Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2005, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 01.12.2005, Qupperneq 24
 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR24 hagur heimilanna TÆKNI Á tiltölulega skömmum tíma hafa stafrænar myndavél- ar náð yfirburðum á ljósmynda- markaðnum á kostnað véla sem í þarf að þræða filmu. Sala á filmu- vélum hefur svo að segja stöðv- ast. „Það er eiginlega engin sala í filmuvélum. Það eru kannski ein- staka ferðamenn sem kaupa þær á sumrin,“ segir Ólafur Steinars- sonar, framkvæmdastjóri Hans Petersen. Samkvæmt athugun sem fyrir- tækið lét gera nýverið er til staf- ræn myndavél á næstum átta af hverjum tíu heimilum. „Stafræn myndavélaeign er orðin 77 pró- sent samkvæmt könnun Gallup fyrir okkur,“ segir Ólafur. Fyrir vikið hefur sala á filmum snarminnkað og segir Ólafur að samdrátturinn hafi verið um 30 prósent síðustu þrjú ár. „Í könnun- inni kom líka fram að hvert heim- ili fer með að meðaltali 1,6 filmu í framköllun á hálfu ári í stað 4,7 filmna fyrir nokkrum árum.“ Á móti hefur hins vegar orðið aukning – sem líkja má við sprengingu – á framköllun á staf- rænum myndum. Hún nemur um 50 prósentum á milli ára. „Þetta er fyrsta árið sem við sjáum verulegan viðsnúning í að fólk framkalli stafrænu myndirnar sínar,“ segir Ólafur sem heitir filmuvélaeigendum því að bjóða áfram upp á filmur og fram- köllun í framtíðinni þrátt fyrir staðreyndir mála. Stafræna tæknin orðin allsráðandi á ljósmyndamarkaðnum á kostnað filmunnar: Filmuvélar hættar að seljast „Þegar ég var unglingur vélaði eldri bróðir minn mig með sér á uppboð hjá Tollstjóra og við keyptum einhvern kassa sem hann uppástóð að væri fullur af einhverjum verðmætum varahlutum. Þar reyndust hins vegar vera þverbitar undir gírkassa á Wagoneer og enduðu á ruslahaugunum,“ rifjar Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, upp þegar hann er spurður út í verstu kaupin sem hann hafi gert. Sjálfur var hann þá fimmtán ára og segir þeim bræðrum hafa þótt tapið á þeim tíma nokkuð. „Þetta var þungur og mikill kassi. Bróðir minn var svona átján eða nítján og búinn að eignast einhvern forláta Willy‘s-jeppa og taldi að auðvelt myndi verða að koma þessu í verð.“ Í kassanum voru um tuttugu þverbitar, en einn slíkan þurfti stóri bróðirinn sjálfur. „Eftir þetta hef ég aldrei farið á uppboð og er brenndur að eilífu, þannig að þetta var mín fyrsta og eina reynsla af uppboði,“ segir Runólfur hlæjandi. Bestu kaupin segir Runólfur hins vegar vera nær í tíma, en á árinu fór hann í augnaðgerð og lét laga í sér sjónina. „Það er miklu betra að vera án gleraugna og tel að þar hafi verið fjárfest til framtíðar,“ segir hann og viðurkennir að aðgerðin hafi verið nokkuð kostnaðarsöm. „En það kom nú líka á móti einhver tilstyrkur frá verkalýðsfélaginu. Svo var ég líka kominn með tvískipt gler öðru megin og gleraugnakaup orðin kostnaðarsamari.“ Hann segir það hins vegar hafa verið langa og stranga ákvörðun að þora yfirhöfuð að láta krukka í augun á sér. „En það varð úr og ég sé ekki eftir því.“ NEYTANDINN: RUNÓLFUR ÓLAFSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI FÍB Brenndur eftir uppboð ■ Svanfríður Jónas- dóttir, fyrrverandi alþingismaður frá Dalvík, hélt um margra ára skeið tvö heimili vegna þingmennskunnar og þá veitti ekki af að hafa húsráð undir rifi hverju. „Hér er eitt „húsráð“ sem léttir húsbændum og -freyjum lífið. Og til þess eru jú góð hús- ráð, annars væru þau óráð,“ segir hún. „Hið fyrra tengist að vissu leyti þessari árstíð þegar mikið er um jólaveislur, jólaglögg, starfs- mannateiti og annan gleðskap. Til að halda heilsu í öllu rauðvínssullinu er ráð að taka inn barnaskeið af hunangi áður en veislan byrjar og helst aðra áður en farið er að sofa. Þetta virkar það vel að jafnvel ódýrt rauðvín nær ekki að spilla heilsunni,“ segir Svanfríður. GÓÐ HÚSRÁÐ HUNANG ER ALLRA MEINA BÓT Hátíðarblanda, blandað frosið grænmeti, merkt best fyrir dagsetninguna 08.11.2007, hefur verið innkallað af Umhverfis- sviði Reykjavíkurborgar. Hátíðarblandan er vörumerki Íslensks meðlætis hf. og er dreift af Eggert Kristjánssyni hf. Varan reyndist innihalda aðskotahlut og hefur það sem framleitt var í sömu lotu verið tekið af markaði og er nú hvergi í sölu. Umhverfissvið hefur beint því til neytenda sem hafa keypt og eiga Hátíðarblöndu með dagsetningu 11.08.2007, að skila henni til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt. ■ Verslun og þjónusta Hátíðarblanda innkölluð Nýjar reglur hafa tekið gildi um