Fréttablaðið - 01.12.2005, Side 88

Fréttablaðið - 01.12.2005, Side 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Það kemst enginn fram hjá Guðna edda.is Í þessari skemmtilegu bók er rakinn ferill Guðna í máli og myndum. Guðni er sagnamaður af guðs náð og í farsælu samstarfi við Þorstein J. hefur orðið til frábær bók, sem kætir alla þá sem unna góðum sögum – fótboltasögum. „Það eina sem ég hefði viljað hafa öðruvísi við Guðna Bergsson er að hann hefði verið miklu yngri þegar ég tók við Bolton-liðinu. Þá væri hann ennþá að spila.“ Sam Allardyce, framkvæmdastjóri Bolton Wanderers. „Guðni Bergs er einn erfiðasti andstæðingur sem ég hef leikið gegn.“ Ruud Van Nistelrooy, framherji Manchester United AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA JÓNS GNARR BAKÞANKAR Kynbundið ofbeldi hefur verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu. Konur eru beittar sví- virðilegu ofbeldi um allan heim. Það er hræðileg staðreynd. ÚT er komin nokkuð athyglisverð bók sem fjallar um konur sem hefna sín á fyrrverandi eiginmönn- um og kærustum. Þær rispa bílana þeirra og baka fyrir þá kökur sem í er tíðablóð, svokallaðar Túrkökur. Ég las viðtal við höfunda bókarinn- ar, sem var allt á léttum nótum og fór að velta fyrir mér hvernig það liti út ef karlmenn skrifuðu svona bók. Þar væri hægt að hvetja menn til að rispa bíla og brjóta rúður hjá fyrrverandi kærustum og jafnvel hafa uppskrift að Brundbollum. Ég er ansi hræddur um að það yrði allt vitlaust. BANDARÍSKI hermaðurinn Lynndie England var dæmd, fyrr á árinu, í þriggja ára fangelsi fyrir pyntingar og ofbeldi gegn föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Lynndie er kona og fórnarlömb hennar voru karlmenn. Myndir af henni þar sem hún teymdi nakta menn í bandi hafa farið um allan heim. Henni fannst þetta örugg- lega fyndið enda kannski orðin langþreytt á karlrembu samstarfs- manna sinna. OFBELDI gegn körlum er dulið vandamál í íslensku samfélagi. Margir karlmenn á Íslandi búa við heimilisofbeldi. Það er fullt af konum sem beita menn sína andlegu og líkamlegu ofbeldi. Margir menn búa við kúgun og ofríki á heimili sínu. Það er fjöldi karlmanna á Íslandi sem fær ekki eðlilega umgengni við börnin sín vegna þess að barnsmæður þeirra meina þeim það. Og hvað með dren- gi sem eru beittir ofbeldi af mæðr- um sínum vegna þess að þeim er illa við karlmenn? Hvað ætli það sé algengt? Og hvaða viðhorf ætli slíkir menn hafi til kvenna þegar þeir fullorðnast? AFSTAÐAN til ofbeldis gegn körlum er einkennilega fordóma- full. Ég sá einu sinni umfjöllun í Íslandi í dag um karlmenn sem búa við heimilisofbeldi. Þáttastjórn- endurnir hlógu þegar þau töluðu um þetta „skringilega fyrirbæri“. Það er ekkert skrítið að þetta skuli vera feimnismál. Karlmaður sem lætur konuna sína lemja sig, er hann ekki bara aumingi? Eigum við ekki bara að hlæja að svoleiðis mönnum? ÉG er alls ekki að gera lítið úr ofbeldi gegn konum. En konur beita líka ofbeldi. Allir vita að það er ljótt að meiða fólk. En er í lagi að meiða menn? Djöflaterta

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.