Tíminn - 11.07.1976, Page 33

Tíminn - 11.07.1976, Page 33
Sunnudagur 11. júli 1976 TÍMINN 33 og þá sáu þau ægilega sjón. Stóri eldgigurinn hafði lika tekið að gjósa, og nú rann hraunflóðið út i vatnið skammt fyrir norðan tangann. Ekki meira en i 5 til 10 km fjarlægð. Þau sáu, hvernig gufustrókar stóðu upp úr vatninu. Hér á nesinu var þvi enginn hvildarstaður. Vafalaust myndi áin, sem þau veiddu i, þorna upp og hingað gæti hraunflóðið náð þá og þegar. Það eina, sem þau gátu gert, var að búa sér út dálitinn timburfleka og freista þess að komast yfir sundið á honum. Til allrar hamingju var Árni ennþá með öx- ina og kaðalinn. Eftir mikið strit og erfiði tókst honum loks að tjasla saman sæmilegum fleka og búa sér út eins konar árar, og svo ýttu þau á flot. Á flekanum voru þau Árni og Berit, gor- illaapinn Jumbo og sextán bananar. Ekki var matarforðinn meiri. í gegnum sundið lá allharður straumur. Hann hrakti þau norður eftir sundinu, og fengu þau ekki við það ráðið. Lengra og lengra rak þa u n o r ð- ur án þess að nálgast meginlandið. Þetta leit ekki vel út. Systkinin urðu kviðafull um afdrif sin. Allt i einu hrópaði Berit: ,,Árni! Ámi! Er þetta ekki bátur — þetta dökka þama?” ,,Hvar?” sagði Árni. „Þarna norður frá, rétt þar sem hraunflóðið fellur i vatnið. Sérðu hann ekki? Jú, það er bátur og hann talsvert stór. Sjáðu, Árni. Það er margt fólk i bátnum.” Nú kom Árni lika auga á bátinn. Hann snaraði sér úr skyrtunni og fór að veifa henni yfir höfði sér og hrópa og kalla. 1 bátnum hafði fólkið lika komið auga á flek- ann, þvi að nú stefndi báturinn til þeirra með fullum hraða. En hvað var þetta? Berit ætlaði ekki að trúa augum sin- um. Aftur i bátnum sat hvitur maður. Unglegur var hann að sjá — og i hvitum fötum. Systkinin höfðu nær þvi gleymt þvi, að slikt væri til i veröldinni. Þegar báturinn renndi að flekanum, stóð þessi ungi maður upp, heilsaði kurteislega og sagði á ensku: ,,Gott kvöld. Ég heiti Karl Stuart.” VI. Mufumbiro (Mánafjöll- in) ,,Nafn mitt er Karl Stuart”, endurtók ungi maðurinn. Árni varð i fyrstu svo undrandi, að hann gleymdi að taka kveðj- unni. Karl Stuart! Þetta var föðurnafnið hans. Hvernig gat þessi mað- ur, inni i miðri Afriku, i sjálfum frumskógunum borið sama nafn og faðir hans? Árni athugaði mann- inn nánar. Hann leit út fyrir að vera nær þritug- ur. Hann var hávaxinn en fremur grannur, hraustlegur og bar sig vel. Hann var frekar langleitur með fingert andlit, munnurinn Utill og lokaður, hátt enni, gráblá augu og mikið dökkt hár. Allar hreyf- ingar voru ákveðnar, prúðmannlegar og léttar. Það var sýnilegt, að þetta var maður, sem vissi hvað hann vildi og lét ekki tilfinningamar hlaupa með sig i gönur. Það leit þó svo út sem Karl Stuart yrði álika undrandi og Árni en hann náði sér svo, að hann gat svarað. „Ég heiti lika Stuart. Skirnarnamafn mitt er Árni, og þetta er systir min, Berit”. „Árni og Berit Stuart”, tók maðurinn upp