Tíminn - 12.09.1976, Side 7

Tíminn - 12.09.1976, Side 7
Sunnudagur 12. september 1976. TÍMINN 7 HELGARSPJALL Ingvar Gíslason alþm.: ER ÁGREININGUR UM EFNAHAGSMÁL AOEINS TILBÚNINGUR? Brezkur Verkamannaflokks- þingmaöur lét svo um mælt i min eyru fyrir fáum árum, aö deilur um efnahagsúrræöi i Bretlandi væru aö mestu leyti „tilbúningur”, sem þjónaöiekki öðru markmiði en aðhalda uppi deilum deilunnar vegna. Ég held, að auövelt sé aö sýna fram á, að mörg af þeim deilu- .málum, sem hæst hefur borið hér á tslandi undanfarin 2 ár — svo ekki sé lengra rakið — sé hreinn „tilbúningur”, þegar grannt er skoðað. Tvö stórmál hafa fyrst og fremst einkennt stjórnmálalifið i landinu siðustu ár, annars vegar efnahagserfið- leikar þjóðfélagsins, hins vegar landhelgisdeilan við Breta og Þjóðverja. Þrátt fyrir allt talið um nauð- syn þjóðarsamstööu i land- helgismálinu, er það staðreynd, að íslehdingar háðu ekki ein- vörðungu deilur um það út á við, heldur einnig innbyrðis. Stjórn- arandstaðan hélt uppi linnu- lausum árásum á rikisstjórnina i sambandi við þetta vanda- sama utanrikismál og neytti allra bragða til þess að sundra þjóðinni i stað þess að sameina hana um þá stefnu, sem rikis- stjdrn og meirihluti Alþingis höfðu mótað og barizt fyrir með þeim ráðum, sem smáþjóðfrek- ast getur beitt i viðureign við stórveldi, og misjafnlega hagstætt almenningsálit i heiminum. Ég held, að allir sanngjarnir menn sjái nú, að rikisstjórnin hélt jafnan vel á landhelgismálinu, og i flestra augum er nú litið á málflutning stjórnarandstöðunnar sem lýð- skrum. Sama er að segja um deilur þær, sem staðið hafa um efna- hagsmál og ráðstafanir i efna- hagsmálum. Mestanpart eru þessar deilur ófrjór „tilbúning- ur” af þvi tagi, sem svo mjög hefur einkennt umræður um þessi mál hér á landi og senni- lega viðar um heim. Ég ætla að nefna i þessu sambandi þá full- yrðingu stjórnarandstöðunnar að kenna megi núverandi rikis- stjórn um hina miklu verðbólgu á tslandi og lakari lifskjör en mældustá árunum 1971-1974. Og ekki ætla ég að gleyma þvi gamalkunna slagorði, að núver- andi stjórnarflokkar eigi það sameiginlegt að ráðast ævin- lega á hagsmuni launþega og lifskjörin i landinu. Slikur málflutningur er aug- ljóst skrum. Verðbólga var yfir 50%. Eins og hverjum manni má ljóst vera, ráðast lifskjör al- menningsfyrstog fremst af þvi, hvernig afkoma þjóðarbúsins er i heild. Nú er það staðreynd, að Islendingar hafa átt við mikla efnahagserfiðleika að stri'ða undanfarin 2-3 ár. Þessir efna- hagserfiðleikar stafa af versn- andi viðskiptaárferði, sem lýsir sér i þvi, að mikið verðfall varð á útflutningsafurðum okkar auk minnkandi framleiðslu, að viö- bættum verðhækkunum á inn- fluttum nauðsynjavörum, m.a. rekstrarvörum fyrir sjávarút- veg og landbúnað, svo ekki sé minnzt á venjulegar neyzluvör- ur og oliu sem orkugjafa heimil- anna. Þá hefur það einnig komiö til, að fiskafli hefur minnkað, náttúruhamfarir hafa dunið yfir þjóðina, og við höfum orðið að heyja harða og kostnaðarsama styrjöld út af landhelginni. Þannig hefur heildarafkoma þjóðarbúsins stórversnað undanfarin ár. Þaö er þvi ekkert dularfullt viðþað, þó aðlffskjörin kunni