötur
ágætar, t.d. gaf einn vinur minn
mér plötu um daginn, sem mér
þykir mjög góð. Ég man bara
ekki hvað hún heitir, þvi ég á
svo erfitt með að muna Islenzku
orðin.
En Charlie gat sýnt okkur
plötuna og það var nýja plata
Engilberts Jensen, sem hann
átti við.
Þessi ungi bandarlski plötu-
snúður hefur þegar eignast
nokkra islenzka vini, þótt ekki
hafi hann dvalist hér nema I
nokkra daga, og hann sagði að
sér likaði vel að vinna hérna.
Við spurðum hann að þvi,
hvort ekki væri erfltt að gera
islenzkum danshúsagestum til
geðs, og sagði hann, að það væri
ekkert sérstaklega erfitt nema I
undantekninga tilvikum. — Þaö
erallmikiðum það, að fólkkomi
til min og biöji um einhver sér-
stök lög, og það er oft fólk sem
ekki er að dansa. Ég verð hins
Charlie plötusnúður í Sesar heimsóttur
vegar að hafa það hugfast, að
það er mittstarf að halda fólki á
dansgólfinu, og get þvi ekki allt-
af uppfyllt óskir fólksins.
Að lokum spuröum við
Charlie aö þvi hvað hann ætti
margar LP-plötur og kvaðst
hann eiga um 600, en hefði
komiö með 250 með sér hingað
til lands. Gsal— mynd Arni Páll
Topp-textar
koma út
Það færist slfellt i vöxt, að
textar á hljómplötum séu
gefnir út með plötum sem
koma á markaðinn en þó
fylgja textar hvergi nærri með
öilum þessum plötum. 1 fyrra
tók ungur maður sig til og
endurvakti gömlu textaritin,
og nú er hann aö endurvekja
útgáfuna frá þvl I fyrra. t rit-
inu sem nú er komið á
markaðinn (heitir Topp-
textar) eru textar af plötum
Rió-trlós, Bimklóar, Engil-
berts Jensen, Spilverksins,
Rúnars Júliussonar og af
Kreppuplötunni, svo og úrvals
erlendir textar.