Fréttablaðið - 01.12.2005, Page 68
1. desember 2005 FIMMTUDAGUR
!
um a›JÓL
G ALIÐ!
DVD SPILARI
BÍÓMIÐAR
GEISLAPLÖTUR
HEIMABÍÓ
JÓLAKONFEKT
UPPTÖKUVÉL
MYNDAVÉL
GSM SÍMAR
TÖLVUR
MP3 SPILARAR
BUZZ TÖLVULEIKUR
DVD MYNDIR
TÖLVULEIKIR
PS2 OG PSP TÖLVUR
Vinningar ver›a afhentir hjá BT Smáralind 19-23.desember milli kl 12-22. 99 kr/skeyti›. Me› flátttöku ertu kominn í SMS klúbb.
AÐALAVINNINGUR ER JÓLAPAKKI
HANDA ALLRI FJÖLSKYLDUNNI!
MEDION 42" PLASMASÓJNVARP + MEDION V8 TÖLVA + 19" TFT TÖLVUSKJÁR + SONY
CYBERSHOT MYNDAVÉL+ PS2 TÖLVA + PANASONIC MINIDV + PANASONIC HEIMABÍÓ
OG 10 x DVD MYNDIR AF EIGIN VALI!
10. hver vinnur eitthva› af flessu hér:
MEDION V8 X2 tölvur • PANASONIC heimabíó • Denver DVD
spilarar • PANASONIC miniDV tökuvélat • Sony Stafrænar
myndavélar • GSM símar • Jólaís Kjörís • PSP tölva • Sony MP3
spilarar • Konfekt frá Nóa Síríus • PlayStation 2 tölvur
• Bíómi›ar fyrir tvo á The Family Stone • Fullt af geislaplötum
• CocaCola kippur • Fullt af DVD • Víking Malt kippur • Fullt af
tölvuleikjum • Frí ADSL áskrift hjá BTnet!
að verðmæ
ti
550.000,-
Sendu SMS skeyti› BT BTV á
númeri› 1900 og flú gætir unni›!
Vi› sendum flér spurningu tengda BT og jólunum sem flú
svarar me› SMS skeyti BT A, B e›a C á númeri› 1900.
vinnur!
JÓLAÍS
KÓK OG MALTÖL
ADSL ÁSKRIFTIR
Kl. 19.30
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur
barokktónlist á aðventutónleikum
sínum í Háskólabíói. Stjórnandi
verður Harry Bicket, einsöng syngur
Hallveig Rúnarsdóttir sópran og
þeir Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleik-
ari og Matthías Nardeau óbóleikari
leika einleik.
Hundrað og sextíu konur
ætla að syngja jólalög frá
ýmsum heimshornum í
Langholtskirkju í kvöld. Þar
er á ferðinni kvennakórinn
Léttsveit Reykjavíkur
ásamt Ragnheiði
Gröndal og valinkunnum
hljóðfæraleikurum.
„Kosturinn er sá að maður hefur
það að atvinnu að gleðja aðra og
syngja jólin inn,“ segir Jóhanna
Þórhallsdóttir, stjórnandi kvenna-
kórsins Léttsveitar Reykjavíkur.
Hún hefur nóg að gera þessa dag-
ana, eins og annað tónlistarfólk,
því aðventan er skollin á með
jólatónleikum á nánast hverju
horni.
„Maður er úti um allt, en
þetta er líka óskaplega gefandi
og skemmtilegt. Maður er strax
kominn í jólaskapið.“
Léttsveitin heldur sína jólatón-
leika í Langholtskirkju í kvöld og á
laugardaginn og hafa tónleikarnir
yfirskriftina „Jólin alls staðar“.
Með kórnum syngur Ragnheiður
Gröndal einsöng, en hljóðfæra-
leikarar kvöldsins eru Haukur
Gröndal, Eyjólfur Þorleifsson,
Kristín J. Þorsteinsdóttir, Tómas
R. Einarsson og Aðalheiður Þor-
steinsdóttir, undirleikari kórsins.
