Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 6
6 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR ENGINN DAGUR EINS ENGIR TVEIR ÍSLENDINGAR EINS BÓK EFTIR ÍSLENDINGA Skálholtsútgáfan KJÖRKASSINN Á ríkið að jafna rafmagnskostn- að fyrirtækja eftir landshlutum? Já 59% Nei 41% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlarðu til útlanda um jólin? Segðu þína skoðun á visir.is SÖFNUN Fjáröflun er hafin fyrir Særúnu Sveinsdóttur Williams. Eins og kunnugt er missti Særún neðan af báðum fótum í bílslysi í Nebraska í Bandaríkjunum um miðjan síðasta mánuð. Það eru fyrrum bekkjarfélagar Særúnar úr Öldutúnsskóla sem hafa tekið sig saman og hyggjast koma fram- lagi til Særúnar fyrir jólin. „Upphaflega ætluðum við aðeins að hafa þetta okkar á milli en þegar við ræddum þetta við fjölskyldur og vinnufélaga þá kom á daginn að mjög margir vildu taka þátt í þessari söfnun,“ segir Guðfinna Guðmundsdóttir, einn þeirra bekkjarfélaga Særúnar sem standa að söfnuninni. Enn líður Særún talsverðar kvalir og í gær var fyrirhug- uð enn ein aðgerð á henni. Hún segist standa straum af sjúkra- kostnaði með tryggingum. Á hinn bóginn sé með öllu óljóst hvernig hún tekst á við að halda uppi þremur börnum og heimili. Særún er einstæð fimm barna móðir, en tvö barnanna eru upp- komin. Söfnunarreikningurinn er í Sparisjóði Reykjavíkur með reikningsnúmeri 1150-05-414746 með kennitölu 010560-2689. - saj Bekkjarfélagar safna fé fyrir Særúnu Sveinsdóttur sem missti fæturna: Söfnun hafin fyrir Særúnu SÆRÚN SVEINSDÓTTIR WILLIAMS Særún missti neðan af báðum fótleggjum í hörmulegu umferðarslysi í Bandaríkjunum. Særún býr ein með þremur barna sinna. DÓMSMÁL Farbann yfir mold- óvskum manni sem gildir til 7. desember hefur verið staðfest í Hæstarétti. Lögreglan í Reykja- vík fékk í nóvember tilkynningu um að maðurinn væri hér líklega á fölsuðu grísku vegabréfi. Hann var í kjölfarið handtekinn, en hingað kom maðurinn, ásamt konu og tveimur börnum, með flugi frá Færeyjum 24. október. Í Héraðsdómi Reykjavíkur neitaði maðurinn því að vera með fölsuð vegabréf, hann hafi feng- ið þau með lögmætum hætti og notað þau í góðri trú. Hjá lögreglu viðurkenndi maðurinn hins vegar að vegabréfin væru fölsuð. - óká Farbannsúrskurður staðfestur: Moldóvi má ekki fara héðan BANDARÍKIN Þótt bandarísk stjórn- völd geri ráð fyrir að Írakar taki fljótlega yfir stjórn öryggismála í landinu hafa þau engin áform um að slá nokkru föstu um hvenær Bandaríkjaher snýr aftur heim. Þetta kemur fram í nýrri stefnu- skrá stjórnarinnar í málefnum Íraks. „Bandaríkin munu ekki snúa baki við Írak á meðan ég er yfir- maður hersins,“ sagði George W. Bush þegar hann kynnti áætlanir stjórnarinnar í herforingjaskóla bandaríska sjóhersins í Annapolis í Maryland í gær. Ræðan er sú fyrsta í röð ávarpa sem forsetinn hyggst flytja fram að írösku kosningunum 15. desember til að sýna fram á að stjórn hans hafi skýra stefnu um hvernig ná skuli fram sigri í Írak. Bush lagði áherslu á að uppbygg- ing íraska hersins gengi svo vel að brottför Bandaríkjahers væri í sjónmáli. Hins vegar