Fréttablaðið - 30.11.2005, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 30.11.2005, Qupperneq 45
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 17 S K O Ð U N Greining Íslandsbaka sendi frá sér nýtt rit um verðbólguhorfur. „Stig- vaxandi þensla í hagkerfinu und- anfarin misseri myndar nú þrýst- ing á verðlag og mun reynast einn helsti drifkraftur verðbólgu á næsta ári. Mörg teikn eru nú um að spenna fari vaxandi í íslensku efnahagslífi. Einn mælikvarði á stöðu efnahagslífsins er fram- leiðslubilið, sem mælir frávik í framleiðslu hagkerfisins frá því framleiðslumagni sem endur- speglar þjóðhagslegt jafnvægi.“ „Framleiðslubil hefur tvíþætt gildi sem kvarði á umsvif efna- hagslífsins. Annars vegar gefur framleiðsluslaki til kynna þá möguleika til vaxtar sem fyrir hendi eru til skamms tíma, án þess að þjóðhagslegu jafnvægi væri raskað. Hins vegar gefur spenna eða slaki í framleiðslu mikilvægar vísbendingar um væntanlega þró- un launa og verðlags. Spenna í framleiðslu er þannig gjarnan ávísun á hraðari hækkanir í þess- um stærðum í náinni framtíð, en slaki bendir til þess að launakröfur verði minni og verðlag stöðugra.“ „Mat okkar bendir til þess að framleiðsluspenna hafi farið vax- andi síðustu misseri eftir þann slaka sem fyrir hendi var 2002- 2003. Ekki eru horfur á að dragi úr spennunni fyrir en 2007, en þá eykst framleiðslugeta í stóriðju töluvert ásamt því að eftirspurn minnkar samkvæmt þjóðhagsspá okkar. Sterkt samband er gjarnan talið ríkja milli framleiðsluspennu og verðbólguþróunar, og gefur mat á því sambandi fyrir Ísland til kynna að 1% framleiðsluspenna yfir 12 mánaða tímabil, mæld í hlutfalli við jafnvægisframleiðslu- getu, auki verðbólgu um 0,8 pró- sentustig frá því sem ella væri. Ef þetta samband er nýtt með spá okkar um þróun hagvaxtar, ásamt forsendum um gengisþróun, í ein- falt líkan til að spá fyrir um verð- bólguþróun næstu ár fæst spá sem er keimlík hinni eiginlegu verð- bólguspá okkar. Í síðarnefndu spánni er hins vegar fyrst og fremst stuðst við mat á launaþró- un sem kvarða á innlendan verð- bólguþrýsting þegar til lengri tíma er litið. Verðbólga á næsta ári verður þannig að miklu leyti af völdum þenslu í hagkerfinu, en árið 2007 knýja gengisbreytingar verðbólgu,“ segir Greining Ís- landsbanka. Framleiðsluspenna fer áfram vaxandi                                 !"#$%& %  &' ( &)**+ &,   & )- . -   "    /$0123&2  -4 35                  67 89:1 ; 9 <<=9>>>                                      !        1             ?         ;   (@             A7  @     @    ?7?    @ ?B2 &C  &$D-     -          "    #                                      Flottur í bankanum Vikan var dáldið skrýtin fannst mér að minnsta kosti. Ég hélt að bankaheimurinn væri að farast þegar ég opnaði Moggann á fimmtudaginn. Fullyrt var að verð- bréf bankanna hefðu lækkað. Ég hélt reyndar ró minni enda hafði ég séð hvernig hlutabréfin stóðu þeg- ar markaðir lokuðu daginn áður. Svo áttaði ég mig á því að þetta var allt út af nokkurra punkta hækkun á skuldabréfum þeirra á eftir- markaði. Ég þekki engan Íslending sem sú breyting hafði áhrif á. Annars sýndist mér fréttin vera að greiningardeild Royal Bank of Scotland hefði hlaupið á sig. Ftich var nýbúið að gefa Íslandsbanka og KB banka fína einkunn og einhver eftirskjálfti þegar einhverjir sjóðir taka til hjá sér er ekkert til að hafa stórar áhyggjur af. Það kom líka á daginn að maður- inn sem tók sparifé út af bundinni bók í KB banka um árið hafði eng- ar áhyggjur. Davíð kom fram í nýju hlutverki og bað menn að róa sig. Flott hjá honum. Ég held að hann verði flottur í bankanum ef hann heldur svona áfram. Ég heyri líka að hann sé allur annar maður. Hann er farinn að tala við Fréttablaðið og svo fréttist af honum í „lunch“ með KB strák- unum að ræða stöðuna. Mér skilst að það hafi farið vel á með þeim. Ég bíð líka spenntur eftir því hvernig hann kynnir vaxtaákvörð- un Seðlabankans og Peningamál á föstudaginn. Ákvörðunin hlýtur að markast af því hvað Seðlabanki Evrópu gerir. Ef evrópski Seðla- bankinn hækkar vexti, þá hefur það náttúrulega áhrif á íslensk fyr- irtæki sem skulda mikið í útlönd- um. Það minnkar þörf fyrir hækk- un hér. Hvað sem gerist býst ég frekar við að krónan styrkist í kjölfarið. Það eru margir að bíða með útgáfu skuldabréfa í krónum þangað til vaxtalínurnar skýrast. Halldór er búinn að segja að það þurfi ekki að hækka vexti. Það þýðir að til að taka af tvímæli um sjálfstæðið má Seðlabankinn ekki láta hann hafa rétt fyrir sér svo hækkunin verður örugglega einhver. Sennilega er bara sniðugt að skella sér í eitt er- lent lán fyrri föstudaginn og taka einhverja góða stöðu. Það eru alltaf tækifæri á markaði ef maður kann til verka. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Mat okkar bendir til þess að framleiðsluspenna hafi farið vaxandi síðustu misseri eftir þann slaka sem fyrir hendi var 2002-2003. Ekki eru horfur á að dragi úr spennunni fyrr en 2007, en þá eykst framleiðslu- geta í stóriðju töluvert ásamt því að eftirspurn minnkar samkvæmt þjóðhagsspá okkar. 16-17 Markadur- lesin 29.11.2005 14:33 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.