Tíminn - 12.09.1976, Qupperneq 8

Tíminn - 12.09.1976, Qupperneq 8
8 TÍMINN Sunnudagur 12. septeinber 1976. NÝLEGA var Agiisti Petersen boðið til Vinstra I Noregi til þess aö vera þar viðstaddur og taka þátt í hátiö, sem helguö er hinni frægu persónu Pétri Gaut, eða Per Gynt Stemnet, eins og þaö heitir á norskunni. Hátið þessi er haldin árlega i bænum Vinstra i Guðbrandsdal, en það- an var Pétur Gautur ættaöur — það er að segja sá einstaklingur, sem varð fyrirmynd Ibsens i hinu fræga skáldverki hans. — Hátið þessi er jafnan haldin á sumrin, aö þessu sinni dagana 4. til 15. ágúst. Glæsileg menningarhátið Timinn náöi tali af Ágústi Petersen á dögunum og spurði hann um þessa ferð. — Var einhver sérstök ástæöa tii þess að þér var boöiö i þessa ferö, Ágúst? — Það held ég ekki — nei, ætli það. Liklega hafa einhverjir Norömenn séð myndir eftir mig hér á landi, annaö hvort á einkasýningu eða samsýning- um, ef til vill i Norræna húsinu, og það hefur svo orðið til þess að þeir hafa ákveðið aö bjööa mér aö taka þátt i málverkasýningu I sambandi við Per Gynt hátiða- höldin. — Hvenær fórst þú svo utan? — briðja ágúst, daginn fyrir opnun hátiðarinnar. — Og þetta hafa auövitaö veriö vegleg hátlðahöld? — Ég var satt að segja alveg undrandi á þvi, hve tiu þúsund manna bær eins og Vinstra stendur framarlega, og hversu stór verkefni þeir færast I fang. Allt bar þar ósvikinn blæ há- menningar og fágunar, jafnvel pappirinn i litlum bæklingum og auglýsingapésum var fyrsta flokks. Svona var hvað eina, frá hinu smæsta til hins stærsta. — Var listafólkiö, sem tók þátt i hátiöinni frá mörgum iöndum? — Þaö kom þarna fimmtán manna flokkur frá Riga I Lett- landi, listdansarar og söngvar- ar. Þeir sýndu gamla rússneska dansa og sungu þjóðlög og söngva margs konar. Þetta fólk flutti list sina af þvilikri Iþrótt og snilld, aö hver sem sá þaö og heyrði hlaut að sitja eins og bergnuminn undir þvi. bá komu fram dansarar og hljómlistar- menn frá Sviþjóð, ballett og lát- braðgsleikarar frá Danmörku o.fl. Sjálfir lögðu Norðmenn svo til mikiö efni og gott. Af hljómlist má nefna harmonikkuleik og fiöluspil, sem ýmist var einleik- ur, dúett, eða þá að margir léku saman I senn. Pétur Gautur — Var ekki Pétur Gautur leikinn lika? — Jú, ekki má nú gleyma sjálfum höfuöpaurnum, aöal- persónunni, sem allt snerist i raun og veru um. Pétur Gaut lék Alf Malland, leikari viö Rikis- leikhúsið I Osló, sem Norðmenn segja að sé leikari á heimsmæli- kvaröa. Móður Péturs lék Arn- hild Skurdal — af frábærri snilld. Stundum var leikiö inni, en stundum undir beru lofti, enda var veöri svo farið allan timann, að sólskin var og hitinn þrjátiu stig, eða rétt þar fyrir neðan, svo segja mátti, ao veðurguöirnir tækju þátt i há- tiðahöldunum fyrir sitt leyti. — Atriöið, þegar Pétur Gautur narrar móður sina upp á húsþak og hleypur svo frá henni, var leikið úti, en aftur á móti var dauöi Ásu leikinn inni. Það var stórkostlegt atriði I meöförum þessara leikara. Það dregur meira og meira af Asu, og ljósin á sviöinu fylgja þvi nákvæm- lega eftir, en Pétur situr á rúm- stokki móöur sinnar og gortar, en gerir sér litla sem enga grein fyrir þvi sem er að gerast. — Þetta varð undra-áhrifamikiö Hér er Agúst hjá einni þeirra mynda, sem hann sýndi á Pétur Gauts-hátiöinni I Noregi i sumar. Hátíð til heiðurs Ibsen og Pétri Gaut sens um Pétur Gaut var fyrst gefið út, og siðan hefur hátiöin verið haldin árlega. — Og þarna eruð þiö á slóöum Péturs Gauts sjálfs, það er að segja hins raunveruiega ein- staklings, sem varö fyrirmynd Ibsens? — Já, sannarlega. Norömenn segja það engum vafa undirorp- iö, aö Pétur Gautur hafi átt heima i Vinstra og verið uppi um 1700. Okkur var meira aö segja sýnt húsið, þar sem hann bjó með móður sinni. I þvi húsi var okkur borinn norskur mat- ur, kjöí, sem hafði verið þurrk- að I sex mánuði, sósur, sem áður fyrr voru mikið i tízku, en eru minna notaðar nú á dögum, og þannig mætti lengi telja, en ég ætla ekki að láta endurprenta allan matseðilinn, enda yrði þaö seinlegt. Fyrsti íslendingurinn, sem fær slikt boð — Svo við snúum okkur aftur að dagskrá hátiðahaldanna: Þar var líka stór málverkasýn- ing, sem þú tókst þátt I? — Já, það er rétt. Mér var boðið tií þess að sýna þar mál- verk eftir mig, og ég er vist fyrsti Islendingurinn, sem hlýtur þann heiður. Norðmenn hafa vist haft þann hátt á, aö bjóða einum málara frá ein- hverju hinna Noröurlandanna að taka þátt I málverkasýning- um sem haldnar eru I sambandi við Pétur Gauts-hátiöahöldin, og svo mikið er vist, að I þetta skiptið var ég eini útlendingur- inn, sem átti málverk á þessari sýningu, hinir voru allir Norð- menn. — Og þú ert ánægöur með þær viðtökur, sem þú sjálfur og verk þin hlutu hjá frændum vor- um, Norðmönnum? — Miklu meira en ánægður. Ég á naumast orö til þess aö lýsa þakklæti minu fyrir þann hlýhug og alúð sem ég mætti hvarvetna þar sem ég kom. Það var reyndar auðséð á bréfunum, Norðmenn bjóða íslenzkum listmólara að sýna myndir á hátíðinni atriöi, tónlistin, ljósin og öll „stemmningin” eru nákvæm- lega eins og vera ber á slikri stundu, en Pétur einn er utan- gátta og lifir aðeins i sinum hug- arheimi. En þegar móðir hans er dáin, vaknar hann loks af dvalanum, og þá brestur hann ’ grát. — Hvenær byrjuðu Norð- menn aö halda þessa hátíö til minningar um Ibsen og skáld- skap hans og þá Pétur Gaut sér- staklega? — Fyrsta hátiðin mun hafa verið haldin árið 1928. Siöan var þessi dagamunur gerður öðru hverju, en árið 1967 voru hundr- að ár liðin frá þvi skáldverk Ib- Þetta oliumálverk heitir Húsin við hafið. Agúst Petersen geröi þessa mynd fyrir þrem árum, og hun var ein þeirra mynda hans, sem sýndar voru á hátiöinni I Vinstra. Norska blaðið Guðbrands- dolen bu-ti þessa mynd i sumar ásamt grein um málverkasýninguna á Pétur Gauts-hátiðinni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.