sagði hann engin áform um að slá því nákvæm- lega föstu hvenær brottflutningur- inn hæfist, því myndu aðstæður í Írak ráða frekar en „tímaáætlanir stjórnmálamanna í Washington“. Fyrr um daginn kynnti Hvíta húsið „Þjóðaráætlun til sigurs í Írak“ þar sem efnahagsleg og póli- tísk markmið Bandaríkjastjórnar með hernámi Íraks eru tíunduð. Fátt nýtt var að finna í skýrslunni heldur voru þar teknar saman helstu röksemdir fyrir hernaðinum þar. Megininntak áætlunarinnar er að helstu markmið stjórnarinnar séu að nást en fullnaðarsigur taki tíma og ýmis ljón séu á veginum. Gert er ráð fyrir að smám saman verði dregið úr fjölda bandarískra hermanna í landinu, en þeir eru um 160.000 í dag, eftir því sem stjórnmála- og hernaðaruppbygg- ing Íraks vindur fram. Staðfesta er nauðsynleg því annars verður Írak að griðastað hryðjuverkamanna, íbúar Mið-Austurlanda munu aldrei treysta bandarískri íhlutun aftur og hagsmunir Bandaríkjanna á svæðinu myndu bíða skipbrot brjótist borgarastyrjöld út í land- inu í kjölfar ótímabærs brotthvarfs hersins. Rúmlega tvö þúsund banda- rískir hermenn eru fallnir í Írak og stuðningur þjóðarinnar við for- setann og hernámið hefur aldrei verið minni. AP-Ipsos könnun frá því fyrr í þessum mánuði sýnir að 62 prósent Bandaríkjamanna eru andvígir stefnu stjórnarinnar í Írak og einungis 37 prósent segjast almennt ánægð með forsetann. sveinng@frettabladid.is Herinn ekki frá Írak fyrr en verkinu lýkur George W. Bush Bandaríkjaforseti kynnti í gær stefnu stjórnar sinnar í mál- efnum Íraks. Hann hafnaði því að setja bandaríska herliðinu í landinu nokkur tímamörk heldur sagði það munu snúa heim þegar aðstæður leyfðu. FRAM TIL SIGURS 160.000 bandarískir hermenn eru í Írak í dag og segir Bush aðstæður í landinu ráða því hvenær þeir verði kallaðir heim. ÁLVER Tólf fulltrúar á vegum verk- efnastjórnar sem heldur utan um staðarvalsrannsóknir vegna hugs- anlegs álvers á Norðurlandi héldu til Kanada síðastliðinn þriðjudag. Tilgangur ferðarinnar er meðal annars að skoða álver Alcoa í nágrenni Montreal og ræða við full- trúa fyrirtækisins um nýtt álver á Íslandi. Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfé- lags Þingeyinga, á sæti í íslensku sendinefndinni og segir hann að álverið sem skoðað verði sé af svip- aðri stærð og rætt sé um að reisa á Íslandi. „Þetta er álver með um 200 þúsund tonna ársframleiðslu og samfélagslegar aðstæður á svæðinu eru svipaðar og á Norðurlandi,“ segir Tryggvi. Þrír staðir koma til greina varð- andi staðsetningu álvers á Norð- urlandi, Húsavík, Eyjafjörður og Skagafjörður, og eru fulltrúar frá öllum svæðunum þremur með í ferð- inni. „Verkefnastjórnin mun ljúka sinni vinnu um áramót og ákvörðun um hvort álver verði reist á Norð- urlandi, og þá hvar, verður tekin í byrjun nýs árs,“ segir Tryggvi. - kk Verkefnastjórn vegna álvers á Norðurlandi: Skoða álver Alcoa í Kanada HÚSAVÍK Ein af þeim forsendum sem sagðar eru liggja til grundvallar staðsetningu álvers á Norðurlandi er samstaða heimamanna og Húsvíkingar vilja ólmir fá álver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.