Fréttablaðið - 30.11.2005, Page 12

Fréttablaðið - 30.11.2005, Page 12
12 30. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR REYKJAVÍK: Kringlan – Smáralind – Bankastræti 5 – Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 – AKUREYRI: Glerárgata 32 BRETLAND Breska blaðið Daily Mail greindi frá því í vikunni að á Bretlandi sé talið að árlega lifi um fimmtíu fóstur af þegar reynt er að eyða þeim. Sum eru sögð lifa jafnvel fleiri en eina aðgerð. Um er að ræða fóstureyðingar sem gerðar eru þegar meira en fimm mánuðir eru liðnir af með- göngunni. Hingað til hefur verið talið að aðeins um einstök tilfelli á ári hverju hafi verið að ræða en þessar tölur gefa til kynna að vandamálið sé mun útbreiddara. Líklegt er að umræðan um fóstureyðingar nái nýjum hæðum með þessum fréttum enda eru þær umdeildar. ■ Deilt um fóstureyðingar: Fóstrin sögð lifa aðgerðina DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli leigu- bílstjóra, sem ráðist var á og hann skorinn á háls aðfaranótt þriðju- dagsins 27. júlí í fyrra, hófst í gærmorgun með vettvangskönnun í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem árásin átti sér stað. Maðurinn sem sakaður er um árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok febrúar á þessu ári, en í byrjun október ógilti Hæsti- réttur þann dóm og vísaði málinu á ný heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar. Taldi Hæstiréttur ekki annmarka á rannsókn lögreglu í málinu, líkt og Héraðsdómur auk þess sem dómurinn hefði átt að kanna frekar ákveðna þætti sem fram komu í málinu. Í leigubílnum voru fjórir menn og átti túrinn að kosta tæpar 2.000 krónur. Ásgeir Elíasson, leigubílstjórinn sem fyrir árásinni varð, fagnaði þá ákvörðun Hæstaréttar og kvaðst hafa fengið endurnýjaða trú á rétt- arkerfið. Hann segist enn vera að fóta sig eftir árásina, en slapp þó ótrúlega vel. Skurðurinn sem hann fékk í árásinni var sextán sentí- metra langur og sauma þurfti í hann 56 spor. Mennirnir sem voru í leigubíln- um eru allir fæddir á árunum 1947 til 1956, hafa komið við sögu lög- reglu og voru undir áhrifum vímu- efna. - óká Mál leigubílstjóra sem skorinn var á háls í Vesturbænum aftur fyrir dómi: Endurnýjuð trú á réttarkerfið HNÍFUR Vopnið sem notað var við árásina á leigubílstjórann kom ekki fram við rann- sókn lögreglu á málinu. JARÐSKJÁLFTI VIÐ PERSAFLÓA Leitað er að heillegum hlutum í rústum húsa í þorpinu Zirang eftir að 5,9 stiga jarðskjálfti skók írönsku eyjuna Qeshm í Persaflóa. Tíu létust og sjötíu slösuðust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VARNARLIÐIÐ Fulltrúar banda- ríska hersins og herspítalans á Keflavíkurflugvelli hafa frá því í sumar margsinnis komið að máli við ráðamenn Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja til að kynna sér aðstöðu og kanna hvaða heilbrigð- isþjónustu mætti kaupa af henni. Þetta segir Sigríður Snæ- björnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Fréttablaðið greindi frá því í gær að viðræður stæðu yfir milli fulltrúa varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli annars vegar og Land- spítala - háskólasjúkrahúss hins vegar um að spítalinn taki að sér aukna sjúkraþjónustu fyrir varn- arliðsmenn þar sem leggja eigi herspítalann á Vellinum niður sem slíkan. „Ástæðan fyrir því að þeir eru að leita eftir þjónustu er fyrst og fremst sú að þegar flugherinn tekur við af sjóhernum á næsta ári mun sjúkrahús þeirra loka því að bandaríski flugherinn rekur almennt ekki sjúkrahús í Evrópu,“ segir Sigríður. „Heilsugæsla mun áfram verða veitt á Vellinum. Á undanförnum vikum hafa sér- fræðingar varnarliðsins komið hingað á HSS og hitt lækna og annað starfsfólk til að kynna sér starfsemina. Þeir hafa lagt fram beiðni um að HSS veiti meðal annars alla lyflæknisþjónustu, almenna skurðlæknisþjónustu, kvensjúkdómaþjónustu, almenna bráðaþjónustu og veiti ráðgjöf í lyflækningum og barnalækn- ingum. En þar sem HSS býður ekki upp á fullkomnar vaktir á skurðstofu alla daga ársins vildu þeir ekki að fæðingaþjónustu yrði beint til okkar. Nú á fimmtudag- inn er von á yfirlækni ameríska flughersins í Evrópu ásamt fleiri fulltrúum hersins til að skoða aðstöðu og hitta starfsfólk á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja.“ - jss Framkvæmdastjóri Heilbrigðistofnunar Suðurnesja: Herinn vill kaupa þjónustu VARNARLIÐIÐ Vill kaupa heilbrigðisþjón- ustu af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. DÓMSMÁL Karlmaður um þrítugt var dæmdur í fimm mánaða fang- elsi fyrir fíkniefnasmygl í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn faldi innvortis 140 grömm af efni sem hann taldi vera kókaín og var gripinn með það í Leifsstöð í nóvember í fyrra við komuna til landsins frá Amsterdam í Hollandi. Maðurinn játaði innflutning- inn greiðlega, en við greiningu efnanna kom í ljós að einungis 60 grömm voru kókaín en 80 grömm reyndust vera staðdeyfilyf. Var hann því svikinn af seljendum efnisins ytra. Málið sótti, fyrir hönd sýslu- mannsins á Keflavíkurflugvelli, Eyjólfur Ágúst Kristjánsson, en málið dæmdi Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari. - óká Fékk fimm mánaða fangelsi: Kókaínsmyglari svikinn JERÚSALEM, AP Talið er nánast öruggt að Shimon Peres, fyrr- verandi leiðtogi ísraelska Verka- mannaflokksins, muni tilkynna í dag að hann hyggist ganga til liðs við nýstofnaðan flokk Ariels Shar- ons forsætisráðherra. Peres kvaðst myndu skýra frá ákvörðun sinni í kvöld þegar frétta- menn ræddu við hann í Barce- lona í gær. Hann fór svo hlýjum orðum um Sharon og sagði sókn- arfæri stjórnmálanna liggja þar. Sögusagnirnar fengu byr undir báða vængi í gær þegar Dalia Itzik, einn nánasti samstarfsmað- ur Peres, yfirgaf Verkamanna- flokkinn. ■ Shimon Peres: Sagður ætla í flokk Sharons SHIMON PERES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.