Tíminn - 15.08.1976, Qupperneq 6

Tíminn - 15.08.1976, Qupperneq 6
6 TÍMINN Sunnudagur 15. ágúst 1976 r Ingólfur Davíðsson: Bvggtog búið gamla daga 135 I Frú Margrét Gunnarsdóttir frá Njálsstöðum í Norðurfirði, nú búsett i Reykiavik, hefur tekið þessar myndir. Norður- fjörður á Húnaflóaströndum gengur norðvestur úr Trékyllis- vik, milli Krossnesfjalls og Urðarness. Þetta er litill fjörð- urum 3km. á lengd og litiðyfir lkm.ábreidd. Láglent og gras- lendi allmikið við fjarðarbotn- inn og stendur þar þorpið Norðurfjörður, og þarna er að- setur Kaupfélags Stranda- manna. Myndirnar eru teknar á árunum 1947-1951. Tvær sýna heyskaparfólk við vinnu sina og litinn áhorfanda. Bóndi heldur á stóru fangi og annar beygir sig eftir öðru. Létt yfir fólkinu i góða veðrinu. En oft er þokusamt á Ströndum! Snjóalög viða mikil á vetrum, en kjarngott land er til næst sbr. visuna gömlu ,,A Ströndum eru fén svo feit að fæstir siðan eta, þeir sem eru úr annarri sveit en innfæddir það geta”. Trjáreki hefur jafn- an verið mikill á Ströndum, haf- straumar bera þangað rekavið (aðallega barrtré) frá norður- ströndum Evrópu og Siberiu. Sjálfsagt er fiskhjallurinn gamli, sem sést á einni mynd- inni, gerður úr íekavið. Á bátana hefur margur fiskurinn verið dreginn. Krökkunum þykir ekki ónytt, að fá að vera i heyvagninum og Brúnn er sjálf- sagtspakur. Ein myndin sýnir útimjaltir á Njálsstöðum fyrir rúmum aldarfjórðungi. Börnin koma úr heyvinnunni að horfa á og kálfurinn hefur hausinn niðri i mjólkurdallinum sinum. Þokan er að setjast á fjöllin. Myndir af Norðurfjarðarkon- unum þremur hátiðabúnum er frá árinu 1947. Skaflar i hliðun- um. Konan til vinstri (á upphlut) er Gi'slina Valgeirs- dóttir húsfrú i Steinstúni, i miðju á peysufötum Sigurlina Valgeirsdóttir húsfrú Norður- firði og til hægri hjá grindun- um, húsfrú Valgerður Valgeirs- dóttir Njálsstöðum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.