Tíminn - 12.09.1976, Síða 33
TÍMINN
33
Sunnudagur 12. september 1976.
hennar fastar við söðul-
gjörðina, svo að hún
gæti ekki komizt af baki,
en létu Mary og Berit
vera lausar. En hestarn-
ir þeirra voru bundnir
við hesta ræningjanna,
svo að frjálsræðið var
ekki ótakmarkað. Og
enn var haldið áfram.
Nú þraut skóginn, en
þau komu út á öldótta
sléttu. Berit reyndi að
ákveða stefnuna eftir
stjörnunum, og virtist
þau stefna i vesturátt.
Hvernig skyldu þær
sleppa frá þessu ljóta
ævintýri?
Ferðinni var haldið
áfram alla nóttina og
næsta dag. Aðeins tvis-
var sinnum var stanzað
stutta stund, til að láta
hestana hvila sig og bita
dálitla stund. Stúlkurnar
fengu þá lika matarbita
og fulla skál af vatni.
Þær voru svo þreyttar
og mæddar, að þær
höfðu varla matarlyst,
en þær tæmdu vatns-
skálarnar.
Þessi langa ferð á
hestbaki, sem þær voru
alveg óvanar, reyndi
mjög á þær. Hitinn var
lika óbærilegur. Berit
sárverkjaði i allan
likamann, og hún hafði
þegar fengið vond reið-
særi.
Um sólarlag næsta
dag komu þau loks að
litlu sveitaþorpi. Hér
voru þær yfirkomnar af
þreytu lokaðar inni i
gluggalausum kofa.
Fötum þeirra og svefn-
pokunum var fleygt inn
til þeirra og dyrunum
svo lokað vandlega. Þær
voru skildar þarna eftir i
svarta myrkri og urðu
að þreifa fyrir sér, til
þess að finna svefnpok-
ana.
Fyrir sólaruppkomu
um morguninn voru
dyrnar opnaðar, og
þeim skipað að koma út.
Þær voru allar að þrot-
um komnar af þreytu og
angist, en þó var það
einkum Mary, sem var
illa haldin, og jafnvel
blökkumennirnir tóku
eftir þvi, að hún var svo
aum, að hún myndi ekki
geta setið ein á hesti.
Eftir hokkurt þóf
komu þeir með tvi-
hjólaðan vagn — venju-
lega kerru, — og voru
siðan allar stúlkumar
settar upp i kassann eða
skúffuna, og urðu þær að
sitja þar á gólfinu eða
liggja, þvi að engin sæti
eða bekkir voru þar.
Farið var yfir vegleys-
ur, harðhnjóskulegar
sléttur og móa. Vagninn
var f jaðralaus og skrölti
og skrönglaðist, þar sem
óslétt var. Um flótta
var ekki að tala, þvi að
auk ræningjanna
þriggja höfðu sex aðrir
bætzt i hópinn, Voru þeir
allir riðandi og vel vopn-
um búnir.
Þannig var haldið
áfram allan daginn á
hraða spretti. Smátt og
smátt breyttist lands-
lagið. Þau nálguðust há
og klettótt fjöll, sem
báru við himin. Stund-
um fóru þau fram hjá
uppsprettum eða smá-
tjörnum. í kringum þær
var oftast graslendi og
pálmatré. Oftast var áð
um stund á slikum stöð-
um.
Seinni hluta dags fóru
þau að fara upp i móti,
og var þá ekki farið eins
hart. Og þegar myrkrið
skall yfir, fannst Berit
orðið mikið kaldara en
áður. Seinna fengu þær
að vita, að það voru hin
litt rannsökuðu Dar
Nubefjöll, sem þau
nálguðust. Stúlkumar
höfðu búizt við þvi, að
ferðinni yrði ekki haldið
áfram eftir að myrkrið
skall yfir, en ræn-
ingjarnir voru vist ekki
alveg á þeirri skoðun.
