Fréttablaðið - 30.11.2005, Side 18
30. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Á tímum kalda stríðsins var hug-
takið „finnlandisering“ stundum
viðhaft um þjóðir sem lifðu í svo
nánu sambýli við ógnvænlegt stór-
veldi, að þær kusu sjálfviljugar að
takmarka umsvif sín í utanrík-
ismálum við það, sem þær höfðu
fyrirfram gengið úr skugga um að
að væri stórveldinu þóknanlegt,
eða því að minnsta kosti mislíkaði
ekki stórlega.
Finnum var ami að þessari
notkun hugtaksins, en óneitan-
lega lýsti það vel þeim veruleika,
sem þeir bjuggu við eftir að hafa
tapað styrjöld við Sovétríkin,
látið land af hendi við stórveldið
og orðið því efnahagslega háð með
því að stór hluti finnska hagkerf-
isins byggðist á framleiðslu fyrir
Sovétríkin og snurðulausum við-
skiptum við þau. Fáar eða engar
vestrænar þjóðir munu því hafa
orðið því jafnfegnar að sleppa
undan hrammi rússneska bjarn-
arins og endurheimta sjálfstæði
sitt til að haga utanríkisstefnu
sinni svo sem hentaði þjóðarhags-
munum hverju sinni.
Íslenska þjóðin býr óneitan-
lega á áhrifasvæði mesta stór-
veldis heimsins, Bandaríkjanna.
Þó höfum við aldrei sætt við-
líka þvingunum af hálfu þessa
nágranna okkar og Finnar máttu
sætta sig við af hálfu síns grann-
ríkis. Á kaldastríðstímanum lá
víglínan milli heimsveldanna þó
um Norður-Atlantshafið þvert, frá
Grænlandi til Bretlands (GIUK-
hliðið) og Bandaríkin töldu óhjá-
kvæmilegt að innlima Ísland í
varnarkerfi sitt. Það var fyrst
og fremst liður í heimavörnum
þeirra, þótt óneitanlega væri það
okkur vörn jafnframt, svo lengi
sem átök stórveldanna snerust
ekki upp í kjarnorkustyrjöld.
Ráðamönnum í Washington
þótti þó oft nóg um það frjáls-
ræði í utanríkismálum sem við
leyfðum okkur á árum þorska-
stríðanna - m.a. með bakhjarl
í sovétviðskiptum - og kölluðu
okkur iðulega „bandamanninn
trega“. Við fengum þó okkar
framgengt um útfærslu landhelg-
innar og í heildina litið má segja
að við höfum haldið nokkuð vel
á spilunum og nýtt okkur kæn-
lega þetta valdatafl stórveldanna
meðan það ástand varði.
Í dag er hernaðarlegt mikil-
vægi Íslands ekkert. Mér fannst
það aðalfrétt helgarinnar að
bandarísk hernaðaryfirvöld hafa
nú opinberlega lýst yfir að þeir
sjái enga þá ógn steðja að Íslandi,
sem réttlætt geti stöðuga nær-
veru herafla þeirra hér. Þau hafa
nú þegar skipað Keflavíkurflug-
velli í lægsta flokk herstöðva, þar
sem viðbúnaður takmarkist við
aðgengi, ef og þegar aðstæður
breyttust á þessum slóðum. Þetta
er mat stærsta og voldugasta her-
veldis heimsins. Samt þverskall-
ast frammámenn okkar og halda
áfram að klifa á því að hér verði
að vera „sýnilegar varnir“. Og
að þeirra mati þýða „sýnilegar
varnir“ fjórar þotur með tilheyr-
andi starfsliði! En hvernig sem
venjulegir dauðlegir menn góna
upp í háloftin er þeim fyrirmun-
að að koma auga á þessa aðsteðj-
andi ógn þaðan. Og nú er það
staðfest að hernaðarsérfræðingar
Bandaríkjanna sjá ekki heldur
þær ógnvænlegu sýnir, sem tekið
hafa sér fasta bólfestu í kollum
nokkurra áhrifamikilla íslenskra
stjórnmálamanna.
Þessa áráttu íslenskra ráða-
manna að ríghalda hér í her, sem
ekki vill vera hér og hefur ekkert
að gera hér, mætti ef til vill kalla
„íslandiseringu“. Hún er að því
leyti verri en finnlandiseringin,
að hún skilar okkur engu nema
þá tregðu og óvild stórveldisins,
sem menn þó vilja vera í vinfengi
við. Og hún kemur í veg fyrir að
við förum að ræða af skynsemi
og yfirvegun hvernig hátta skuli
vörnum á lögsögu Íslands.