að hafa rýrnað á siðustu 2 árum eða svo, - sem þau hafa gert. Þar er alls ekki um að kenna ó- vinveittri rikisstjórn eða árás á lifskjörin, heldur óviðráðanlegri efnahagsþróun. Gagnrýnendur núverandi rikisstjórnar ættu aö minnast þess, að þegar rilcis- stjórnin tók við völdum i ágúst 1974, var efnahags- og stjórn- málaástandið mjög iskyggilegt. Verðbólga var þá yfir 50% og hefur aldrei orðið meiri, enda mesta verðbólga, sem um getur i Evrópu á siðustu timum. Við þetta erfiða ástand hefur núver- andi rikisstjórn orðið að glima allan sinn valdaferil. Játa ber, að rikisstjórnin hefur ekki unnið neinn endanlegan sigur á verö- bólgu og öðrum meinsemdum efnahagslifsins. Þar hefur verið við ramman reip að draga, eins og ég hef þegar rætt að nokkru. Abyrgðarlaus stjórnarandstaða á mikinn þátt i þvi, aðekki hefur betur til tekizt i glimunni viö verðbólguna. Eigi að siður hefur verðbólgan minnkaö frá þvi sem var i upphafi stjórnartima- bilsins, þótt enn sé dýrtið veru- leg og verðbólguhættan alltaf fyrir hendi. En ekki verður þvi með nein- um rökum haldið fram, að eymdarbragur sé á lifsháttum þjóðarinnar, eða að þess verði vart, að almenningur liði skort. öðru nær. Atvinna hefur verið mikil i landinu. Island er nálega eina landið i álfunni, þar sem ekki er atvinnuleysi. Batamerki. Ýmislegt bendir nú til þess að sú efnahagskreppa, sem þjakað hefur þjóðarbúskap Is- lendinga siðustu 2-3 ár, sé mjög að hjaðna. Það skiptir þvi miklu máli, að þjóðin haii poun- mæði til þess að biða batans. Verðlag á útflutningsvörum okkar hefur farið hækkandi, og Ingvar Gislason. ef sú hækkun reynist varanleg, þá mun hagur þjóðarbúsins vænkast. Þá munu m.a. opnast möguleikar til þess að lagfæra ýmsa þætti i þjóðarbúskapnum, sem nú horfir alvarlega um, og á ég þá sérstaklega við við- skiptahallann og erlenda skuldasöfnun I þvi sambandi. Ef nokkurt vit á að vera i stjórn efnahagsmála, er nauösynlegt að ráðstafa hagnaði af bættum viðskiptakjörum til þess að minnka viðskiptahallann og grynnka á erlendum skuldum. Þaö væri illa farið, ef batnandi viðskiptaávferði yrði notað til þess að auka á verðbólgu- og dýrti'ðarspennuna. Samtimis verður að gera ráðstafanir til þess að tryggja hallalausan rikisbúskap með þvi, að af- greiöa raunhæf fjárlög, en þaö verður aðeins gert með nauð- synlegri aðhaldsstefnu hvaö snertir rikisrekstur almennt og greiðsluáætlun rikissjóðs sér staklega. Slikt aðhald getur þvi þýtt vissa frestun lagafram- kvæmdar og hægara fjár- streymi úr rikissjóði um sinn, en óþarfi eraðsjá isliku aðhaldi upphaf samdráttarstefnu. Þvert á móti. Það er hyggilegt eins og á stendur — og raunar alltaf — aðstjórna fjármálum rikissjóðs með festu og aðhaldi, fyrst og fremst i þvi skyni að viðhalda jafnri þróun rikisútgjalda frá áritilársog stemma stigu fyrir skyndilegum stökkbreytingum i þeim efnum. Raunar er lang- mikilvægasta skilyrði fyrir skynsamlegri f járlagagerð það, að veröbólgu sé haldiö innan viðráðanlegra marka. Ef það skilyrði bregzt er sú hætta yfir vofandi, að fjárlög standist ekki, eins og reynsla siðustu ára sannar bezt. Eitt alvarlegasta mein sliks ástands er það, að hlutur hins beina