Fréttablaðið - 30.11.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 30.11.2005, Síða 44
Á síðustu 10 árum hafa svokall- aðir vogunarsjóðir, eða hedge funds, orðið sífellt meira áber- andi í fjárfestingarheiminum. Þekktasta tilfellið er eflaust þeg- ar George Soros tókst á við ensku ríkisstjórnina um stöðu sterling- pundsins og vann. Annað frægt tilfelli er þegar Long Term Capi- tal Management misreiknaði sig þrátt fyrir að hafa ótal doktora og nóbelsverðlaunahafa innan raða sinna. Þá þurfti þá Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna að grípa inn í at- burðarásina til þess að markað- urinn hryndi ekki í kjölfar þess. En þó mikið sé talað um álíka fræga atburði þegar vogunar- sjóðir græða eða tapa stórkost- legum summum er minna talað um það hve vogunarsjóðir eru orðnir mikilvægir fjárfestinga- flokkur sem geta minnkað áhættu og gefið betri ávöxtun í vel dreifðu eignarsafni. Það er þessi eiginleiki þeirra sem hefur gert það að verkum að fagfjár- festar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafyrirtæki hafa fjárfest gríðarlega í vogunarsjóðum á undanförnum misserum. En hvað er svo vogunarsjóð- ur? Þetta er samheiti yfir sjóði sem fylgja margvíslegum strat- egíum sem eiga það sameiginlegt að leita eftir ávöxtun óháðri markaðsveiflum og geta þeir tek- ið meiri áhættu í þessari stefnu sinni en algengt er meðal hefð- bundinna sjóða. Algengast er að skortselja hlutabréf og er hér verið að spá því að bréfin eiga eftir að lækka. Að skortselja bréf þýðir að selja bréf sem sjóðstjór- inn á ekki en hefur fengið að láni en getur svo keypt aftur á lægra verði og þannig hagnast á fallandi verði bréfana. En það eru til ótal aðrar strategíur sem fjárfesta í skuldabréfum, hluta- bréfum, afleiðusamningum, gjaldmiðlum og svo má lengi telja. Þrátt fyrir nýtilkomna athygli eru vogunarsjóðir ekki nýtt fyr- irbæri, fyrsti vogunarsjóðurinn var stofnaður af A.W Jones 1952 og árin 1967 og 1969 stofnuðu Steinhardt Partners og George Soros sína fyrstu sjóði. Þar til á síðasta áratug voru flestir fjár- festar í vogunarsjóðum vel efn- aðir einstaklingar en um miðjan níunda áratug hófu fagfjárfestar eins og lífeyrissjóðir og trygg- ingarfyrirtæki að fjárfesta í vog- unarsjóðum. Það má til dæmis nefna að yfirmaður fjárfestinga í vogunarsjóðum hjá Asset Alli- ance var áður fyrr framkvæmd- arstjóri lífeyrissjóðs RJR Nabisco sem hefur fjárfest í vog- unarsjóðum síðan á miðjum ní- unda áratugnum. Það voru einmitt bandarískir fagfjárfestar sem fyrstir fjárfestu í vogunar- sjóðum en einnig má nefna skandinavíska fjárfesta sem hafa verið í fararbroddi evrópskra fjárfesta á þessu sviði. Það var svo þegar tæknibólan sprakk þegar fagfjárfestar fóru í aukn- um mæli inn í vogunarsjóði enda hljómaði ávöxtun án tillits til markaðssveiflna vel í eyrum fjárfesta á þeim tímum þegar markaðir féllu snarlega. Í dag hafa 35% fagfjárfesta í Evrópu vogunarsjóði í eignarsafni sínu, 27% í Norður-Ameríku og 59% í Japan. Almennt hafa fjárfestar frá 5% til 20% af eignasafni sínu í þessum fjárfestingarflokki, en oft er hlutfallið hærra. Flestir fagfjárfestar nota sjóðasjóði (Fund of Hedge Funds) sem aðgang að vogunar- sjóðum eða 86% af evrópskum fjárfestum. Sjóðasjóðir eru not- aðir þar sem, til þess að njóta áhrifanna frá vogunarsjóðum (að þeir lækki áhættu en hækki ávöxtun á eignarsafni), þarf að fjárfesta í minnst 25-35 sjóðum og þvílíkar fjárfestingar kalla á stórt teymi sérfræðinga. Til að mynda má nefna að hjá Asset Alliance eru 17 manns sem fást eingöngu við fjárfestingar í vog- unarsjóðum og flestir fagfjár- festar hafa ekki mannaflið sem þarf til og nota því fyrirtæki eins og Asset Alliance sem sérhæfa sig í fjárfestingum á vogunar- sjóðum. Þessi