Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 10
 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR North Face í jólapakkann LÖGREGLA Maður var barinn þríveg- is með hafnaboltakylfu um klukk- an átta í gærmorgun á bílastæðinu við Laugardalslaug. Sauma þurfti þrjú spor í andlit hans og er hann hugsanlega nefbrotinn. Var maðurinn á leiðinni að bíl sínum þegar hann sá að inn- brotsþjófur var að mölva bílrúð- una og skarst þá bíleigandinn í leikinn. Innbrotsþjófurinn lamdi hann í andlitið með kylfunni, svo í hnakka og loks í bakið. Bíleig- andinn náði að snúa innbrotsþjóf- inn niður og hélt honum nokkra stund. Kallaði hann á vegfarendur sem voru þar nokkrir á ferð í nánd en enginn kom honum til hjálpar fyrr en eftir allnokkrar mínútur. Þá komu tveir menn og leystu bíl- eigandann af við fangabrögðin en hann var farinn að grátbiðja um hjálp enda orðinn þjakaður mjög. Héldu mennirnir tveir þjófnum meðan annar vegfarandi kall- aði á lögregluna, sem var fljót á vettvang. Innbrotsþjófurinn hafði að sögn lögreglu brotið rúður í tveim- ur bílum þegar hann var stað- inn að verki og unnið töluverðar skemmdir á öðrum þeirra. Eigandi annarrar þeirra saknar enn far- tölvu sem var í bílnum og telur lögreglan hugsanlegt að innbrots- þjófurinn hafi falið hana áður en hann hófst handa við næsta bíl. Að sögn lögreglunnar var mað- urinn undir áhrifum vímuefna þegar hann var handtekinn. Ekki var hægt að yfirheyra hann fyrr en í gærkvöldi og þegar Frétta- blaðið fór í prentun var enn ekki búið að ákveða hvort hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Við erum ofboðslega leið yfir því að fólk sé að slasast hérna fyrir utan hjá okkur,“ segir Þórunn Auð- unsdóttir, kynningarfulltrúi World Class, sem er með líkamsræktarstöð á þessum stað. „Við höfum sett myndavélar hér fyrir utan en þær duga skammt í þessu myrkri. Við höfum áhuga á því að lýsa upp bílastæðið en það er stórt verkefni og æskilegt væri að við gerðum það í samvinnu við borgina,“ segir hún. Hvað áhrærir sein viðbrögð vegfarenda ber að geta þess að þar sem dimmt var þegar atvikið átti sér stað er óvíst hvort þeir hafi áttað sig á því hvað var að gerast. Eins segir Þórunn að mörg skóla- börn fari þarna um á þessum tíma og gætu þau hafa verið á meðal þessara vegfaranda. jse@frettabladid.is Réðst að vopnuðum þjófi og hélt föstum Innbrotsþjófur barði bíleiganda á bílastæði en var svo yfirbugaður. Vegfarend- ur voru seinir til aðstoðar. Á VETTVANGI Innbrotsþjófurinn fór inn í hvern bílinn á fætur öðrum eins og sjá má á glerbrotunum á bílastæðinu við Laugardalslaug. SVÍÞJÓÐ Sænska lögreglan leitar nú um gjörvalla Svíþjóð að innbrots- þjófi sem brýst inn í svefnherbergi hjá sofandi fólki í Suður-Svíþjóð. Svefnherbergisþjófurinn er grun- aður um 200 innbrot, þar af 150 í Trelleborg, en einhvern veginn tekst lögreglunni ekki að stöðva hann. Svefnherbergisþjófurinn er vel þekktur í Svíþjóð. Hann braust inn í tugi íbúða árið 1993 og hlaut fang- elsisdóm fyrir vikið. Hann hefur nú verið frjáls í fimm ár og er rök- studdur grunur um að hann hafi haldið uppteknum hætti. Svefnherbergisþjófurinn er 42 ára. Hann hefur hlotið herþjálf- un og er talinn einstaklega laginn við að læðast og komast inn í eldri íbúðir. Hann sækist eftir spennu og brýst því oftast inn í hús þar sem fólk er heima. Lögreglan telur að hann muni aldrei hætta iðju sinni. Svefnherbergisþjófurinn var nýlega handtekinn fyrir að hafa stolið handtösku konu í Trelleborg undan rúminu meðan hún og maður hennar sváfu. Lögreglan segist ekki hafa getað haldið honum lengi inni. „Aðferðir hans eru alltaf þær sömu, hann hefur ótrúlega getu til að opna hurðir,“ segir yfirmaður lögreglunnar í Trelleborg í samtali við Aftonbladet. „Það gefur honum ákveðna tilfinningu að læðast inn hjá sofandi fólki.“ Eftir að maðurinn var látinn laus úr varðhaldi hvarf hann sporlaust. - ghs Svefnherbergisþjófurinn aftur kominn á kreik í Suður-Svíþjóð: Brýst inn hjá sofandi fólki SVEFNHERBERGISÞJÓFSINS LEITAÐ Mað- urinn þykir ótrúlega bíræfinn enda virðist hann frekar sækjast eftir að brjótast inn þar sem fólk er heima við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.