Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2005, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 01.12.2005, Qupperneq 22
 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR22 fréttir og fróðleikur Í síðustu viku kom í ljós að mikil átök eru á milli stjórnarflokkanna um hver ætti að stjórna Íbúðalána- sjóði. Sjóðurinn, sem heyrir undir félagsmálaráðuneyt- ið, er eina fjármálastofn- unin sem framsóknarmenn stjórna. Nú vilja sjálfstæð- ismenn að sjóðurinn heyri undir fjármálaráðuneytið. Íbúðalánasjóður komst í fréttirn- ar í liðinni viku þegar haft var eftir Þórði Geir Jónassyni, for- stjóra Lánasýslu ríkisins, að ekki væri unnt að svara spurningum um ríkisábyrgðir til sjóðsins vegna þess að niðurstöður úttekt- ar á fjárhagsstöðu sjóðsins væru ekki fyrirliggjandi. Þetta töldu æðstu stjórnendur sjóðsins að túlka mætti sem svo að fjárhagsstaða hans væri óljós. Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, boðaði í kjölfarið til blaðamanna- fundar til þess að ítreka styrka stöðu sjóðsins. Þetta taldi Guð- mundur vera áríðandi enda gæti vafi um stöðu sjóðsins haft slæm áhrif á lánshæfismat hans, og hugsanlega ríkissjóðs í kjölfarið, enda er sjóðurinn í eigu ríkisins og þau fyrirtæki sem leggja mat á lánshæfi sjóðsins eru þau sömu og meta lánshæfi ríkissjóðs. Illskiljanleg skeyti Þessar yfirlýsingar og efasemdir um stöðu sjóðsins virtust illskilj- anlegar í fyrstu þar sem engar augljósar skýringar var að finna á þessum skeytasendingum í fjölmiðlum milli tveggja ríkis- stofnana. Við nánari athugun kom þó í ljós að um einhvers konar valdabrölt var að ræða. Í kjöl- far blaðamannafundarins skaut hver heimildarmaðurinn á fætur öðrum upp kollinum og töluðu þeir allir í þá veru að hér væri um langtímamarkmið embætt- ismanna í fjármálaráðuneytinu að ræða. Hugmyndin væri að ná starfsemi Íbúðalánasjóðs til Lánasýslu ríkisins og þar með undir stjórn fjármálaráðuneyt- is í stað félagsmálaráðuneytis. Lánasýslan væri kjörin til þessa, einmitt vegna þess að umsvif hennar hefði farið minnkandi í kjölfar minni útgáfu á skulda- bréfum ríkissjóðs. Það var einnig haft á orði að endanlegt markmið með þessum hugmyndum væri að færa starf- semi sjóðsins alfarið á hendur banka og sparisjóða. Hugmynd sem sjálfsagt er góðra gjalda verð, en hefur ekki opinberlega verið kynnt af stjórnvöldum. Lykilorðið hér er einkavæðing. Eftir hverju er að slægjast? Íbúðalánasjóður hefur um ára- bil fjármagnað fasteignakaup þegna landsins með lánveiting- um. Þessi starfsemi kallar á umsýslu með stórar fjárhæðir sem miklu máli skipta í hagkerfi landsins. Svo dæmi sé nefnt hafa landsmenn greitt upp 158 millj- arða króna af lánum hjá Íbúða- lánasjóði eftir að bankarnir hófu að veita húsnæðislán á miðju ári í fyrra. Þannig má ljóst vera að allar ákvarðanir um starfsemi og framtíð sjóðsins geta verið afdrifaríkar. Ágreiningur á milli hverra? Íbúðalánasjóður heyrir undir félagsmálaráðuneyti. Félags- málaráðherra, Árni Magnússon, er þingmaður Framsóknarflokks- ins. Framkvæmdastjóri Íbúða- lánasjóðs, Guðmundur Bjarna- son, var á sínum tíma ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn. Fjármálaráðherra, Árni Matt- hiesen, er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Lánasýsla ríkisins er stofnun sem heyrir undir fjár- málaráðuneytið. Og þótt Árni Matthiesen hafi ekki setið lengi á stóli fjármálaráðherra, eru í fjármálaráðuneytinu embætt- ismenn sem hafa yfirsýn yfir starfsemi þess og eru vel hand- gengnir Sjálfstæðisflokknum. Að þessu töldu mætti ætla að hér sé um valdaágreining milli stjórnarflokkanna að ræða. Til er sá maður Ráherrarnir tveir, Árni og Árni, hafa kosið að tjá sig lítið um málið á opinberum vettvangi enda ekki líklegt að þeir vilji verða fyrst- ir manna til að koma upp um núning á stjórnarheimilinu. Til er sá maður sem fram- sóknarmenn hafa sín í millum nefnt yfirráðherra Sjálfstæðis- flokksins. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, hefur í gegnum tíðina verið lykilmaður í einkavæðingu ríkisfyrirtækja, einu af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokks- ins. Árni Magnússon félags- málaráðherra var í vikunni spurður hvort það gæti staðist að valdabrölt með Íbúðalánasjóð ætti rætur sínar að rekja til emb- ættismanna í fjármálaráðuneyt- inu. Úr svari ráðherrans mátti lesa að ekki aðeins ætti þetta við rök að styðjast, heldur einn- ig, að úr þessum áformum yrði aldrei nokkuð með samþykki framsóknarmanna. Ekki þarf að orðlengja það að embættismenn í fjármálaráðu- neytinu hafa kosið að tjá sig ekki um málið. FRÉTTASKÝRING SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON saj@frettabladid.is Í vikunni hefur fyrirtækið Mjólka sölu á mjólkurafurðum fyrir þá mjólk sem keypt er utan kvóta. Fjölskyldan á Eyjum II í Kjós stendur á bak við fyrirtækið og er Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri þess. Hefur gengið eins vel og þið væntuð í upphafi? Já, það hefur gengið mjög vel. Þrátt fyrir að við höfum mætt ýmsum óvæntum hindrunum á vegin- um erum við mjög bjartsýnir. Hverjar eru þessar óvæntu hindran- ir? Það eru tregðulögmál í kerfinu. Svo eru menn hræddir við hið óþekkta. Landssamtök kúabænda stóðu ekki með ykkur. Eruð þið búnir að útkljá ykkar mál gagnvart þeim? Já, við teljum það. Við erum komnir með fullt starfsleyfi og erum farnir að framleiða. Eftirspurn eftir vörunni er mikil og við vinnum hér allan sólaringinn í að anna henni og ganga frá því sem þarf. Við teljum nú að bæði Landssamband kúabænda og forystusveit bænda sjái að fyrirtækið er til hagsbóta fyrir íslenska bændur. Hvar verður hægt að kaupa vöruna og verður hún á sambærilegu verði og mjólkurvörur stóru samlaganna? Já. Við erum með vöruna, sem aðal- lega er fetaostur, á mjög sambærilegu verði. Jafnvel heldur betra ef eitthvað er. Osturinn verður til í öllum helstu verslunum frá og með þessari viku. SPURT & SVARAÐ MJÓLKA Ostur á leið í búðir ÓLAFUR MAGNÚSSON Framkvæmdastjóri Mjólku. Valdabrölt á stjórnarheimilinu ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Hallur Magnússon, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, ítrekar styrka stöðu sjóðsins á blaðamannafundi í síðustu viku. > Velta greiðslukorta sumarið 2005 Heildargreiðslur heimila með greiðslukortum. Úttektir úr hraðbönkum og greiðslur í bönkum eru ekki meðtald- ar. Velta innanlands V e l t a erlendis Júní 13.592 2.692 Júlí 12.558 2.425 Ágúst 12.611 2.592 * í milljónum króna Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við Þingkosningar hafa verið boðaðar í Kanada hinn 23. janúar næstkomandi í kjölfar þess að minnihlutastjórn Paul Martin var felld í atkvæðagreiðslu um vantraust á þinginu í Ottawa á mánudag. Hver er stjórnskipun Kanada? Kanada er sambandsríki með þingbundinni konungsstjórn. Þjóðhöfðingi Kanada er Elísabet II Englandsdrottning, sem í hlutverki sínu sem þjóðhöfðingi Kanadamanna er kölluð drottning Kanada. Fulltrúi hennar, landstjór- inn, annast daglegar embættisskyldur þjóðhöfð- ingjans. Núverandi landstjóri er Michaëlle Jean. Landið, sem er það annað stærsta í heimi að flatarmáli, skiptist upp í tíu fylki og þrjú sjálfstjórn- arhéröð. Kanadamenn settu sér ritaða stjórnarskrá árið 1981 sem var liður í að slíta formleg þjóðaréttarleg tengsl við Bretland. Kanada varð fyrst sjálfstæð krúnulenda Breta árið 1867. Quebec-búar voru þó ósáttir við nýju stjórnarskrána og krafan um aðskilnað og sjálfstæði nýtur mikils hljómgrunns meðal þeirra. Hvernig er kosningakerfi Kanada? Stjórnmálaflokkar Kanada eru í megindráttum fjórir. Frjálslyndi flokkurinn, sem er frjálslyndur miðjuflokkur sem hallast frekar til vinstri, hélt um stjórnartaumana í landinu mestalla 20. öldina. Paul Martin, núverandi forsætisráðherra, kemur úr Frjálslynda flokknum. Aðeins einn annar flokkur hefur myndað ríkisstjórn í Kanada á síðustu 100 árum. Það var Framfarasinnaði íhalds- flokkurinn (PC). Lengst til vinstri af stóru flokkunum er Nýi lýðræðisflokkurinn (NDP). Fjórði flokkurinn, Bloc Quebecois, beitir sér fyrir sjálfstæði Quebec sem frönskumælandi lands. Kosningakerfi Kanada svipar til breska kosningakerfisins, sem flokkast sem meirihlutakosningakerfi með ein- menningskjördæmum, ólíkt hlutfallskosningakerfi eins og í gildi er á Íslandi. Eins og í Bretlandi er ekki hefð fyrir samsteypustjórnum í Kanada. Sérreglur tryggja öllum fylkjum landsins lágmarksfjölda þingfulltrúa. FBL GREINING: STJÓRNKERFI KANADA Sambandsríki með breskar hefðir HAGNAÐUR FYRIR AFSKRIFTIR (Í MILLJÖRÐUM KRÓNA) 2002 2003 2004 2005 2,0 2,6 1,9 1,6 373,9 30.06.02 31.12.02 30.06.03 31.12.03 30.06.04 31.12.04 30.06.05 ÚTLÁN ÍBÚÐALÁNASJÓÐS (Í MILLJÖRÐUM KRÓNA) 392,4 415,8 444,8 482,2 430,7 389,1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.