eiginleiki vogunarsjóða til að lækka áhættu en hækka ávöxtun er á bak við aukinn áhuga fagfjárfesta á eiginleikum vogunarsjóða. En einnig eru fjár- festar að leita að alpha sem er umframávöxtun yfir markaðinn og að leita að fjárfestingarflokki sem er óháður sveiflum markað- arins. Einnig er áhugavert að skoða vogunarsjóði sem leið inn í áhættusama markaði eins og Asíu, Austur-Evrópu og Suður- Ameríku. Markaðir þar gefa góð tækifæri fyrir hæfileikaríka sjóðstóra sem geta verndað fjár- festa fyrir mögulegri áhættu sem þeim mörkuðum fylgir en hafa jafnframt aðgang að hárri ávöxtun sem vonast er eftir. MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN16 S K O Ð U N Réttindi lítilla hluthafa eru hvað veikust við yfirtökur. Að neyðast til að selja Hafliði Helgason Ef heldur fram sem horfir mun Jarðboranir hverfa úr Kauphöllinni innan skamms. Það er eftirsjá af því ágæta fyrirtæki úr Kauphöll- inni, enda verið þar lengi. Fyrirtækið er eitt þeirra sem hafa vaxið og dafnað undanfarinn áratug og eitt þeirra fyrirtækja sem var fyrst til að skapa sér verk- efni erlendis. Grundvöllur þess var sá hugsunarháttur að ef fyrir- tækið væri gott í því sem það gerði hér, þá væru miklar líkur á að það gerði sömu hluti einnig vel annars staðar. Sá hugsunarháttur hefur reynst íslenskum fyrirtækjum happadrjúgur. Tilboð til hluthafa Jarðborana vegna væntanlegrar yfirtöku er á genginu 25. Greiningardeild KB banka birti hins vegar greiningu á fyrirtækinu og er niðurstaða greiningarinnar að gengið 31 endur- spegli verðmæti fyrirtækisins. Þessi munur vekur upp ýmsar spurningar og leiðir óneitanlega hugann að stöðu smærri hluthafa í skráðum félögum. Litlir hluthaf- ar eiga oft fáa kosti þegar yfirtökutil- boð er sett fram. Hluthafar geta metið það sem svo að meiri verðmæti felist í bréfum sínum. Hins vegar þýðir af- skráning úr kauphöll að engin verð- myndun verður á bréfunum og þau því illseljanleg vara. Þannig er litlum hlut- höfum oft nauðugur sá kostur að selja bréf sín gegn betri vitund. Sá sem gerir yfirtökutilboðið tekur venjulega litla áhættu með því. Hann getur nánast reiknað með að flestir gefi eftir nema að tilboðið sé gjörsamlega út úr öllu korti. Þegar níutíu prósenta marki er náð, þá myndast söluskylda hjá þeim sem þráast hafa við og björn- inn er unninn. Að vísu getur annar komið og gert hærra tilboð, en þá hefur sá fyrri möguleika á að hækka sitt til- boð. Slíkt er sjaldnast raunin og sögu- leg áhætta af slíku er lítil. Reglulega spretta upp raddir sem kvarta yfir meðferð á litlum hluthöfum í almenningshlutafélögum. Oft er sú gagnrýni einfaldlega byggð á vantrú á stærstu eigendum og stjórnendum fyr- irtækisins. Í slíkum tilfellum á gagn- rýnin illa við og er best fram sett með þeim einfalda hætti að óánægður hlut- hafi selji bréf sín. Í tilfelli yfirtöku er ekki um slíkt að ræða. Þar á lítill hluthafi fáa kosti nema að fara með fyrirtækið í matsferli sem er tímafrekt og ólíklegt að skili miklu. Hann getur haft fulla trú á núverandi rekstri og framtíð félagsins, en neyðist eftir sem áður til að selja. Mýmörg dæmi eru um slíkar yfirtökur og afskráningar þar sem margir hluthafar hefðu gjarnan viljað eiga bréf sín lengur. Sem dæmi má nefna afskráningu Baugs, Sam- herja og Íslenska járnblendifélagsins, þar sem ríkið sem næst- stærsti hluthafinn neyddi litla hluthafa sem það hafði selt bréf sín til að selja með tapi þegar verð á hrávöru var í lágmarki í heimin- um. Afskráning og yfirtaka fyrirtækja er oft partur af eðlilegri þró- un þegar menn telja að markaðurinn vanmeti fyrirtækin. Þeir sem hafa áhuga á því að efla réttindi lítilla hluthafa ættu að horfa til réttinda þeirra við afskráningu fyrirtækja. Þar má örugglega leita úrbóta frá núverandi