Forstjóri landhelgisgæsl-
unnar kom með þarft innlegg í
þessa umræðu og á hárréttum
tímapunkti. Viðbrögð nýkjörins
formanns Sjálfstæðisflokksins
og utanríkisráðherra landsins
vekja furðu. Aldrei hefur verið
meiri þörf en nú á að ræða hvern-
ig Íslendingar geti haganlegast
komið fyrir vörnum landsins. Og
þótt við höfum aldrei verið ginn-
keypt fyrir trúboði um innlendan
her og þjálfun ungra manna - og
kvenna - í vopnaburði, þá höfum
við allt frá dögum sjálfstæðisbar-
áttunnar skynjað að öflug land-
helgisgæsla er undirstaða íslensks
fullveldis. Landhelgisgæslan
sýndi það líka á tímum þorska-
stríðanna hvers hún er megnug
til varnar íslenskri lögsögu. Þess
vegna hef ég aldrei skilið hvers
vegna ráðamenn hafa komist upp
með að láta hana drabbast niður,
jafnvel á þeim forsendum að við
höfum ekki efni á að halda þeim
skipum úti, sem hún þó ræður
yfir! Á sama tíma erum við með
ærnum kostnaði að montast með
einhverjar tylftir manna með
skammbyssur í teppabissniss í
Afganistan!
Nei, nú er lag að efla Landhelg-
isgæsluna, búa hana nýjum skip-
um, sem jafnframt megi beita til
rannsókna á auðlindum innan lög-
sögunnar, og sjá henni fyrir flug-
vélakosti sem nægi til að leysa
björgunarsveit ameríska hers-
ins af hólmi. Það eru „sýnilegar
varnir“ fullveldis Íslands. ■
Íslandísering
Í DAG
VARNIR ÍSLANDS
ÓLAFUR
HANNIBALSSON
„Mér fannst það aðalfrétt helg-
arinnar að bandarísk hernað-
aryfirvöld hafa nú opinberlega
lýst yfir að þeir sjái enga þá
ógn steðja að Íslandi, sem
réttlætt geti stöðuga nærveru
herafla þeirra hér.“
Með þotuliði?
Það vakti nokkra athygli þegar Morgun-
blaðið birti í vikunni sem leið ritstjórn-
argreinar þar sem ákvörðun forseta
Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að
vera viðstaddur krýningarhátíð Alberts
fursta af Mónakó var gagnrýnd. Blaðið
taldi að hann hefði ekkert erindi átt
þangað og það gæti beinlínis komið
óorði á opinberar heimsóknir forsetans
að þiggja tilgangslaus veisluboð. Ritstjór-
inn skrifaði: „Ekki eigum við
svo mikil viðskipti
við Mónakó? Ekki
kaupa þeir svo
mikið af íslenzk-
um útflutnings-
afurðum. Ekki
skiptir Mónakó
svo miklu máli
í evrópskum
stjórnmálum
að tilefni sé til af þeim sökum.“ Kallaði
hann Mónakó „sérkennilegt umdæmi“
sem fyrst og fremst væri „þekkt fyrir
spilavíti og þotulið.“
Forseti svarar
Daginn eftir svaraði Ólafur Ragnar
þessum skrifum og benti á að Íslend-
ingar ættu á ýmsan hátt samleið með
smáríki eins og Mónakó. Fram kom að
Albert fursti væri ekki bara glaumgosi í
alþjóðlegu þotuliði. Hann væri „mikill
áhugamaður um málefni norðurslóða og
hvaða áhrif loftslagsbreytingar kunni að
hafa á lífshætti og náttúru í norður-
hluta heims.“ Þessi athugasemd forseta
Íslands hefur greinilega haft áhrif. Í gær
birtist heilsíðugrein í Morgunblaðinu
undir fyrirsögninni „Albert fursti af Món-
akó á leið á norðurpólinn“. Þar kveður
við annan tóm en í hinum neikvæðu
ritstjórnargreinum undanfarinna daga.
Loksins!
Greinin hefst svona: „Loksins gefst
almenningi tækifæri til að sjá með eigin
augum það sem vísindamenn hafa varað
við í langan tíma. Hvernig hin svonefndu
gróðurhúsaáhrif gera það að verkum að
jöklar bráðna og hverfa. Albert II fursti af
Mónakó hefur góðfúslega veitt lesendum
Morgunblaðsins tækifæri til þess að
sjá einstakar myndir sem langalangafi
hans, Albert fursti af Mónakó, tók af
Svalbarða, en Albert skipuleggur nú
hundasleðaleiðangur sinn til norðurpóls-
ins.“ Með þessum hjartnæmu orðum
fylgdu síðan gamlar og nýjar myndir
af norðurpólnum. Það er kannski ekki
ástæða til að ætla að milliríkjadeila hafi
verið í uppsiglingu, en með birtingu
myndanna ætti sambandið milli forset-
ans og Morgunblaðsins að hafa skánað
eitthvað og því fagna allir góðhjartaðir
menn. gm@frettabladid.isÞað er stjórnum Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur til vansæmdar að hafa vikið Vilhjálmi Rafnssyni prófessor úr starfi ritstjóra Læknablaðsins
fyrir þá sök að ritið birti ádeilugrein á Kára Stefánsson for-
stjóra Íslenskrar erfðagreiningar.
