Fréttablaðið - 30.11.2005, Page 29
Norska kauphöllin
Laxinn sækir
til Noregs
Saga Jarðborana skoðuð
Borfyrirtæki
kveður Kauphöllina
Tími jólabónusa
Kökunum
skipt
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 30. NÓVEMBER 2005 – 35. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Meira virði | Greiningardeild KB
banka hvetur hluthafa í Jarðbor-
unum til að ganga ekki að líklegu
yfirtökutilboði Atorku Group sem
hefur eignast meira en helming
hlutafjár í Jarðborunum.
Segir upp 100 | Bakkavör Group
mun segja upp hundrað manns á
skrifstofu félagsins í Bretlandi
sem hluti samþættingar- og hag-
ræðingaraðgerðum í kjölfar yfir-
töku á Geest Ltd.
Gott uppgjör | Sterk króna setur
mark sitt á afkomuna hjá HB
Granda sem hagnaðist um 585
milljónir á þriðja ársfjórðungi.
Hagnaður var 78 milljónir á sama
tímabili í fyrra.
Hafnar samruna | Kauphöll Ís-
lands ætlar ekki að hefja sam-
runaviðræður við norrænu OMX-
kauphallirnar en OMX leitaðist
eftir samruna Kauphallarinnar
við samstæðuna.
Kaup frágengin | Íslandsbanki
hefur fest kaup á öllum hlutabréf-
um í norska verðbréfafyrirtækinu
Norse Securities ASA. Er þetta
liður í uppbyggingu bankans í
Noregi.
Lýsir áhyggjum | Í umsögn Royal
Bank of Scotland um KB banka
var bent á að bankinn er mjög
háður lánsfjármörkuðum um fjár-
mögnun.
Stærstur í Scribona | Banda-
ríski fjárfestirinn David Marcus
er orðinn stærsti hluthafinn í
sænska fyrirtækinu Scribona.
Straumur-Burðarás á um sautján
prósent í félaginu.
Vextir óbreyttir | KB banki hefur
ekki tekið neina ákvörðun um að
hækka vexti íbúðalána og eru
íbúðalánavextir bankans áfram
4,15 prósent.
Nike frá
Austurbakka
Austurbakki ætlar að selja frá
sér íþróttadeildina og víndeild-
ina. „Íslandsbanki hefur séð um
söluna fyrir okkur en það er ekki
búið að ganga frá henni,“ segir
Margrét Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Austurbakka.
Þekktasta vörumerki Austur-
bakka í sportvörunum er tví-
mælalaust Nike en samstarf fyr-
irtækjanna nær tvo áratugi aftur
í tímann. Nike náði sterkri mark-
aðsstöðu snemma á 10. áratugn-
um þegar NBA-æðið var í há-
marki og hefur haldið stöðu sinni
síðan. „Þetta er flott merki og
hefur allt með sér,“ segir
hún.
Ástæðan fyrir sölunni
er sú að um áramótin sam-
einast Austurbakki,
Icepharma og Ísmed í
eitt, stórt heildsölufyrir-
tæki á heilbrigðismark-
aði og vilja stjórnend-
ur félagsins einbeita
sér að lyfjasölu og
lækningavör-
um. Áætluð
velta hins nýja félags er
um fjórir milljarðar
króna á ári. - eþa
Björgvin Guðmundsson
skrifar
Í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á
Íbúðalánasjóði er gagnrýnt að sjóðurinn hóf að
kaupa lánasamninga banka og sparisjóða og skil-
greindi það sem hluta af áhættustýringu sinni án
þess að tilkynna það markaðsaðilum. Tekur Ríkis-
endurskoðun ekki beina afstöðu til þess hvort
þessi lánasamningar, sem nema tugum milljarða
króna, hafi verið í samræmi við lög og reglur. Er
bent á að Fjármálaeftirlitið hafi verið upplýst um
gerð þessara lánasamninga og látið þá viðgangast.
Með hliðsjón af stöðu og hlutverki Fjármálaeftir-
litsins, sem sjálfstæðs eftirlitsaðila með fjármála-
starfsemi eins og Íbúðalánasjóðs, sé rétt að eftir-
litið úrskurði um slík álitamál í samræmi við lög.
Vegna mikilla uppgreiðslna íbúðalána hjá Íbúða-
lánasjóði stóð sjóðurinn uppi með mikið fé. Í upp-
hafi þessa árs fór Íbúðalánasjóður að kaupa lána-
samninga banka og sparisjóða við viðskiptavini fyr-
ir þessa milljarða. Var það gert til að samræmi yrði
milli eigna og skulda sjóðsins, það er til að fá tekj-
ur af peningunum sem Íbúðalánasjóður hafði tekið
að láni og þurfti að greiða afborganir af. Þannig fær
Íbúðalánasjóður greiðslur af íbúðalánunum til sín
sem viðskiptavinir banka og sparisjóða greiða.
Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar kemur
fram að Fjármálaeftirlitið hafi tæplegu hálfu ári
eftir að lánasamningar voru fyrst gerðir, eða 10.
maí 2005, gert Íbúðalánasjóði það ljóst að samning-
ar af þessu tagi væru orðnir verulegur þáttur í
starfsemi hans. Áður hafði eftirlitið ekki gert at-
hugasemdir enda var talið í upphafi að samningarn-
ir hefðu verið gerðir til að bregaðst við vanda á til-
teknum tímapunkti og væri liður í áhættustýringu.
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, gaf svo út
nýja reglugerð í september þar sem tekin voru af
öll tvímæli um að Íbúðalánasjóði væri heimilt að
kaupa lánasamninga.
Ríkisendurskoðun fjallar um álitsgerð
Jóhannesar Sigurðssonar, hæstaréttarlögmanns og
prófessors í fjármálafræðum við Háskólann í
Reykjavík. Sagði hann meðal annars að
lánasamningar uppfylltu ekki skilyrði sem
Íbúðalánasjóði væru sett varðandi áhættustýringu.
Ríkisendurskoðun tekur ekki beint undir þetta
heldur skýrir afstöðu Íbúðalánasjóðs, sem segir að
áhættustýring sjóðsins sé alls ekki bundin við
viðskipti með verðbréf.
Önnur atriði sem Ríkisendurskoðun fjallar um
er að síðasta uppgjör Íbúðalánasjóðs hefði mátt
vera ítarlegra. Þá hefði sjóðurinn í ljósi mikilla
uppgreiðslna íbúðalána átt að fara hægar í sakirnar
við útgáfu nýrra íbúðabréfa. – sjá nánar bls. 10
F R É T T I R V I K U N N A R
14 12-13 6
Útrásarvísitala
Markaðarins:
Hækkar um
þrjú prósent
Útrásarvísitala Markaðarins
hækkar um 2,91 prósent á milli
vikna og mælist nú 119,15 stig.
Sænska félagið Scribona hækk-
aði mest frá því í vikunni á undan
eða um 9,4 prósent en Straumur-
Burðarás á hlut í félaginu. Næst-
mest hækkaði danska fasteigna-
félagið Keops um 8,9 prósent á
milli vikna en Baugur Group á
hlut í því félagi.
Mest lækkuðu bréf í deCode,
alls um 6,5 prósent á milli vikna.
Þá lækkuðu bréf í NWF, sem At-
orka Group á hlut í, um 6,5 pró-
sent. - hb
Gagnrýnir upplýsinga-
gjöf Íbúðalánasjóðs
Íbúðalánasjóður fór ekki á svig við lögin þegar hann keypti lána-
samninga fjármálastofnana samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisend-
urskoðunar. Vanda hefði mátt til upplýsingagjafar í kjölfarið.
JORDAN SPILAÐI Í NIKE Nike-
umboðið er á leið frá Austurbakka
ásamt öðrum íþróttavörum og vín-
deildinni.
Magnúsi Jónssyni, forstjóra At-
orku Group, sem er stærsti hlut-
hafinn í Jarðborunum, finnst
vinnubrögð Greiningardeildar
KB banka ófagleg vegna grein-
ingar bankans á Jarðborunum.
„Við skiljum ekki þær forsendur
sem KB banki gefur sér. Þeir
hljóta að búa yfir meiri upplýs-
ingum en við sem erum í félaginu
og þeir innherjar sem seldu okk-
ur bréfin.“
Yfirtökutilboð Atorku í Jarð-
boranir verður lagt fram innan
skamms og hafa forsendur þess
ekkert breyst að sögn Magnúsar.
Magnús bendir á það að Jarð-
boranir hafi tilkynnt um sölu á
Einingaverksmiðjunni sem þýði
tekjusamdrátt upp á hálfan millj-
arð. Ekkert tillit sé tekið til þess
en samt sé gert ráð fyrir nærri
25 prósent vexti á næsta ári.
Hann efast einnig um þær for-
sendur sem KB banki gefur sér
um vöxt Jarðborana til ársins
2014. Félagið gaf út rekstrará-
ætlun sem miðast við að velta fé-
lagsins verði allt að 4,3 milljarð-
ar á þessu ári. KB banki spáir
hins vegar fimm milljarða veltu
á árinu.
„Venjan er sú að óskað er eftir
fundum með félögum sem verið
er að greina til þess að leggja
mat á forsendur. Það var ekki
gert í þessu tilfelli.“
Magnús furðar sig einnig á
orðum KB banka að það séu slök
býtti að skipta á bréfum í Jarð-
borunum og Atorku Group.
„Þetta gerir greiningardeildin án
þess að vinna greiningu á félag-
inu eða óska eftir fundi með At-
orku. - eþa
Ófagleg vinnubrögð KB Banka
Atorka Group leggur fram innan skamms yfirtökutilboð í Jarðboranir.
01_24_Markadur-24 lesin vantar 29.11.2005 16:11 Page 3