Tíminn - 12.09.1976, Síða 31
Sunnudagur 12. september 1976.
TÍMINN
31
HLJÓMPLÖTUDOMAR
NÚ-TÍMANS
Stuðmenn — Tivolí
Steinar hf.
★ ★ ★ ★ ★ ~r
FYRSTA plata Stuðmanna
„Sumar á Sýrlandi” er án efa
ein merkilegasta plata, sem
gefin hefur verið út hér á landi
bæði hvað varðar frumlegheit,
gæði og hve auðveldlega hún
gekk i alla aidurshópa iands-
manna. Af þeim sökum eru
Stuðmenn i töluverðri hættu nú,
þvi að nýja platan „Tivoli” býð-
ur ekki upp á nein ný frumleg-
heit, þannig að þeir sem ætla að
„endurlifa” stemninguna af
„Sumar á Sýrlandi” verða fyrir
miklum vonbrigðum I fyrstu.
„Tivoli” er ekki plata, sem
menn gripa við fyrstu heyrn,
margt á henni þarf sinn tima, en
þegar fram liða stundir eru það
beztu lögin, en það er einmitt
reglan við góðar plötur.
Tónlistarlega séð er „Tivoli”
mikið stökk fram á við, lögin
eru flóknari, undirspilið þró-
aðra og allt yfirbragð plötunnar
ber vott um vandvirkni og kunn-
áttu.
Lögunum má skipta i þrjá
hluta. Hefðbundin „Stuðmanna-
lög, rokk og létt Spilverkslög, en
þau eru mjög áberandi á þessari
plötu, og ef þau eru sýnishorn af
þvi, sem Spilverkið er að gera
bak við tjöldin má búast við
miklu frá þeirri hljómsveit.
„Tivoli” fjallar, eins og nafn-
ið ber með sér, um Tivoli
sáluga og þá undraveröld sem
Tivoli er. Stuðmenn taka
fyrir ýmislegt sem þar kem-
ur fram, og tekst þeim oft
frábærlega upp. „Herra
Reykjavik” er ein smelln-
asta lýsingin, er segir frá
fegurðarsamkeppni sem þar
var haldin. Þar tekst þeim frá-
bærlega vel að lýsa hinum
mikla „kroppi” Herra Reykja-
Reykjavikur. „Söngur Fjall-
konunnar” i frönsku hjóli er eitt
sniðugasta lagið með mein-
fyndnum texta.
Þau tvö lög sem liklegust eru
til vinsælda eru „ölina og ég”,
og „Biólagið”. Þau eru bæði
hörku Stuðmannalög, hröð,
fyndin og melódisk. Hægt væri
að segja mikið frá öllum lögum
plötunnar, þvi öll hafa margt til
brunns að bera, en ég ætla að
hlifa ykkur við meiri upptaln-
ingu, enda kemur obbi lands-
manna til með að heyra lögin á
næstu mánuðum.
Hljóðfæraleikur á plötunni er
frábær, sérstaklega er þáttur
Jakobs Magnússonar stór, en
hann gerir mikla hluti á pianó
og orgel. Þáttur Þórðar Arna-
sonar ér samt langmestur.
Hann sér um nær allan gitarleik
og tekur öll sóló. Það er sama
hvort það er rafmagnsgitar eða
kassagitar, hann skilar öllu af
mikilli kunnáttu og fimi. Um
sönginn er óþarfi að fara mörg-
um orðum, Spilverkið hefur
hingað til sungið frábærlega og
er það sama upp á teningnum
hér.
„Tivoli er plata sem ég mæli
eindregið með, og á meðan við
eigum hæfileika fólk á borð við
Stuðmenn er islenzk popptónlist
ekki i neinni hættu.
„A/leð sínu nefi"
★ Vilhjálmur
Vilhjálmsson
í essinu sínu
VILHJALMUR VILHJALMS-
SON, söngvarinn góðkunni, hef-
ur nú eftir talsvert hlé komið
aftur fram á sjónarsviðið með
nýja plötu, sem hann hefur
nefnt „Með sinu nefi”, en
textarnir á plötunni eru allir eft-
ir Kristján frá Djúpalæk.
1 siðustu viku kynnti Vil-
hjálmur plötu sina fyrir popp-
fréttariturum, og sagði þá m.a.
frá sinum fyrstu kynnum við
skáldið frá Djúpalæk. Sagði Vil-
hjálmur , að fyrir mörgum ár-
um hefði hann verið blaðamað-
ur hjá Degi á Akureyri og hefði
Kristján þá verið við samá starf
hjá verkamanninum- — Dagur
hafði efni á þvi að senda blaða-
mann sinn i leigubil á blaða-
mannafundi, en verkamaöurinn
ekki. Það varð þvi úr, að
Kristján fékk alltaf aö fljóta
með mér og tókst með okkur
góð vinátta, sagði Vilhjálmur.