reglum. Stormtech, göngubakpoki. Stormtech, microfleece peysa. Rosendahl, vatnskarafla, tvö glös. Isosteel, hitabrúsi. GÓÐAR GJAFIR STYRKJA GOTT SAMBAND GLEÐJUM STARFSMENN OG VIÐSKIPTAVINI MEÐ VÖNDUÐUM GJÖFUM UM JÓLIN Við höfum áralanga reynslu af sölu á jólagjöfum til fyrirtækja og stofnana. Hafðu samband og athugaðu hvað við getum gert fyrir þig. Erum með fjölbreytt úrval gjafa frá þekktum framleiðendum. BROS AUGLÝSINGAVÖRUR SÍÐUMÚLA 33 108 REYKJAVÍK SÍMI 581 4141 ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Hjálmar Blöndal, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Lítið sem ekkert svigrúm Financial Times | Financial Times telur að Angelu Merkel bíði ekki öfundsvert hlutskipti að snúa við hjólum þýska efnahagslífsins og hefja landið til fyrri virðingar. Eftir fimm ára stöðnum í þýska hagkerfinu óx útflutningur um nær fimm prósent á milli annars og þriðja ársfjórðungs og hafa fjárfestingar aukist á ný sem eru góðar fréttir. Hins vegar eru engin merki um að einkaneysla sé að taka við sér en hún féll þriðja ársfjórðunginn í röð enda er atvinnuleysi enn mikið, kaupmáttur stendur í stað og væntingar neyt- enda nánast í sögulegu lágmarki. Vandamálin blasa við eftir stjórnartíð jafnaðarmanna og er ljóst að Merkel bíður erfitt verkefni. Margir eru efins um að samsteypustjórn Merkel hafi nægjanlegan styrk til að takast á við stór og nauðsynleg verkefni sem fel- ast í umbótum á stöðnuðum vinnumarkaði og svifa- seinu félagslegu kerfi. Allir vita þó að aðgerðirnar verða sársaukafullar og kannski er nákvæmur og stefnufastur stjórnmálamaður eins og Merkel sá rétti til að glíma við vandann. Stjórnandi þriðja heimsins Economist | Jacques Diouf frá Senegal er að hefja sitt þriðja sex ára-kjörtímabil sem yfirmaður Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna (FAO). Diouf þykir gríðarlega valdamikill í þriðja heiminum en hann stýrir stofnun sem veltir yfir 20 milljörðum á ári og hefur á þriðja þúsund starfsmanna í vinnu. En hann er umdeildur og hefur verið sakaður um einræðislega stjórnun stofnunar- innar. Hún varð að taka fimm milljarða króna lán þar sem Japan neitaði að borga árgjaldið til að mót- mæla vinnubrögðum og árangri stofnunarinnar. Bresk könnun hefur svo sýnt að FAO er næst óskil- virkasta stofnun Sameinuðu þjóðanna. Diouf, sem hefur einnig verið gagnrýndur af nánum samstarfsmönnum innan FAO sem eru frá Vestur-Afríku, ætlar þó að bæta ráð sitt og koma á sýnilegri stjórnarháttum innan stofnunarinnar og fallast á að óháðir aðilar rannsaki málefni hennar. U M V Í Ð A V E R Ö L D Mýmörg dæmi eru um slíkar yfirtökur og afskráningar þar sem margir hluthafar hefðu gjarnan viljað eiga bréf sín lengur. Sem dæmi má nefna afskráningu Baugs, Samherja og Ís- lenska járnblendifé- lagsins, þar sem rík- ið sem næsstærsti hluthafinn neyddi litla hluthafa sem það hafði selt bréf sín til að selja með tapi þegar verð á hrávöru var í lág- marki í heiminum. bjorgvin@markadurinn.is l hjalmar@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markaðurinn.is Brynjar Agnarsson, sölu og markaðs- stjóri Asset Alliance í London. O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... Minni áhætta og meiri ávöxtun Þrátt fyrir nýtilkomna athygli eru vogunarsjóðir ekki nýtt fyrirbæri, fyrsti vogun- arsjóðurinn var stofnaður af A.W Jones 1952 og árin 1967 og 1969 stofnuðu Steinhardt Partners og George Soros sína fyrstu sjóði. Þar til á síðasta áratug voru flestir fjárfestar í vogunarsjóðum vel efnaðir einstaklingar en um miðjan níunda áratug hófu fagfjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingarfyrirtæki að fjárfesta í vogunarsjóðum. 16-17 Markadur- lesin 29.11.2005 14:33 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.