Fréttablaðið - 30.11.2005, Side 34
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN6
Ú T L Ö N D
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Svissnesk fyrirtæki hafa tekið
sér stöðu í hópi verðmætustu fyr-
irtækja Evrópu en þýsk fyrir-
tæki hafa aftur á móti helst úr
lestinni. Fyrir tuttugu árum áttu
Þjóðverjar sjö fyrirtæki á lista
tíu verðmætustu fyrirtækja Evr-
ópu, samkvæmt samantekt
Fidelity International sem birtist
í Financial Times, en eiga ekkert
í dag.
Stærsta fyrirtæki Evrópu að
markaðsvirði er franska olíu-
samsteypan Total sem er um 140
milljarða evra virði. Fyrir tveim-
ur áratugum var Total í 88. sæti
en tveir stórir samrunar við önn-
ur fyrirtæki komu því á flug.
Svissnesku fyrirtækin Novartis,
Nestlé, Roche og UBS koma á
eftir í næstu sætum. Finnski
símaframleiðandinn Nokia er í
níunda sætinu.
Sviss á fjögur fyrirtæki á list-
anum en Frakkar og Spánverjar
tvö.
Þýski bílaframleiðandinn
Daimler var í öðru sæti listans
árið 1985 en hefur nú fallið í 21.
sæti. Siemens, Allianz, Deutsche
Bank, Bayer, BASF og Hoechst
falla einnig af listanum. Dvín-
andi máttur þýskra stórfyrir-
tækja endurspeglast í veiku
efnahagskerfi og vantrú fjár-
festa á hlutabréfamörkuðum þar
í landi.
Fyrir tuttugu árum var Royal
Dutch Shell stærsta fyrirtæki
Evrópu en þá var markaðsvirði
þess um sextán milljarðar evra.
Royal Dutch Shell er nú einungis
skráð í Bretlandi og væri enn á
toppnum ef bresk fyrirtæki
væru ekki undanskilin í saman-
tektinni.
Listinn bendir einnig til þess
að fyrirtæki sem sérhæfðu sig í
bíla-, véla- og efnaframleiðslu
hafa vaxið minna á kostnað lyfja-
framleiðenda og fjarskiptafyrir-
tækja sem fara upp fyrir þau.
!"! #$ !"!
Þýski bílaframleiðandinn Daimler var í öðru sæti listans árið 1985 en hefur nú
fallið í 21. sæti. Siemens, Allianz, Deutsche Bank, Bayer, BASF og Hoechst
falla einnig af listanum. Dvínandi máttur þýskra stórfyrirtækja endurspeglast í
veiku efnahagskerfi og vantrú fjárfesta á hlutabréfamörkuðum þar í landi.
Sviss byggir
upp stórfyrirtæki
Sjö þýsk stórfyrirtæki sem voru í hópi stærstu fyrirtækja
Evrópu árið 1985 eru þar ekki lengur.
Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting
miðill gjaldmiðils)
BTC Búlgaría 10,12 Lev 37,99 0,28%
Carnegie Svíþjóð 110,50 SEK 7,85 3,24%
Cherryföretag Svíþjóð 24,80 SEK 7,85 -0,43%
deCode Bandaríkin 9,16 USD 63,43 -4,11%
EasyJet Bretland 3,29 Pund 108,42 9,36%
Finnair Finnland 10,56 EUR 74,23 2,21%
French Connection Bretland 2,65 Pund 108,42 6,03%
Intrum Justitia Svíþjóð 70,00 SEK 7,85 2,78%
Keops Danmörk 20,70 DKR 9,95 10,75%
Low & Bonar Bretland 1,19 Pund 108,42 8,65%
NWF Bretland 5,93 Pund 108,42 -2,49%
Sampo Finnland 13,81 EUR 74,23 0,90%
Saunalahti Finnland 2,50 EUR 74,23 1,63%
Scribona Svíþjóð 17,50 SEK 7,85 12,41%
Skandia Svíþjóð 44,30 SEK 7,85 4,43%
Miðað við gengi bréfa og gjaldmiðla á mánudag
Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 1 9 , 1 5 2 , 9 1 % Smokkar mæli-
kvarði á verðbólgu
Eins og flestar þjóðir fylgist Kýp-
ur með verði ákveðinna neyslu-
vara sem áður fyrr voru brauð,
smjör og aðrar nauðsynjavörur.
Hagstofan þar í landi íhugar nú að
bæta smokkum og rislyfinu Vi-
agra í vörukörfu sínu sem notuð
er til að mæla verðbólgu í landinu.
