Tíminn - 12.09.1976, Page 32
32
TiMIiW
Siuimi(lat>ui' 12. september 1»7«.
Anton Mohr:
barnatíminn
blaðinu stóð eftirfar-
andi, skrifað með gisn-
um stórum stöfum á
mjög bjagaðri ensku:
„Konurnar fangar á
stað þú ekki finnur þær.
Reyndu ekki senda
lögreglu. Konurnar þá
strax drepnar. Átta dög-
um frá i dag ungur
maður bláan turban
stendur við innganginn
jámbrautarstöðinni
Kosti. Fáðu honum 3000
pund. Átta dögum eftir
konurnar frjálsar utan
E1 Obeid. Ekki elta
manninn með bláa
turbaninn. Ekkert gjöra
nema þetta. Konurnar
annars drepnar. Þetta
er sannleikur.”
Engin undirskrift var
undir þessu bréfi, en of-
urstinn efaðist ekki um,
að það var ófalsað, og
sjálfsagt var að taka
hótanirnar alvarlega.
Ræningjarnir myndu
ekki hika við að drepa
stúlkurnar, ef þeir hefðu
enga von um lausnarfé.
Það var áreiðanlegt, að
fengju þeir ekki þessi
3000 pund á réttum stað
og tima, þá væri lif
þeirra frú Alice, Mary
og Berit i bráðri hættu.
Hvað áttu þeir nú að
gera? Var nokkurt vit i
þvi að taka ekkert tillit
til hótananna og senda
lögregluna af stað? Eða
áttu þeir að fara gæti-
lega og afhenda pening-
ana i von um að frelsa
stúlkúrnar? Það var
auðvitað að auðmýkja
sig fyrir þessum mann-
ræningjum. En var
nokkuð annað hægt að
gera? Var ekki liklegt,
að þær yrðu allar drepn-
ar, ef lögreglan yrði
send af stað? Það var
litil huggun, þótt nokkur
hundruð blökkumenn
yrðu þá drepnir til
hefnda. Og þótt þeir
væru allir i mjög æstu
skapi og vildu helzt beita
hervaldi og hefndum, þá
sáu þeir, að hér var eng-
in önnur leið en taka
tilboðinu.
En þá lá mest á að
stöðva Ramses, áður en
báturinn kæmist til
Kosti með tilkynninguna
til lögreglunnar. En
hvernig gátu þeir það?
Hér i þorpinu var engan
bát að fá, sem væri
hraðskreiðari en Rams-
es. Simi var enginn eða
skeytasamband. Eina
leiðin var að komast
landleiðina meðfram Nil
á undan bátnum.
Leiðin frá þorpinú Um
Sir til Kosti var um 50
km. Það var allt of löng
leið til þess að hægt væri
að hlaupa hana á stutt-
um tima. Hesta var
hvergi að fá. Þessir
fimm hestar, sem til
voru i þorpinu, sáust
hvergi og höfðu ræningj-
amir auðvitað tekið þá
til sinna nota. En þarna
voru nokkrir tamdir úlf-
aldar, — og þegar eig-
endurnir vissu það, að
hér voru menn á ferð,
sem ekki horfðu i skild-
inginn, þá voru þeir ekki
lengi að söðla og lána þá
fyrir okurleigu. Eigend-
urnir sögðu, að þeir
væru ágætir til reiðar,
og væri vel hægt að fara
þessa leið á þeim á fjór-
um timum, eða jafnvel
skemmri tima. En verst
var, aðnúhafði báturinn
fengið klukkutima for-
hlaup, meðan þeir voru i
leitinni. Hann gat þvi vel
verið kominn um
klukkutima á undan
þeim til Kosti, ef hann
tefðist ekki á leiðinni.
Voru nokkur likindi til,
að þeir yrðu á undan?
Þeir urðu að minnsta
kosti að reyna það.
Fyrst lá leiðin upp i
móti. Leiðsögumennim-
ir sögðu, að þá fengju
þeir betri og skemmri
leið, heldur en að fara
fram með fljótinu, sem
rann dálitið krókótt.
Árni hafði aldrei fyrr
komið á bak úlfalda.
Upp hallann stikaði úlf-
aldinn stórum, stirðum
skrefum, en á hæga-
gangi er úlfaldinn
hræðilegur reiðskjóti.
Árna fannst sem hann
fleygðist fram og aftur i
vondri hringekju. Það
leið ekki á löngu, áður en
Árna varð flökurt og
seldi ákaft upp til beggja
hliða. Honum fannst
þessi hreyfing á úlfald-
anum verri en á skipi i
stórsjó. En þegar kom
upp á hæðina, gátu Ulf-
aldarnir farið hraðara,
og þá leið honum betur.
Hann hallaði sér aftur á
bak i söðlinum og reyndi
að hugsa sér, að hann
sæti á hesti.
Þetta ferðalag var æs-
andi og reyndi á þrekið.
Skyldu þeir verða á und-
an bátnum? Lif ástvina
þeirra gat oltið á þvi.
