Fréttablaðið - 30.11.2005, Side 25

Fréttablaðið - 30.11.2005, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 30. nóvember 2005 Vegna aukins kostnaðar við gerð umferðaröryggisáætlunar mun öryggisgjald hækka úr 200 krónum í 400 krónur eða um 100%. Nú liggja fyrir Alþingi breyt- ingatillögur þess efnis að hækka eigi öryggisgjald um 100%. Öryggisgjald, sem greitt er við nýskráningu bíla og við eigenda- skipti, rennur til Umferðarstofu. Hækkunin er til komin vegna kostnaðar við gerð umferðarör- yggisáætlunar. Samkvæmt samgönguáætlun 2005-2008 er Umferðarstofu ætlað að verja 368 milljónum króna í þessa áætlunagerð og framkvæmd hennar en með hækkun öryggisgjaldsins safn- ast 280 milljónir króna til verk- efnisins. Umferðarstofa ætlar meðal annars að nýta fjármagnið til aukinnar umferðaröryggis- fræðslu í leik- og grunnskólum, gerð fræðsluefnis um notkun öryggisbelta, gerð kynningar- efnis fyrir erlenda ferðamenn og aukinnar fræðslu fyrir atvinnu- bílstjóra. Meira fé varið til öryggisfræðslu Umferðaröryggisgjald er nýtt í umferðarfræðslu fyrir yngstu kynslóðina.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.