Fréttablaðið - 30.11.2005, Side 73
MIÐVIKUDAGUR 30. nóvember 2005 33
NÝJAR OG VINSÆLAR
GEISLAPLÖTUR OG
DVD TÓNLISTARDISKAR
Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni · Póstkröfusími 591-5310 · www.skifan.is
skemmtir þér ;)
Í VERSLUNUM SKÍFUNNAR
The Darkness-One Way Ticket To Hell And Back
Glysrokkararnir í The Darkness voru þaulsetnir í
toppsætum breiðskífu- og smáskífulistanna eftir
útkomu "Permission To Land" árið 2003. Með nýju
plötunni sanna þeir að The Darkness er ennþá eitt
heitasta rokkbandið í bransanum í dag.
System Of A Down-Mezmerize System Of A Down-Hypnotize
Rokkararnir í System Of A Down eru stórtækir á árinu 2005. Í maí sendu þér frá sér
meistaraverkið “Mezmerize” sem inniheldur m.a. lagið frábæra og ofurvinsæla B.Y.O.B.
Í síðustu viku kom svo platan Hypnotize í verslanir og það er óhætt að fullyrða að sú sé engu
síðri. System Of A Down er sannarlega ferskasta og frumlegasta rokksveitin í heiminum í dag.
EAGLES-FAREWELL TOUR PART ONE
Ellefu árum eftir útgáfu „Hell Freezes Over“
kemur nýr tvöfaldur DVD tónleikadiskur með The
Eagles sem fylltu leikvanga víðsvegar um heiminn
í fyrra. Þessi hljómar jafnvel betur en „Hell
Freezes Over“ og hefur að geyma alls 29 lög.
Enya-Amarantine
Á nýju plötunni, „Amarantine“, heldur
Enya áfram að syngja sig inn í hjörtu
tónlistaráhugamanna með ljúfum keltneskum
tónum en alls hafa plötur hennar selst í yfir
50 milljónum eintaka á 18 ára sólóferli.
Gavin Degraw-Chariot
Gavin Degraw er 26 ára gamall söngvari og
lagasmiður frá New York. Chariot er hans fyrsta
plata og það sem af er árinu 2005 hafa smellirnir
I Don’t Want To Be, Chariot og Follow Through notið
gríðarlegra vinsælda um heim allan.
Úrvalið er í Skífunni!
1.999 kr.
CD
3.499 kr.
2DVD
1.999 kr.
2CD
1.999 kr.
CD+DVD
1.999 kr.
CD
1.999 kr.
CD
FÓTBOLTI Frakkinn Eric Cantona,
sem gerði garðinn frægan með
Manchester United á árum áður,
vakti mikla athygli á Bretlands-
eyjum í gær með ummælum
sínum um hvernig lið sem sumir
vilja nefna úrvalslið Himnaríkis
er skipað.
Cantona sagði í samtali við
opinbera heimasíðu félagsins að
guð sjálfur spilaði nú bara bak-
vörð í knattspyrnuliðinu í himna-
ríki á meðan George Best væri
í aðalhlutverki á hægri vængn-
um. „Eftir fyrstu æfinguna hjá
Best í himnaríki stal George Best
senunni í stöðu hægri kantmans,
á meðan guð lék í stöðu vinstri
bakvarðar. Ég vonast til þess að
Best geymi stöðu fyrir mig í lið-
inu, þegar minn tími kemur.“
Eric Cantona hefur oft komið
mönnum á óvart með undarleg-
um ummælum við hin ýmsu til-
efni. Hann einbeitir sér nú að
strandfótbolta og kvikmynda- og
auglýsingaleik. - mh
Eric Cantona er ekki með öllum mjalla:
Best á hægri kantinum
en guð vinstri bakvörður
ERIC CANTONA Cantona gladdi
aðdáendur Man. Utd. með ummælum
sínum um George Best.