eftir Árna. „Fyrir- gefið. Árni og Berit eru ekki ensk nöfn. Eruð þið ekki ensk?” ,,Nei, við erum norsk”, útskýrði Árni, og meðan svertingjamir reru bátnum i land, sagði hann Karli Stuart ágrip af sögu þeirra systkina. Hann sagði frá afa þeirra, herra Edvard- Stuart, og föður þeirra, Karli Stuart, sem hafði gifzt i Noregi og orðið norskur rikis- borgari. Hann sagði frá dauða föður þeirra, ferð þeirra með Titanic, láti móður þeirra og mörgu, sem síðar hafði á daga þeirra drifið. Strax og Karl Stuart heyrði Árna nefna afa sinn, Edvarð Stuart, sá hann, að systkinin voru náskyld honum. „Þetta var skritið. Við emm hvorki meira né minna en þremenning- ar”, sagði hann. „Afi minn og Edvarð Stuart, afi þinn, voru bræður. Hérna skammt frá, nið- ur við vatnið, er föður- bróðir minn Vilhjálmur Stuart og konan min Alice, sem biða min”. Siðan sagði hann i stuttu máli frá þvi, hvers vegna hann væri hér staddur. Hann lagði upp i þetta ferðalag frá Englandi I ágústmánuði, ásamt fósturbróður sin- um, konu sinni og frænku hennar, Mariu Burton að nafni. Ferð- inni var fyrst og fremst heitið til Sansibar. Það- an ætluðu þau svo i rannsóknarför og veiði- för um Austur-Afriku. Frá Sansibar fóm þau svo til Udjidji við Tanganyikavatnið, og nú var hugmyndin að halda i norðurátt yfir Kiwuvatnið og svo það- an að Nilfljótinu og alla leið til Kairo. Frændi hans, ofurstinn, var doktor i landafræði og mikill veiðimaður, en sjálfur var hann jarð- fræðingur. Það, sem þeir höfðu mestan áhuga á að athuga, voru eld- fjallasvæðin norðan við Kiwuvatnið. Þeir höfðu aldrei heyrt þess getið áður, að gjósandi eld- fjöll væru suður við Tanganyikavatnið, enda sagði hann, að þessi eyja, sem eldfjöllin væm á, væri alls ekki sýnd á beztu landabréf- um, sem þá voru til. Árni sagði honum, að liklegast væri eyjan alveg óbyggð, og þau hefðu skirt hana Stuart- eyju. „Nei, það var ágætt. Þetta skal ég strax til- kynna félagi landfræð- inga i London. Ég er viss um, að þeir taka það til greina”, sagði Karl glaður i bragði. Hann sagði ennfremur, að frændi sinn hefði orðið auðugur maður á athug- unum og mælingum á Sinaiskaganum, en þar hafði hann i mörg ár ABU VEIÐIVORURNAR fást um land allt Hafnarstræti 22 Sími 1-67-60 ÍSLENZK ^ HÚSGÖGN íslandi allt BORGARHÚSGÖGN Grensásvegi I W Sími 8-59-44 Irtu að fara í frí eða býrðu úti á landi f Ef svo er þá eiga eftirtaldir umboðsmenn okkar jafnan fyrirliggj- andi Leyland varahluti í Land Rover, Range Rover, Austin og Morris bifreiðar. BORGARNES “Sf 93-7218 7418 EGILSSTAÐIR ©97-1246 1328 Bifreida- og Trésmiöjan Bílarétting sf. Arnljótur Einarsson SAUÐÁRKRÓKUR ©95-5200 HVOLSVÖLLUR ©99-5113 Bilaverkstæöi KS. Bílaverkstæði KR. AKUREYRI ©96-22875 SELFOSS ©99-1260 Baugur hf. Noróurgötu 62 . ■ Bílaverkstæði KÁ. PRISMA ® P. STEFÁNSSON HF. ^ HVERFISGÖTU103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHÓLF 5092

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.