A plötu sinni syngur Vilhjálm-
ur ellefu lög eftir þekkta tón-
listarmenn, fjögur lög eru eftir
^Gunnar Þórðarson, tvö eftir
Agúst Pétursson og jafnmörg
eftir Svavar Benediktsson. Þá
eiga Magnús Kjartansson,
Pálmi Gunnarsson og Magnús
Eiriksson sitt lagið hver.
Vilhjálmur sagði frá kynnum
sinum við alla þá menn, sem
unnið hefðu með honum að gerð
plötunnar, en það er stór hópur
manna, bæði popphljómlista-
menn og eldri tónlistarmenn,
sem þekktir voru á dögum
„Þórðar sjóara” en það vinsæla
lag flytur Vilhjálmur m.a. á
þessari plötu sinni.
Um útsetningar á lögunum sáu
nokkrir menn, þ.á.m. Magnús
Ingimarsson og náungi að nafni
Njudni, en hann vill ekki gefa
nafn sitt upp. Njudni var lika
andleg stoð og stytta Vilhjálms
við gerð plötunnar.
Það er enginn vafi á þvi, að
þess plata Vilhjálms er ein
bezta plata, sem komið hefur út
hérlendis á þessu ári, en fjallað
verður um plötuna nánar i
Nú-timanum von bráöar.
tJtgefandi plötunnar er Fálk-
inn.
Vilhjálmur Vilhjálmsson setur
plötu sina á fóninn, meö honum á
myndinni eru Þorvaldur
Steingrimsson, ólafur Haralds-
son hjá Fálkanum og Magnús
Kjartansson. Nú-timamynd:
Róbert.
„Fram og aftur
blindgötuna"
SENN kemur á markaðinn
þriðja plata Magnúsar Þórs
Jónssonar, sem þekktari er
undir nafninu Megas, en þessi
nýja plata var tekin upp I stúdiói
Hljóðrita I júlimánuði siðast-
liðnum. Platan nefnist „Fram &
aftur blindgötuna”.
Megas gaf sina fyrstu plötu út
árið 1971 en önnur plata hans
kom á markað i september i
fyrra og nefndist Millilending.
Nýja platan er gefin út af
hljómplötufyrirtækinu Hrim, og
er þetta fyrsta plata útgáfunn-
ar. Megas semur eins og áður
alla texta og öll lög sjálfur auk
þess sem hann stjórnar upptök-
unni og gerð umslagsins.
Eftirtaldir hljóðfæraleikarar
aðstoðuðu Megas á plötunni:
Pálmi Gunnarsson, Sigurður
Karlsson, Þorsteinn Magnús-
son, Lárus Grimsson, Birgir
Guðmundsson, Aagot óskars-
dóttir og Þorleifur Gislason.
Megas leikur sjálfur á munn-
hörpu — og svo syngur hann
einnig.
Vinsœldalisti
LP-plötur
Bandarikin
a
eð g
r* >
> «
a
t/3
m
tn
vi
03
iO
4> Es
A œ
: Peter Frampton — Frampton Comes Alive....33
Fleetwood Mac.............................59
: Jefferson Starskip — Spitfire............10
: George Benson — Breezin’.................22
i BozScaggs—Silk Degress...................26
i Linda Ronstadt — Hasten Down The Wind.... 3
: LouRawIs — All Things In Time............15
i Wild Cherry.............................. 8
i Chicago X............................... 11
John Denver — Spirit...................... 2
i War — Greatest Hits...................... 2
Wings At The Speed Of Sound...............23
: NeiIDiamond — Beautiful Noise............11
l Barry Minilow — This One’s For You....... 4
i Aerosmith—Rocks..........................16
HelenReddy—Music.Music ................... 5
Steve Miller Band —Fly Like An Eagle......16
l Commodores — Hot On The Tracks...........10
: Diana Ross Greatest Hits................. 6
Eagles—Their Greatest Hits 1971-1975 .....28
Gunnar
Hermannsson
kveður
Paradís...
... og hefur
Jóhann
Þórisson
verið ráðinn
í hans stað
A
\kí
Jú
/
Breytingar
hjá Paradís
EFTIR ÞESSA helgi mun liðsskipan
hljómsveitarinnar Paradisar breytast þvi
Gunnar Hermannsson, bassaleíkarí, sem
hefur verið i hljómsveitinni frá upphafi
hefur ákveðið að láta af störfum og setjast
á skólabekk.
Gunnar hyggst leggja stund á raffræði-
nám i Iðnskólanum i vetur og leggja bass-
ann á hilluna, eins og iþróttafréttaritarar
myndu orða það.
í stað Gunnars hefur Paradis ráðið
bassaleikarann Jóhann Þórisson, sem
áður lék með hljómsveitinni Dögg Jóhann
hefur þegar byrjað að æfa með Paradis og
mun hljómsveitin koma i fyrsta sinn fram
með Jóhanni um næstu helgi.
Pétur Kristjánsson söngvari er nú sá
eini, sem hefur verið i hljómsveitinni frá
stofnun.