Fréttablaðið - 01.12.2005, Side 53

Fréttablaðið - 01.12.2005, Side 53
[ ] Ný kynslóð heilsubótar 100% náttúrulegt og virkar vel á bakverki, vöðvabólgu, tíðarverkjum og önnur eymsl. Heilsuhitapokinn Sölustaðir: Garðheimar, Heilsudrekinn, Snyrtistofa Rósu, Blóm er list, Hlín blómahús, í húsi blóma, Dekurstofan kringlan, Englakroppar,Runni studio blóm Galleri Húsgögn, Snyrtistofan Helena Fagra, Snyrtistofan Ásýnd, Snyrtistofa Grafarvogs, Snyrtilindin. JÓLAGJÖFIN Í ÁR Frí heimsending • Pöntunarsími: 554-6999 www.jumbo.is Kertaljós eru alveg málið núna. Desember er byrjaður og það má fara að koma sér í jólaskap með því að kveikja á kertum. Fullveldiskakan kemur í bakaríin í tilefni af fullveldisdeginum 1.des. Árleg jólasala iðjuþjálfunar geð- deildar verður haldin á fyrstu hæð í geðdeildarhúsi Landspítalans við Hringbraut milli kl. 12.00-15.30. Frúin í Hamborg opnar sýningu á Mokka á myndum sem prýddu nánast hvert heimili á Íslandi á árum áður. Fyrsta sýningin verður á mynd- inni af grátandi drengnum. Léttsveit Reykjavíkur heldur árlega jólatón- leika sína í Langholts- kirkju kl. 20.30. Einsöngvari er Ragnheiður Gröndal. Aðventu- tónleikar Sinfóníu- hljómsveit- ar Íslands kl. 20. Á jóladöfinni } 1. desember Glaðir í bragði Mín skoðun JÓLAKÖTTURINN TEKUR TIL MJÁLMS Já, já, nú er það loksins skollið á. Jólafárið með öllu tilheyrandi. Mannfólkið þýtur til og frá eins og ofvaxnar mýs, tístir eitthvað sín á milli en heldur svo áfram á þönum; að fara eitthvað, gera eitthvað, vera eins og fólkið í blöðunum eða bara allir hinir. Ég er búinn að fara minn fyrsta hring í verslanamiðstöðvunum til að kynna mér hvað er helst í tísku, svona til að vera undir það búinn að sinna skyldum mínum þegar nær dregur. Maður hefur nú einu sinni mannorð til að vernda þó svo ég eigi aldrei eftir að geta torgað öllum sem verða ekki í nýjustu tísku þessi jól frekar en mörg undanfarin. Annars sýnist mér tískan um þessi jól nú vera svona og svona. Svart er tískuliturinn í ár sam- kvæmt blöðunum sem ég klóra mig fram úr á morgnanna, svart með palíettum, hvítt með gulli og allar samsetningar af þessu fernu. Ekki mjög upplífgandi en það er þó bót í máli að það verður auðveldara að finna þá sem eru hallærislegir og þrjósk- ast við að vera í litskrúðugum fötum þessi jól, einkum ef það fer einhvern tíma að snjóa. Þeir sem klæða sig í liti eru yfirleitt glaðari á bragðið af einhverjum ástæðum, Hæ, hæ ég hlakka til!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.