rekstrarkostn- aðar rikisins fer hækkandi, en hlutur opinberra framkvæmda minnkar. Rýrnandi fram- kvæmdamáttur fjárveitinga til opinberra framkvæmda er mik- iö vandamál, sem ekki verður leyst til frambúðar nema dregið verði úr verðbólgu og þar af leiðandi verðrýrnun peninga. Ef viðskiptaárferði fer nú batnandi, sem flest bendir til, eru góðir möguleikar á þvi, aö bæta megi gjaldeyrisstöðu landsins og afkomu rikissjóðs. Ég held einnig, að ástæða sé til bjartsýni i sambandi við land- helgis- og fiskveiðimál, en sú bjartsýni byggist auðvitað á þvi, að lokaþáttur hafréttarráð- stefnunnar verði okkur i hag og að okkur heppnist að koma á skynsamlegri nýtingu fiskimið- anna við landið. Ég sé enga ástæðu til annars en horfa björtum augum til framtiðarinnar. Möguleikar Islendinga til hagsældar og heilbrigðs menn- ingarlifs eru ótrúlega miklir, ef menn bera gæfu til að standa saman og dreifa ekki kröftum þjóðarinnar i sundurlyndi og ó- raunsæja kröfugerð. Sundur- lyndi og óraunsæ kröfugerð eru niðurrifsöfl, sem þjóðlega sinn- aðirmenn úr öllum flokkum og öllúm stéttum ættu að snúast gegn með jákvæðu hugarfari i anda uppbyggingar- og umbóta- stefnu. Þótt þjóðin eigi við tima- bundna erfiðleika að etja, þá eru vandamál hennar ekki meirien svo, að þau má leysa, ef þjóðin sýnir einhug. 1 þvi sambandi veltur mest á þvi, að áhrifaöfl þjóðfélagsins, þ.e. stjórnmálaflokkar og stéttar- samtök, vinni saman af ábyrgðartilfinningu og vilja til þess að leysa efnahagsleg vandamál með tiltækum úrræð- um á grundvelli heildarhags- muna þjóðarinnar. Að visu eru til þeir menn, sem boða þá kenningu, aö ekki fyrirfinnist neitt það meðal Islendinga, sem kallast „heildarhagsmunir” þjóðarinnar. Þótt slik hugsun sé alger minnihlutaskoðun hér á landi, þá á hún ^talsveröan hljómgrunn hjá vissum áhrifa- mönnum og hennar gætir óeðli- lega mikið i samskiptum rikis- valds og hagsmunasamtaka. Ekki hvarflar að mér aðjialda þvi fram, að hin alþjóölega kenning um stéttarbaráttu sé ekki virðingarverð stjórn- málaskoðun, þar sem hún á við, en hér á landi er hún fyrst og fremst tæki i höndum valda- streitumanna og skrumara, ef undan eru skildir nokkrir menntaskólakrakkar, sem i góðri trú hafa bundið tryggðir við kenningar Karls Marx. Þessir menn slá um sig með vígorðum, sem þeir hafa ein- hvers staðar orðið sér úti um, m.a. þvi, að það sé smáborgara- leg bábilja að boða fólki þjóöar- einingu og jákvætt samstarf stéttarsamtaka og rikisvalds. Það er ástæða til að vara al- menning við þess háttar slag- orðum. Þau eru ekki likleg til þess að verða islenzku sam- félagitil farsældar. Ég endurtek þvi þá skoðun mina, sem er ijarni framsóknarstefnunnar, að islenzku þjóðinni riði ávalit mestá þjóðarsamstöðu og þjóð- areiningu. Þjóðareining verður þvi aðeins til, að áhrifaöfl innan og utan Alþingis leitist viö að vinna saman að heUdarvelferö þjóðfélagsins og deili þannig meö sér völdum og áhrifum, aö lýðræðiog þingræði fái notiðsin á þann hátt sem stjórnarskráin ætlast til ogyfirgnæfandi meiri- hluti landsmanna styður. Tryggið hey yðar og búfé. SAMVINNUTRYGGINGAR GT. ÁRMULA 3 SlMI 38500

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.