Stjórnir læknafélaganna hafa að vísu ekki staðfest að ádeil-
an á Kára sé ástæðan fyrir brottvikningunni en það blasir við
og ritstjórinn fyrrverandi segir það berum orðum í yfirlýs-
ingu sem hann sendi frá sér á þriðjudaginn. Með ákvörðun-
inni er vegið að starfsheiðri ritstjórans sem verið hefur við
Læknablaðið í tólf ár og átt þátt í að gera það að alþjóðlega
viðurkenndu riti á sínu sérsviði. Hitt er þó enn alvarlegra að
vegið er að ritfrelsi sem er stjórnarskrárvarin réttindi.
Í grein Jóhanns Tómassonar læknis, „Nýi sloppur keisar-
ans“, sem birtist í septemberhefti Læknablaðsins var fundið
að því að Kári Stefánsson skyldi ráðinn til afleysinga á tauga-
sjúkdómadeild Landspítalans. Greinarhöfundur hélt því fram
að Kári hefði skilyrt, takmarkað lækningaleyfi og að hann
hefði ekki stundað lækningar í um áratug. Hann fullyrti að
yfirlæknir deildarinnar og yfirstjórn sjúkrahússins hefðu
gert mistök með því að fallast á ráðninguna.
Ekki eru forsendur til að taka afstöðu til þess hvað hæft er í
þessum ásökunum. Full ástæða er hins vegar til þess að greint
verði frá því opinberlega hvort rétt sé að lækningaleyfi Kára
Stefánssonar sé takmarkað og hvort stjórnendum á Landspít-
ala hafi þá orðið á mistök þegar þeir fengu hann til að annast
sjúklinga tímabundið. Landlæknir og lækningaforstjóri spítal-
ans hljóta að geta upplýst þetta.
Nokkru eftir að greinin birtist í Læknablaðinu sögðu allir rit-
stjórnarmenn tímaritsins, fimm að tölu, af sér vegna óánægju
með birtingu greinarinnar. Hafði þá Kári Stefánsson mót-
mælt henni harðlega og krafist afsökunarbeiðni. Fyrrverandi
ritstjóri segir að hann hafi jafnframt krafist brottvikningar
sinnar úr starfi.
Fram hefur komið að fjórir fimmmenninganna, sem voru
í ritstjórninni, eru í rannsóknarsamstarfi við Íslenska erfða-
greiningu og Kára Stefánsson og að tveir þeirra hafa skrifað
með honum fræðilegar greinar. Þessi tengsl kunna að skýra af
hverju þeir kusu að víkja úr ritstjórninni.
Grein Jóhanns Tómassonar hefur einnig verið að finna
í vefútgáfu Læknablaðsins. Samkvæmt ákvörðun stjórna
læknafélaganna voru hins vegar fjarlægðar tvær setningar í
þeirri útgáfu og Kári Stefánsson beðinn afsökunar á innihaldi
þeirra. Nú er gengið mun lengra með því að reka ritstjórann úr
starfi fyrir það eitt að hafa leyft birtingu ádeilugreinar.
Kári Stefánsson er merkilegur brautryðjandi í vísindum og
atvinnulífi. Séu ásakanir Jóhanns Tómassonar fullkomlega
tilhæfulausar hlýtur það að vera auðvelt fyrir hann að hrekja
þær í eitt skipti fyrir öll. Kári er ekki frekar en aðrir menn
yfir það hafinn að svara gagnrýni efnislega. Kára er einnig
opin sú leið að höfða mál og óska eftir því að ummæli Jóhanns
Tómassonar verði dæmd dauð og ómerk. Hin leiðin, sem nú
hefur verið farin, að reka ritstjóra Læknablaðsins úr starfi
fyrir að virða ritfrelsi er algjörlega óviðunandi. Félagsmenn í
læknafélögunum geta ekki látið þetta viðgangast.
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Læknar hljóta að mótmæla brottvikningu
ritstjóra Læknablaðsins.
Til vansæmdar
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Mest lesna
vi›skiptabla›i›
G
al
lu
p
kö
nn
un
fy
rir
3
65
p
re
nt
m
i›
la
m
aí
2
00
5.