Kýpur hyggst nú uppfæra listann
til þess að geta metið verðbólguna
á nákvæmari hátt. Vörur og þjón-
ustutegundir sem bæta á við eru
153 talsins og má þar nefna hár-
eyðingarvörur, augnlinsur, hárgel,
handfrjálsan símabúnað, tóma
geisladiska og heimsókn til
hnykkjarans. - hhs
Jólaverslunin vest-
anhafs fer heldur
hægar af stað í ár
en í fyrra ef marka
má fyrstu sölutölur
sem birtar voru af
rannsóknastofnun-
um verslunarinnar í Bandaríkj-
unum um liðna helgi. Shopp-
erTrak rannsóknarsetrið, sem
mælir veltu í um 45.000 verslun-
um í Bandaríkjunum, tilkynnti að
jólaverslunin færi aðeins hægar
af stað en í fyrra eða um 0,9 pró-
sent þrátt fyrir að búist hafði
verið við að hún myndi aukast.
Talsmaður ShopperTrak sagði
að jólaverslunin í fyrra hefði sett
öll met og því væri
ekkert óeðlilegt við
fyrstu sölutölur og
þær væru í raun góðar
þegar litið væri til síð-
asta árs en beðið væri
eftir því að meiri
skriður kæmist á verslunina.
Stærsta verslanakeðja heims,
Wal-Mart, fer ekki varhluta af
því en verslanakeðjan hóf útsöl-
ur fyrr en venjulega og hefur
boðið ýmis tilboð á sérvöldum
vörum alveg frá 1. nóvember.
Talsmenn Wal-Mart sögðust bú-
ast við því að jólaverslunin í ár
yrði að minnsta kosti fjórum pró-
sentum meiri en í fyrra. - hb
Jólaverslun vestanhafs róleg
T Í U V E R Ð M Æ T U S T U
F Y R I R T Æ K I E V R Ó P U
Í O K T Ó B E R 2 0 0 5
Fyrirtæki Land Virði*
1. Total Frakkland 145
2, Novartis Sviss 120
3. Nestlé Sviss 118
4. Roche Sviss 100
5. UBS Sviss 93
6. Sanofi-Aventis Frakkland 88
7. BSCH-BCO Santander Spánn 78
8. Telefónica Spánn 77
9. Nokia Finnland 76
10.ENI Ítalía 73
* Markaðsvirði í milljörðum evra
T Í U V E R Ð M Æ T U S T U
F Y R I R T Æ K I E V R Ó P U
Í S E P T E M B E R 1 9 8 5
Fyrirtæki Land Virði*
1. Royal Dutch Shell Holland 17
2. Daimler Benz Þýskaland 12
3. Siemens Þýskaland 11
4. Allianz Þýskaland 7
5. Deutsche Bank Þýskaland 7
6. SchweizBankgesell Sviss 5
7. Assicurazioni Generali Ítalía 4
8. Bayer Þýskaland 4
9. BASF Þýskaland 4
10.Hoechst Þýskaland 4
* Markaðsvirði í milljörðum evra
Heimild: Fidelity/Financial Times
Nú er tími bónusgreiðslanna í bandaríska
fjármálageiranum sem í öðrum geirum.
Bónustímabilið í ár virðist ætla að verða
það stærsta í fimm ár ef marka má frétt
New York Magazine. Starfsmenn sumra
fyrirtækja eiga þó von á talsvert stærri
summum en aðrir. Á Wall Street er pening-
unum ekki skipt bróðurlega frekar en annars
staðar en væri það svo fengi hver starfsmaður Goldman Sachs 500
þúsund bandaríkjadollara jólabónus. Það er hvorki meira né minna en
tæpar 32 milljónir íslenskra króna. Ætla má að flestir starfsmannanna
fái þó töluvert lægri upphæð en það í sinn vasa en þó er líklegt að þeir
muni hafa efni á jólagjöfunum í ár. - hhs
Kökunum skipt
Únsan af gulli rauf í gær fimm
hundruð dala múrinn í fyrsta
skipti síðan í desember árið 1987.
Paul Merrick, sérfræðingur í
hrávöru- og gjaldeyrissamning-
um hjá RBC Capital, býst ekki
við miklum hækkunum á gull-
verði á næsta ári. Hann segir í
samtali við Financial Times að
japanskir kaupendur hafi verið
áberandi að undanförnu og vilji
frekar setja peningana sína í „ör-
uggt skjól“ en að fjárfesta í verð-
bréfum og gjaldmiðlum.
Gull á þá enn nokkuð í land
með að ná því verði sem það
var í árið 1980 en þá fór únsan
í 800 dali - eþa
Gull rýfur 500 dala múrinn
06_07_Markadur-lesin 29.11.2005 14:08 Page 2