„Við ætlum að flytja jólalög úr
ýmsum áttum, spænsk og afrísk og
íslensk. Ragnheiður syngur meðal
annars Ave Maríu eftir Sigvalda
Kaldalóns og svo syngur hún sín
eigin lög.“
Kórinn hefur haldið upp á tíu ára
afmæli sitt á þessu ári með ýmsu
móti. Meðal annars gerði Silja
Hauksdóttir kvikmynd um kórinn,
sem frumsýnd var í haust og heitir
einfaldlega Kórinn. Einnig er kór-
inn að gefa út disk, sem væntan-
legur er á markað í dag.
„Það er ekki jólaplata,“ segir
Jóhanna, „heldur eru þetta tón-
leikaupptökur frá síðastliðnum
tíu árum. Upptökur með ýmsum
listamönnum eins og til dæmis
Rússibönum, Snorra Wium, Wilmu
Young og náttúrlega Tomma og
Öllu sem fylgja okkur alltaf.“
LÉTTSVEIT REYKJAVÍKUR Syngur jólalög frá ýmnsum heimshornum í Langholtskirkju.
Strax komnar í jólaskapið
Þeir Kristinn Sigmundsson söngv-
ari og Jónas Ingimundarson píanó-
leikari halda námskeið í túlkun
sönglaga dagana 6. til 9. desember
í Salnum í Kópavogi.
Gert er ráð fyrir allt að tíu
virkum þátttakendum sem fá að
njóta leiðsagnar þeirra Krist-
ins og Jónasar í túlkun íslenskra
sönglaga og þýskra ljóðasöngva.
Námskeiðið hefst með ljóð-
atónleikum þeirra Kristins og
Jónasar þriðjudagskvöldið 6.
desember þar sem þeir flytja
ljóðaflokkinn Schwanengesang
eftir Schubert. Námskeiðið sjálft
stendur síðan yfir miðvikudaginn
og fimmtudaginn kl. 9.30 til 16.30,
og loks lýkur því með tónleikum
þátttakenda föstudagskvöldið 9.
desember.
Öllum er frjálst að fylgjast
með námskeiðinu og er aðgangur
ókeypis. Sömuleiðis er ókeypis
aðgangur að tónleikum þátttak-
enda á föstudagskvöldinu.
Verð fyrir virka þátttöku á
námskeiðinu, með tilsögn og
áheyrn, kostar hins vegar 15.000
krónur og umsóknarfrestur er til
5. desember.
Námskeiðið er haldið á vegum
Ljóðaakademíu Salarins, sem
Kristinn hafði frumkvæði að því
að stofna síðastliðið vor. Þá héldu
þeir Jónas meistaranámskeið í
Salnum með svipuðu fyrirkomu-
lagi og nú fyrir unga söngvara og
langt komna söngnemendur.
JÓNAS INGIMUNDARSON OG KRISTINN SIGMUNDSSON Þeir bjóða öllum að fylgjast með
þegar þeir veita ungum söngvurum leiðsögn á ljóðasöngsnámskeiði, sem þeir halda í
næstu viku.
Kenna hvernig á að syngja ljóð
menning@frettabladid.is
> Ekki missa af ...
... karlaráðstefnu um jafnréttismál sem
haldin verður í Salnum í Kópavogi núna
fyrir hádegi í dag. Eina konan sem þar
talar verður Vigdís Finnbogadóttir.
... tónleikum tenóranna þriggja, Gunnars
Guðbjörnssonar, Snorra Wium og
Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar.
... Dagskrá umhverfissinna í Dómsalnum
í boði Fræðsludeildar Þjóðleikhússins
þar sem rithöfundar lesa upp og Sigríð-
ur Þorgeirsdóttir heimspekingur heldur
erindi.