Vegurinn var jafn og
greiðfær og úlfaldarnir
hægðu aldrei á sér, en þó
fannst Árna ferðin taka
eilifðartima. Hvernig
skyldi Berit liða? Var
hún enn á lifi? Ætli hún
hafi verið pind og henni
misþyrmt? Hræðilegt að
sofa svo fast, að verða
ekki neins var. Ætlum
Árni og Berit
Ævintýraför um Afríku
vii
Frímerk\osatnarar'
% ssrsrss^
.URSKAKMOTtÐ-AU^OÐASKAKMO^ ^ ^
4 sept 1976
Xr
492
við aldrei að komast til
Kosti?
Um hádegið komu
þeir loks á hæðina fyrir
ofan kauptúnið. Var
þaðan ágæt útsýn yfir
fljótið og þorpið. Þeir
komu hvergi auga á
Ramses. Gat báturinn ef
til vill legið við bryggju
á bak við eitthvert skip-
ið? Þá höfðu þeir orðið
of seinir. Eða skyldi
bátúrinn hafa fest sig á
sandrifi. Æsingin tók þá
heljartökum. Þá benti
allt i einu einn fylgdar-
maðurinn út á fljótið:
,,Hér er Ramses!”
Þeir litu allir þangað,
sem hann benti. Jú, það
var rétt. Þarna langt
suður frá, alveg út við
sjóndeildarhring sáu
þeir einhverja hvita
þústu. Það var báturinn.
Guð hafi lof og þökk.
Þeir voru komnir nógu
snemma.
Þeir urðu að biða á
bryggjunni um klukku-
tima, áður en Ramses
lagðist að. Skipstjórinn
sagði, að þeir hefðu fest
sig i leirbleytu i þrjú
skipti, og siðast hefðu
þeir ekki búizt við að ná
bátnum aftur á flot, en
þá hefði af hendingu róið
þar framhjá bátur f ullur
af þarlendu fólki, og þeir
hefðu loks getað dregið
bátinn á flot og tekið all-
rifleg laun fyrir.
Skipstjórinn sagðist
hafa verið alveg eyði-
lagður yfir þessum töf-
um, en nú glöddust allir
yfir þvi, að báturinn
hafði tafizt.
,,Átta dögum frá i dag,
ungur maður bláan
turban stendur við inn-
ganginn á járnbrautar-
stöðinni Kosti”, stóð i
bréfinu. Það þýddi, að
þeir yrðu að biða hér i
átta langa daga. Liklega
gætu þeir ekkert gert sér
til afþreyingar á meðan.
Kosti var litið óásjálegt
þorp, sem aðeins hafði
myndast þarna i kring-
um járnbrautarstöðina
og brúna á Nil. ,,Hér er
heitt, ógeðslegt og
leiðinlegt,” hugsaði
Árni, — og svo þessi
hræðilega bið i óvissu.
Áður en þeir fóru úr
þorpinu Um Sir, hafði
oíurstinn gert ráðstaf-
anir til að tjöldin og ann-
ar farangur, er þeir
skildu þar eftir uppi á
hæðinni fyrir ofan þorp-
ið, skyldi sent á eftir
þeim til Kosti, en þang-
að til að tjöldin kæmu,
yrðu þeir að sofa um
borð i bátnum, en þar
var bæði heitt og loft-
laust. Þeir Karl og Árni
byltu sér órólegir i flet-
unum. Hér var loftlaust
og óþefur i bátnum, en
liklega voru þó þær
Alice, Mary og Berit
verr settar.
„Æ, Berit! Berit!”
tautaði Ámi og sneri sér
upp I horn.
3.
Ránið á stúlkunum
hafði farið fram, alveg
eins og Karl gat sér til.
Þegar þær stúlkurnar
voru komnar inn i sitt
svefntjald, þá kom einn
blökkumaðurinn með te
eins og venja var, og það
drukku þær, án þess að
verða varar við nokkurn
sérstakan keim. Jafn-
skjótt sofnuðu þær allar
föstum svefni. Litlu sið-
ar mmskuðu þær við
það, að blautu hand-
klæði var vafið utan um
höfuðið á þeim, svo að
þær komu engu hljóði
upp og sáu ekkert hvað
fram fór, og þær áttu
erfitt með að draga and-
ann. Svo voru hendur
þeirra bundnar á bak
aftur og þær bornar út.
Siðan voru þær settar
upp á sinn hestinn hver
og reyrðar fastar i
söðulinn, og svo var far-
ið á harða stökki eitt-
hvað út i buskann. Þær
vissu ekkert i hvaða átt.
Eftir nokkra stund,
sem þeim fannst heil ei-
lifð, var snögglega
stanzað. Linað var á
böndunum, sem þær
vom bundnar með, og
dúkurinn tekinn frá and-
litinu á þeim. Það var
dimm nótt, dálitið
stjörnuskin, en tungl var
ekki á lofti. Berit sá þó,
að þau voru stödd i skógi
og hún þekkti blökku-
mennina þrjá. Nú voru
þeir ekki kurteisir og
þjónustu bundnir, allra
sizt við Alice. Þeir voru
reglulega ruddalegir við
hana. Þeir reyrðu fætur