Fréttablaðið - 30.11.2005, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 30.11.2005, Qupperneq 21
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 30. nóvem- ber, 334. dagur ársins 2005 Mér finnst maturinn þinn góður, amma, en tennurnar í mér eru eitthvað þreyttar á honum. KRÍLIN Reykjavík 10.43 13.16 15.50 Akureyri 10.50 13.01 15.12 Um hver jól veitir Hjálpræðisherinn á Íslandi þeim sem einmana eru eða hafa á einhvern hátt orðið undir í þjóðfélag- inu ómælda aðstoð. Aðventukaffi er á meðal nýjunga í ár. Kaffi og vöfflur verða á boðstólum á hverj- um degi á aðventunni í Herkastalanum milli klukkan 16 og 18. Þetta er sá tími þegar oft er erfitt fyrir útigangsfólk að finna staði til að hlýja sér á. „Það ætti enginn að þurfa að vera matarlaus um jólin því margir bjóða upp á aðstoð en þegar upp er staðið þá er það kannski ekki maturinn sem öllu máli skipt- ir,“ segir majór Anne Marie Reinholdtsen, framkvæmdastjóri Hjálpræðishersins á Íslandi, og brosir sínu hlýja brosi. Á aðfangadag í fyrra borðuðu um 150 manns jólamatinn í Herkastalanum í Kirkjustræti í Reykjavík. Árum saman hefur herinn gefið fólki að borða bæði á aðfangadag og jóladag. Auk þess safnast þar saman fjöldi sjálfboðaliða sem hjálpar til við það sem til fellur. „Það er alls konar fólk sem borðar hér, bæði þeir sem hafa lent í vandræðum með áfengi og vímuefni en einnig kemur hing- að fólk sem er bara einfaldlega einmana,“ segir Anne Marie, og bætir við að engum er vísað á dyr. Þó er áfengisneysla bönnuð í Herkastalanum. Hjálpræðisherinn deilir út fjölmörgum gjöfum sem honum berast á ári hverju frá verslunum, fyrirtækjum og einstakling- um. Á næstu dögum hefst söfnunin þegar jólapottunum verður komið fyrir í Kringl- unni og Smáralind. Í fyrra söfnuðust um 2,5 milljónir í pottana. „Við notum hluta þessa fjárs til þess að kaupa gjafir handa föngum,“ segir Anne Marie. „Eins fengu um þrjú hundruð manns gjafakort í Bónus í fyrra.“ Anne Marie biður þá sem þegar hafa ákveðið að snæða jólamatinn í Herkastalan- um að skrá nafn sitt á lista en hún áréttar að öllum er velkomið að koma inn af götunni svo lengi sem pláss og matur leyfir. „Það eru ekkert allir sem vita fyrirfram hvar þeir verða á jólunum,“ segir Anne Marie. „Það er okkar hjartans mál að rétta fólki hjálparhönd, sérstaklega á jólunum. Jólin eru sérstök.“ smk@frettabladid.is Aðventukaffi í Herkastalanum Majór Anne Marie Reinholdtsen býður þá sérstaklega velkomna í Herkastalann sem eiga í fá hús að venda. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Jólakortin komu fyrst út 1843 og rúmum 60 árum síðar, eða um alda- mótin 1900, kom fyrsta íslenska jóla- kortið út. Nú er hægt að fá jólakort af öllum stærðum og gerðum og ekki er verra ef gott málefni er stutt er kort eru keypt. Að senda jólakort kostar 50 kr. innanlands, 70 kr. innan Evrópu og 90 kr. til fjarlægari landa. Höfrungar lækna mögulega þunglyndi með nærveru sinni einni saman. Þunglynt fólk sem synti meðal höfrunga í Hondúras náði skjótari bata en þeir sem syntu á sama svæði en höfðu engin samskipti við sjávarspen- dýrin. Svo virðist sem glaðlyndi höfrunganna smiti út frá sér og bæti þannig geðheilsu mennskra sundfélaga þeirra. Ferðafélag Íslands stend- ur fyrir vikulegum göngum á sunnudögum. Áfangastaður fer eftir geðþótta þátttakenda en lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl.10.00. Það er tilvalið að losa um jólastressið með göngutúr og ekki skemmir góður félags- skapur. Matarkarfa, gjöf fyrir stúlku og gjöf fyrir dreng, koma í hlut Mæðrastyrksnefndar þegar keyptur er bíll hjá Toyota. Þan- nig vill Toyota veita öðrum hlut- deild í velgengni fyrirtækisins á árinu að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Þetta á við bíla sem keyptir eru til 20. desember. LIGGUR Í LOFTINU [JÓL FERÐALÖG BÍLAR NÁM] NEPAL Spennandi gönguferð bls. 3 UNGIR ÖKUMENN Lenda í slysum bls. 4 FJÖLMENNINGARSAMFÉLAG Fjölbreytt jólahald bls. 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.