Fréttablaðið - 30.11.2005, Síða 50

Fréttablaðið - 30.11.2005, Síða 50
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Lánshæfismat íslensku bankanna komst í umræð- una í liðinni viku þegar Bank of Scotland birti hina umdeildu greiningu á KB banka sem skoski bank- inn sá sig svo síðar tilneyddan að leiðrétta. Ljóst var að skiptar skoðanir voru um ágæti þeirrar skýrslu sem sérfræðingur Bank of Scotland gaf út. Íslensku bankarnir fjármagna sig að stórum hluta á erlendum skuldabréfamarkaði og kjör bankanna ráðast að miklu leyti út frá því mati sem þeim er gefið af þessum fyrir- tækjum. Metinn er fjárhagslegur styrkur þeirra og greiðslugeta til framtíðar. Enda þótt skoski bankinn hafi ekki gefið út neina lánshæfisein- kunn fyrir KB banka þá var það svo að bankinn hafði af því áhyggjur að honum og öðrum íslensk- um bönkum gætu verið boðin lakari kjör á milli- bankamarkaði þar sem greiningin á bankanum var íslensku fjármálaumhverfi varla hagstæð. Þrjú stór fyrirtæki hafa verið allsráðandi í út- gáfu á lánshæfismati fyrir íslensk fjármálafyrir- tæki. Fyrst Moody’s, þá Fitch og svo Standard & Poors. Upphafið að starfsemi Moody’s má rekja allt aftur til ársins 1909 þegar John Moody hóf að gefa út mat á skuldabréfum járnbrautafélaga vestan- hafs. Síðan vatt starfsemi hans upp á sig og hann hóf að gefa út álit á skuldabréfum iðnfyrirtækja. Í dag er fyrirtækið leiðandi í hvers kyns mati á fjár- málafyrirtækjum auk þess að hafa víðtækari starf- semi. Öll fyrirtækin þrjú eru vel kunnug í fjármála- heiminum og þúsundir banka og fjármálafyrir- tækja reiða sig á góðar einkunnir frá þessum fyrir- tækjum til að auðvelda aðgengi að lánsfjármagni á millibankamarkaði til áframhaldandi lánveitinga. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, skýrði frá því í erindi á dögunum að bankar sæktu fjármagn í sífellt auknum mæli á millibankamark- að þar sem innlán hefðu á undanförnum árum dreg- ist saman og því væri enn nauðsynlegra fyrir bank- ana að sækja sér lánsfjármagn á millibankamark- aði. Þar koma matsfyrirtækin við sögu því kjör bankanna ráðast af því hversu öruggt það telst að lána þeim fjármagn. Það er ekki síður vegna auk- inna umsvifa banka í milliríkjaviðskiptum og starf- semi á alþjóðlegum markaði sem hefur aukið mikil- vægi matsfyrirtækjanna. Þegar bankarnir eru metnir er hugað að ýmsum þáttum í starfi þeirra. Metin er útlánaáhættan út frá ýmsum lykiltölum í rekstri bank- anna og þeim er svo gefin einkunn út frá því hversu áhættusamt matsfyrir- tækið telur vera að lána viðkomandi banka. Flest fyrirtæki gefa út lánshæf- ismat á langtíma- og skammtímaskuld- bindingar í innlendri og erlendri mynt. Einn af lyk- ilþáttum í starfsemi matsfyrirtækjanna er sá að hann birtir allar niðurstöður sínar opinberlega. Það er grundvöllurinn fyrir því að þeir sem lána bönk- unum pening, geta því auðveldlega nálgast upplýs- ingar um bankana á opinberum vettvangi. Vel er fylgst með bönkunum sem hljóta einkunn- ir og bankarnir leggja sjálfir aukna áherslu á upp- lýsingagjöf. Þannig mæla fyrirtækin enn fremur vanskil þeirra fyrirtækja sem hafa hlotið lánshæfisein- kunnir. Í samantekt sem Moody’s gerði á vanskilum fjármálafyrirtækja á árunum 1970-2000 kom í ljós að ekkert þeirra fyrirtækja sem hafði hlotið hæstu lánshæfiseinkunn félagsins hafði lent í greiðsluerf- iðleikum á fyrsta ári frá matinu. Þegar litið var til tuttugu ára kom í ljós að 1,77 prósent þeirra höfðu lent í greiðsluerfiðleikum. En af þeim félögum, sem hlotið höfðu slökustu einkunnina, höfðu 6,16 pró- sent lent í greiðsluerfiðleikum á fyrsta ári en 54,52 á næstu tuttugu árum. Mikið liggur því undir hjá matsfyrirtækjunum að þau framkvæmi áreiðanlegt og vel gert mat á bönkunum. Íslensku bankarnir birta upplýsingar um þær einkunnir sem bankinn hefur hlotið í til- kynningakerfi Kauphallarinnar með reglulegum hætti. M Á L I Ð E R Lánshæfismat Hvenær fór lánshæfismat fyrst að skipta máli fyrir íslenska bankakerfið? Þegar ég var í Íslandsbanka bar ég ábyrgð á því að við sótt- um um og fengum mat hjá Moody´s fyrstir íslenskra banka í desember 1997. Það var gert til að opna fyrir nýja lán- tökumöguleika erlendis og bæta þau