Nú hallaði aftur undan
fæti, og þá var aftur
aukinn hraðinn. Voru
hestamir þá látnir fara
á stökki, og hristist þá
kerran ægilega. Þær
héldu sér allar dauða-
haldi til að fleygjast ekki
út úr vagninum. Að lok-
um, þegar komið var
langt fram yfir mið-
nætti, var farið i gegn-
um skóglendi og siðan
komið inn á gróðursælt
og þéttbýlt landsvæði. A
stöku stað sást ljós i
glugga. Þorpið, sem
þau nálguðust, virtist
vera stærra og fjöl-
mennara en þau þorp,
sem þau höfðu farið
fram hjá. En Berit og
þær stöllur höfðu ekki
mikinn tima til að at-
huga slika hluti, þvi að
strax og stanzað var,
voru þær teknar úr kerr-
unni og lokaðar inni i
gluggalausum kofa eins
og áður, en nú voru þær
svo örmagna, að þær
höfðu varla sinnu á að
þreifa eftir svefnpokun-
um, en fleygðu sér út af
og sofnuðu strax.
Snemma næsta
morgun var kofinn
opnaður og þeim skipað
að koma út. Voru þær þá
svo illa út leiknar, að
hræðilegt var að sjá útlit
þeirra. Fötin voru rifin,
háriðúfið og ógreitt, og i
mörg dægur höfðu þær
ekki getað skolað af sér
ryk og óhreinindi. Þeim
fannst fötin loða við sig,
eins og þær hefðu velt
sér upp úr leirbleytu. Nú
var liðan þeirra svo
slæm, að þær héldu, að
úr þessu gæti hún ekki
versnað. En það kom nú
brátt i ljós.
4.
Ekki var þeim boðið
vott eða þurrt, en ungur
Arabi fylgdi þeim út i
smiðju, sem var i útjaðri
þorpsins. Þar var fyrir
stór og digur negri, sem
leit út fyrir að vera járn-
smiður. Án þess að segja
eitt orð, dró hann upp
hjá sér málband og tók
mál af hálsinum á þeim,
gildleika hans. Siðan
gekk hann inn i einn kof-
ann. Hann var nokkra
stund þar inni eins og
hann væri að leita að
einhverju, en siðan kom
hann út með keðju i
hendinni, sem virtist
vera svo sem tveggja
metra löng. í báðum
endum og i miðjunni
voru hringir álika viðir
og hálsinn á þeim var
gildur. Berit fölnaði, er
húnsá hlekkina. Gat það
verið mögulegt, að þeir
ætluðu að hlekkja þær
saman eins og galeiðu-
þræla? ,,Nei — það er
ómögulegt. Það getur
Bændur
* Til sölu hænuungar á öíl-
, r H r um aldri — einnig dag-
^ 'r gamlir.
Við sendum til ykkar um allt land
og nú er bezti timinn til að endur-
nýja hænurnar.
Skarphéðinn —
Alifuglabú
Blikastöðum i Mosfellssveit. Simi
um Brúari. (91-66410).
OARK II S — nýju endurbættuý
rafsuðu-
sjóða
mm.
vír 1,5 og 4,00
TÆKIN 140 amp. Eru með innbyggðu
r öryggi til varnar yfir-
hitun.
Handhæg og ódýr.
Þyngd aðeins 18 kg.
Ennfremur fyrirliggj-
andi:
Rafsuðukapall, raf-
suðuhjálmar og tangir.
TS7
ARMULA 7 - SIMI 84450
/#/
„Mér er mikið ánægjuefni að staðfesta að
Trabant Station 1976 er ég keypti hefur kom-
ið mér þægilega á óvart með hagkvæmni i
rekstri. Billinn fer vel á vegi og er sérlega
snarpur i akstri.
Trabantinn fer meö benzfn fyrir kr. 1.470 til 1.540 á 418 km
vegalengd, sem ég ekoft, en þurfti áður — meöan ég átti nýj-
an lúxusbil — að greiöa kr. 10.500 d sömu vegalengd. Að lok-
um : Stillingar og önnur þjónusta fyrirtækisins Ingvar Helga-
sonh.f. hefur reynztmér bæðilipur og örugg. "
Leifur Núpdal Karlsson
Starhólma 2, Kópavogi (Y-1419).
Vorum að fá sendingu
af Trabant-bifreiðum
TRABANT UMBOÐIÐ
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Simor 84510 og 84511
HJALL FISKUR
iHaröfiskur
Marineruð s//
F ryst ýsuf/ó^
tfNn
URNAR
' ‘•
'Sjf 7 Í:TS V
I u i <; n',
HJALLFISKUR hf.
HAFNARBRAUT6
KOPAVOGI — SIMI 40170