Fréttablaðið - 01.12.2005, Page 42

Fréttablaðið - 01.12.2005, Page 42
■■■■ { miðborgin & jólin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 Fallegt á hilluna inni í eldhúsi. Hver dós kostar aðeins 1.350 kr. Hugmyndir að jólagjöfum Þetta belti líkist helst lífsstykki og er einstak- lega fallegt við sæta skyrtu. Fæst í Rokki og rósum á 3.900 kr. Laugaveg 53, s. 552 3737 • Opið til 18 laugard. og sunnud. kl. 13 -18 Erum að taka upp nýjar vörur Súfistinn á Laugavegi 18 er lítið og snoturt kaffihús í hjarta borg- arinnar. Þegar kafaldsbylur hylur hæð og lægð er tilvalið að detta inn á Súfistann, sem staðsettur er á efri hæð Máls og menningar, og fá sér kaffibolla, cappuchino eða heitt súkkulaði til fá yl í kropp- inn. Nú í byrjun desember eru starfs- menn í óða önn að koma upp jóla- skreytingum og öðru sem tilheyrir hátíð ljóss og friðar. Samkvæmt Rakel Björg Guðmundsdóttur, starfsmannastjóra Súfistans, leggja starfsmenn staðarins sig í líma við að framkalla góða stemningu á staðnum með það að leiðarljósi að fólki finnist þægilegt að setjast niður og fá sér nokkra dropa. ,,Við leggjum mikla áherslu á að á staðn- um sé afslappað andrúmsloft sem auðvelt og þægilegt er að koma í. Starfsfólkið okkar leggur sig fram við að reyna að vera alúðlegt við fólkið í stressinu. Það má því segja að mottóið okkar sé að reyna að afstressa fólkið áður en það heldur áfram verslunarleiðangrinum úti í kuldanum.“ Að sögn Rakelar er komin tölu- verð jólatemning í miðbæinn og Súfistinn fer ekki varhluta af því. ,,Við höfum tekið eftir því undan- farið að það hefur verið töluverð aukning og þá sérstaklega um helg- ar. Það er greinilegt að almenn- ingur er að taka við sér varðandi jólaundirbúning því við sjáum mun meira fólk á ferli nú en áður. Það er líka greinilegt að jólastressið er komið í fólk.“ Að sögn Rakelar hefur ýmis- legt verið að gerast á Súfistanum í vetur. ,,Vð höfum verið með tölu- vert af upplestrum yfir vetrartím- ann þar sem höfundar koma og lesa úr verkum sínum. Það er mikið af sjálfstæðum verkefnum sem þessi litlu forlög hafa verið að standa að, eins og t.d. bókaútgáfan Bjart- ur. Við höfum einnig verið í mjög góðu samstarfi við Eddu útgáfu og svo er bókabúðin hérna fyrir neðan. Það er því alltaf eitthvað að gerast, sérstaklega á veturna“. Það má búast við því að tölu- vert verði um að vera í desember á Súfistanum þar sem hið árlega jóla- bókaflóð stendur nú sem hæst og höfundar keppast við að lesa upp úr verkum sínum. Að sögn Rakelar er Súfistinn einnig með annað kaffihús í Hafn- arfirði undir sama nafni og þar er reynt að hafa dagskrá svipaða þeirri sem er á Laugaveginum. ,,Við erum alltaf með reyklaus hádegi á milli 11.30 og 13.00. Einnig er alla virka daga boðið upp á hádegisverðartil- boð sem er súpa, réttur dagsins og kaffi á 990 kr. Þá er einnig boðið upp á lifandi tónlist öll miðviku- dagshádegi og þá spilar Hjörleifur Valsson fiðluleikari ljúfa tóna með góðum gestum“ segir Rakel að lokum. Það er því óhætt að segja að Súfistinn skili sínu þegar kemur að því að dæla kaffi og rólegheitum í stressaðan landann. Mottóið er afslöppun og rólegheit Þróunarfélag miðborgarinnar hefur komið á fót sameiginlegu gjafakorti fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki í miðborginni. Fjölmörg fyrirtæki taka við gjafakortinu, sem fæst keypt í Pennanum Eymundssson í Austurstræti, Bókabúð Máls og menningar á Laugvegi, Skífunni við Laugaveg, Iðu í Lækjar- götu og í bókabúðinni við Hlemm. Auk þess er hægt að kaupa gjafakortið í gegnum síma, og fá það sent hvert á land sem er. Símanúmerið er 8 28 28 28 og er opið allan sólarhringinn. Stór hluti verslana í miðborginni tekur við gjafakortinu og má sjá lista yfir þær verslanir á vefsíðunni www.midborg.is. gjöf í miðborgina Losnaðu undan áhyggjunum af að velja réttu gjöfina og gefðu gjafakort Fáðu þér göngutúr í miðbænum og njóttu jóla- stemningarinnar á meðan þú kaupir gjafirnar. Á Laugaveginum og hliðargötum er allt mor- andi af litlum sætum búðum sem er hægt að finna gersemar í. Fréttablaðið fann nokkrar gjafir sem kosta allar minna en fimmþúsundkall. Upplestrar eru á nýjum bókum fyrir jólin á Súfistanum. Yndis- lega hlýir mokkasokkar fyrir þægilegheit heima við á jólunum.. Fást í Handprjóna- sambandi Íslands á 3.510 kr. Í Frú fiðrildi er hægt að finna dásamlega hluti fyrir heimilið. Kúpull- inn er á 2.790 kr. og bakkinn á 1.500 kr. ÍSLENSK HÖNNUN & FRAMLEIÐSLA Laugavegi 59 • 3. hæð Kjörgarði • 561 5588 Sundföt sem passa Gjafabréf

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.