lánskjör sem bankinn fengi. Á þeim tíma höfðu Landsbankinn og Búnaðarbankinn sem ríkisbankar meiri stuðning af lánshæfismati ríkissjóðs en ákváðu samt að fá sjálfstætt lánshæfismat nokkru síðar. Hvernig hafa ís- lensku bankarnir verið metnir? Í síðustu viku fékk Kaupþing banki mat frá Fitch og þar með hafa stóru við- skiptabankarnir þrír allir fengið mat frá tveimur af þremur ráð- andi matsfyrir- tækjum, þ.e. Moody´s og Fitch. Ríkissjóð- ur hefur auk þess mat frá Standard & Poor en segja má að einkunn ríkis- sjóðs setji þak á lánshæfiseink- unnir innlendra fyrirtækja. Það eykur traust að fá mat frá fleiri en einu matsfyrirtæki og það er allt að því skilyrði að hafa mat frá a.m.k. tveimur af þess- um þremur matsfyrirtækjum til að geta selt stofnanafjárfest- um skuldaviðurkenningar á Bandaríkjamarkaði. Bankarnir þrír eru nánast með sömu láns- hæfiseinkunnir en Landsbank- inn er þó skör lægra metinn í langtímaeinkunn hjá Moody´s og fyrir fjárhagslegan styrk hjá Fitch. Yfirlitsgrein um láns- hæfismat ríkisins og bankanna er að finna í síðustu skýrslu Seðlabankans um Fjármálastöð- ugleika (bls. 37-38, www.sedla- banki.is) en matið á bönkunum hefur þó styrkst síðan skýrslan var birt. Hvað gerist ef bankarnir fá lé- legt mat? Gott mat bætir þau lánskjör sem bankarnir fá og auðveldar þeim aðgengi að fjármagni. Með sama hætti versna kjörin og seljanleiki takmarkast ef matið lækkar. Skörp markalína er milli þess sem kallað er „in- vestment grade“ og þess sem er fyrir neðan því verðbréf sem fá einkunnina Ba og lægri hjá Moody´s kaupa einungis áhættufjárfestar. Á síðustu fimm árum hefur lánshæfismat ís- lensku bankanna stöðugt verið að styrkjast og er nú langt fyrir ofan þau mörk. Með hvaða hætti fer matið fram? Sérfræðingateymi frá lánshæfisfyr- irtækinu sér um matið, fær upplýs- ingar frá viðkom- andi banka og fer í heimsóknir til hans. Á löngum og ströngum fundum með stjórnendum bankans er farið yfir stefnu hans og alla þætti rekstrarins. Einnig er litið á það umhverfi sem viðkomandi banki starfar í, svo sem efnahagsmál, fjár- málaeftirlit og lík- ur á utanaðkomandi stuðningi ef á þyrfti að halda. Áður en matið er birt hefur teymið sam- ráð við þá sérfræðinga sem sjá um lánshæfismat viðkomandi lands og bankinn hefur svo tækifæri til að gera athuga- semdir við drög að niðurstöðu áður en hún er endanlega frá- gengin og birt. Er grundvöllur fyrir því að mat af þessu tagi verði tekið upp af íslenskum aðilum? Íslenskir sérfræðingar veita margháttaða ráðgjöf til inn- lendra og erlendra aðila. Þeir sem hafa þekkingu, reynslu og traust geta selt ráðgjöf sína á mörkuðum sem þeir hafa unnið sér stöðu á, sbr. fyrirtækið Lánstraust. Á alþjóðlegum fjár- magnsmarkaði eru hins vegar fyrrnefnd þrjú matsfyrirtæki allsráðandi. Standard & Poor og Moody´s hafa sterkustu stöðuna en Fitch vinnur á, sérstaklega í mati á fjármálafyrirtækjum. Lánshæfismat bankanna stöðugt verið að styrkjast T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Tryggva Pálssonar framkvæmdastjóra fjármála- sviðs Seðlabanka Íslands Að meta greiðslu- getu til framtíðar Orðið lánshæfismat skýtur reglulega upp kollinum í umræðunni um fjár- hagslega stöðu fjármálafyrirtækja. Íslensku bankarnir birta reglulega hvaða einkunnir þeir hafa fengið hjá þeim fyrirtækjum sem sérhæfa sig í slíkum mötum. Hjálmar Blöndal skoðaði hvað býr að baki lánshæfismati. HÖFUÐSTÖÐVAR KB BANKA Bankinn byggir á góðum grunni samkvæmt greiningum sem gerðar hafa verið á bankanum frá alþjóðleg- um matfsfyrirtækjum. Þegar bankarnir eru metnir er hugað að ýmsum þáttum í starfi þeirra. Metin er út- lánaáhættan út frá ýmsum lykiltölum í rekstri bankanna og þeim er svo gefin einkunn út frá því hversu áhættusamt matsfyrirtækið telur vera að lána viðkomandi banka. Skörp markalína er milli þess sem kallað er „invest- ment grade“ og þess sem er fyrir neðan því verðbréf sem fá einkunnina Ba og lægri hjá Moodyís kaupa ein- ungis áhættufjárfestar. Á síðustu fimm árum hefur láns- hæfismat íslensku bankanna stöðugt verið að styrkjast og er nú langt fyrir ofan þau mörk. 22_23_Markadur-lesin 29.11.2005 15:08 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.