systkinaafslátt á Seltjarnarnesi. Afsláttarkjörin ná til barnafjölskyldna sem eru með börn hjá dagmóður, í leikskóla eða í Skóla- skjóli grunnskólanna. Reglurnar hafa gilt milli leik- og grunnskóla þannig að að fjölskyldur hafa notið systkinaaf- sláttar af leikskólagjöldum eða gjöldum fyrir Skólaskjól. Nú hefur þjónustu dagforeldra verið bætt við, þannig að fjölskyldur með börn hjá dagforeldrum og í leikskóla fá nú 25 prósent afslátt af leikskólagjöld- um fyrir annað barn og 50 prósent fyrir þriðja barn. ■ Verslun og þjónusta Nýjar reglur um systkinaafslátt > Neysla mjólkur á hvern íbúa á Íslandi í lítrum talið Útgjöldin GAMLI OG NÝI TÍMINN Stafræn myndavél af stærri gerðinni og filmubútar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 17 9, 9 17 9, 1 18 1, 2 2002 20032000 18 3, 4 2001 18 1, 2 2004 Heimild: Hagstofa Íslands Íslenskir farsímanotendur senda á milli sín rúmlega 154 milljónir smáskilaboða á ári. Að meðaltali sendir því hver notandi rúmlega 500 skilaboð árlega. Hvert slíkt skeyti kostar tíu krónur og eru því tekjur símafyrirtækjanna íslensku vegna smáskilaboða rúmur einn og hálfur milljarður króna. Hver íslenskur farsímanotandi sendir frá sér rúmlega 500 smá- skilaboð að meðaltali á hverju ári. Rúmlega 154 milljónir slíkra skila- boða eru sendar á milli íslenskra farsímanotenda, eða um 422 þúsund skilaboð daglega. Sama verð hefur gilt hjá Og Vodafone og Símanum undan- farna mánuði. Hvert og eitt skila- boð kostar sendandann tíu krón- ur bæði innan kerfis og utan en hækkar nokkuð þegar farið er út fyrir landsteinana og fer það eftir samningum á viðkomandi svæði hversu dýrt er að senda þar. Þó hefur Og Vodafone tilkynnt um breytingar á verðskrá frá og með desember og kostar hvert sms eftir það 10,70 krónur. Ókeypis er að senda smáskilaboð úr tölvu og greiðir viðtakandi ekkert fyrir slíkt en aðeins er þó hægt að senda slíkt skeyti með viðhangandi aug- lýsingu. Kannanir gefa til kynna að innan við helmingur notenda geri sér grein fyrir því hver kostn- aður við eitt slíkt skeyti er og á það bæði við um viðskiptavini Og Vodafone og Símans. Íslendingar eru þó eftirbát- ar Dana og Norðmanna þegar að skeytasendingum kemur. Tölur frá 2003 sýna að Íslendingar senda mun færri skeyti en nágrannar okkar og búast má við að fjöldi sendinga hafi aukist mikið frá þeim tíma. Kannanir benda líka til þess að rúmur helmingur notenda sendi aldrei eða sjaldnar en einu sinni í viku skilaboð og má leiða líkum að því að hinn helmingurinn sendi því um 1000 skeyti árlega. Þarna er um tölur frá síðasta ári að ræða en bráðabirgðatölur frá fyrri hluta þessa árs benda til þess að sendingum hafi fækkað hér á landi. Engar tölur eru til um fjölda myndskeyta. Þau eru mjög að ryðja sér til rúms núna því að fáir farsímar eru seldir í dag sem ekki hafa innbyggða myndavél. Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki tekið saman tölur um slíkar skeytasend- ingar hingað til og því ómögulegt að áætla umfang þeirra. Slík skeyti kosta misjafnlega mikið eftir stærð þeirra mynda sem sendar eru á milli. Hjá Símanum er kostnaðurinn á milli 29 til 49 krónur fyrir hverja senda mynd. Hjá Og Vodafone er eitt fast verð á myndskilaboðum eða 29 krónur óháð stærð myndar inn- anlands en verð getur verið mjög breytilegt erlendis og fer þá eftir þeim samningum sem í gildi eru í hverju landi fyrir sig. Þó má finna upplýsingar um þann kostnað í helstu löndum á vefsíðum Og Voda- fone eða í þjónustuveri Símans. albert@frettabladid.is Borgum einn og hálfan milljarð fyrir sms-skeyti Þeir sem hafa áhyggjur af öryggi heimilis síns geta keypt heima- vörn af Securitas. Viðmiðunarverð á slíkri vörn er 5.262 krónur í mánaðargjald, en er misjafnt eftir stærð húsa. Öryggisráðgjafi metur þörfina hverju sinni og gerir tilboð í þjónustuna. Innifaldir í heimavörn eru reykskynjarar, sem eru alltaf virkir og senda boð til stjórnstöðvar Securitas og Neyðarlínunnar um leið og reyks verður vart. Einnig er innifalin vörn gegn innbroti. Aukalega er einnig hægt að láta vakta boð meðal annars frá gas- skynjurum, árásarhnöppum, ljósastýringum, aðgangsstýringum og tölvukerfum. ■ Hvað kostar.... heimavörn? Vörn gegn innbrotum og eldum Heppnir fá þá eitthvað fallegt... 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI SLÁUM ENGIN MET Í SMÁSKILABOÐUM Íslendingar senda um 422 þúsund sms á degi hverjum. Það gerir um 530 sendingar á mann á hverju ári. Nágrannar okkar á Norður- löndum senda þó enn fleiri skeyti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.