Fréttablaðið - 30.11.2005, Page 65

Fréttablaðið - 30.11.2005, Page 65
25MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 Ólafur var einn af Thorsurunum „[Ólafur] kann ekki illa við sig í stjórnarandstöðu „Í opposition er ólíkt skemmtilegra að vera. Nú er maður ekki að spyrja hvað megi segja, – ekki sífellt að hugsa um að koma ekki sinni ágætu stjórn í koll með bersögli og hreinskilni. Nú ræðst maður á [andstæðingana] eins og ljón eða grimmur hundur, – og einkum þykir mér Jónas [Jónsson frá Hriflu] ljúffengur.““ Útgáfudagur desember2. edda edda.is Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Megasukk verða haldnir í Þjóðleik- húskjallaranum í kvöld klukkan 22.00. Tilefnið er útgáfa fyrstu plötu sveitarinnar, Hús datt. Megasukk samanstendur af Megasi og dúettn- um Súkkat en þeir hafa starfað saman í mörg ár. Á plötunni Hús datt er að finna nýjar útgáfur af sígildum lögum á borð við Fatlafól, Kúkur í lauginni og Vindlingar og viskí og villtar meyjar sem Haukur Morthens gerði frægt á sínum tíma. „Þetta er gleðipoppplata og það er eiginlega ekkert meira um hana að segja,“ segir Megas um nýju plötuna. „Hún er afskaplega björt og aðgengileg og það er gaman frá fyrstu mínútu.“ Að sögn Megasar höfðu hug- myndir um plötu með Megasukk verið uppi í þó nokkurn tíma. „Hún er nákvæmlega eins og höfund- arnir óskuðu. Þarna er mikið af frumsömdu efni og svo eru líka teknir standardar sem hafa ekki mikið verið fluttir í útvarpi, eins og Táp og fjör og frískir menn. Þessi gömlu lög mættu heyrast oftar,“ segir hann. Aðspurður um óvenjulegt heiti plötunnar segir Megas að lagið Fljót- færni, sem er á plötunni, hafi upp- haflega átt að heita Hús datt. „Þegar ég fór að kíkja á myndina sem við völdum á umslagið var eins og mér fyndist ég sjá Esjuna og eitthvað sem var eins og Hús verslunarinnar að steypast til jarðar. Þetta virkaði svona á mig figúratískt þannig að ég hélt tryggð við upprunalega titilinn,“ segir Megas. ■ Útgáfutónleikar Megasukks í kvöld MEGASUKK Hljómsveitin Megasukk heldur útgáfutónleika í kvöld vegna plötunnar Hús datt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.