Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 12
12 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR Fluguhnýtingarsett fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna Jólatilboð kr. 7.990.- Fluguveiðisett frá REDINGTON allt í einum pakka Jólatilboð verð frá kr. 11.990.- STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingar- innar, gerði nýja skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors um kjör öryrkja að umtalsefni í upphafi þingfundar í gær. „Öryrki sem er einstætt for- eldri hefur hækkað um þrjátíu prósent meðan aðrir njóta fimm- tíu prósenta hækkunar,“ sagði Ingibjörg. „Þessar tölur koma mér á óvart því það er staðreynd að kaupmáttur bóta sem ríkið greið- ir hefur hækkað á síðastliðnum tíu árum um 58 prósent á sama tíma og kaupmáttur almennra launa hefur hækkað um 37 pró- sent,“ sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í svari sínu og gat þess að lífeyrissjóðir hefðu einnig skert greiðslur sínar. „En við getum gert betur, líka gagn- vart eldri borgurum,“ sagði for- sætisráðherra. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi stefnu stjórnvalda gagnvart öryrkjum. „Það er áfellisdómur að þeir skuli dragast aftur úr. Þetta er ríkisstjórn ójafnaðar.“ - jh Skýrsla Stefáns Ólafssonar um versnandi kjör öryrkja rædd á Alþingi: Getum gert betur segir Halldór HEILBRIGÐISMÁL Á fjórða tug sjúklinga blóðskilunardeildar Landspítalans skora á yfirstjórn spítalans að draga til bara breytingar á vaktafyrirkomulagi hjúkrunarfræðinga deildarinnar sem taka eiga gildi um áramót. Hluti hjúkrunarfræðinga ætlar að hætta á deildinni vegna breyt- inganna og óttast sjúklingarnir mjög um sinn hag vegna þessa. „Þrátt fyrir nauðsyn á sparnaði og breytingum hlýtur frumskylda þeirra er reka sjúkrahús fyrst og fremst vera að tryggja öryggi sjúk- linga sinna,“ segir í tilkynningu sem 33 sjúklingar skrifa undir. Blóðskilun er nýrnasjúkling- um lífsnauðsynleg og störf hjúkr- unarfræðinganna mjög sérhæfð, en um ár tekur að þjálfa nýtt fólk í starfið. Sjúlklingarnir eiga ekki í önnur hús að venda, en vika til hálfur mánuður án blóðskilunar gætu reynst þeim banvæn. - óká Nýrnadeild Landspítalans: Sjúklingar láta til sín taka GJÖF Verkefnið Virkjum alla – rafrænt samfélag hefur fært Fræðslumiðstöð Þingeyinga að gjöf færanlegt tölvuver sem sam- anstendur af tíu fartölvum og öllum nauðsynlegum fylgihlut- um. Sparisjóður Þingeyinga veitti styrk til kaupa á flutningskössum undir tölvurnar en heildarkostn- aður við tölvuverið og flutnings- kassana var um ein og hálf milljón króna. Virkjum alla er þriggja ára samstarfsverkefni Húsavíkur- bæjar, Aðaldælahrepps, Þingeyj- arsveitar og Byggðastofnunar með það að markmiði að tryggja íbúum sveitarfélaganna aðgang að rafrænni þjónustu. Susan Martin, verkefnisstjóri Virkjum alla, segir að með til- komu tölvuversins verði grund- vallarbreyting á fræðslustarfsemi í Suður-Þingeyjarsýslu því að nú hafi allir íbúar sýslunnar aðgang að tölvuverinu. „Fyrirhafnarlítið er hægt að fara með tölvurnar um allt héraðið og setja upp námskeið á vinnustöðum, í skólum eða hvar sem óskað er,“ segir Susan. - kk Verkefnið Virkjum alla styrkir Fræþing: Gáfu tíu fartölvur og fylgihluti GJÖFIN AFHENT Fulltrúar frá Fræþingi, Virkjum alla og Sparisjóði Suður-Þingeyinga ásamt tveimur fulltrúum frá skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík, en stéttarfélögin voru fyrst til að nýta tölvuverið. FRÉTTABLAÐIÐ/KK SPÁNN Yfir áttatíu prósent þeirra kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi af höndum eiginmanna sinna eða kærasta á heimilum sínum á Spáni telja ekki að ást eiginmanna sinna sé nokkuð minni fyrir vikið. Fyrst og fremst eru það ungar stúlkur, um og undir þrítugsald- rinum, sem eru á þessari skoð- un en heimilisofbeldi gegn þeim hefur vaxið hvað hraðast í land- inu á undanförnum árum. Ekki aðeins á það við um Spán heldur er vandamálið víðar. Sérstaklega er heimilisofbeldi stórt vandamál í löndum Suður-Ameríku og látast þar fleiri hundruð konur á ári hverju vegna ofbeldis. - aöe Fórnarlömb heimilisofbeldis: Elska menn sína áfram Á tvöföldum hámarkshraða Tvítugur Suðurnesjamaður var sviptur ökurétti í tvo mánuði í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag, auk þess að vera gert að greiða 60.000 krónur í sekt. Hann mældist á rúmlega tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut við gatnamót Vogavegar mánudagskvöldið 11. apríl. Þar má aka á 70 kílómetra hraða en maðurinn ók á 143 kílómetra hraða samkvæmt mælingu lögreglu. HÉRAÐSDÓMUR HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA segir kaup- mátt bóta hækkað meira en launa. AÐSKILNAÐARSAMTÖK BASKA LÁTA AÐ SÉR KVEÐA Sex sprengjur sprungu í gær á A-6 hraðbrautinni sem liggur til Madrid. Ónefndur aðili sem sagðist vera frá aðskiln- aðarsamtökum Baska hafði varað við sprengjunum áður og því urðu engin slys þar sem lögregla lokaði veginum. AFP.NORDICPHOTOS/AFP MENNTAMÁL Björgvin G. Sigurðs- son, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í upphafi fundar á Alþingi í gær um framkvæmd sam- ræmdra stúdentsprófa. Hann sagði þau fela í sér allt of mikla miðstýr- ingu, taka sjálfstæði af skólunum og draga smám saman úr sérkenn- um þeirra. „Þau ná því hvorki að mæla gæði skólanna né nýtast þau sem inntökupróf í háskólana þar sem slíkar prófa er krafist... Sterk rök hníga því að því að hverfa frá samræmdum stúdentsprófum.“ Björgvin benti á að í sumum framhaldsskólanna hefðu sjötíu til áttatíu prósent nemenda skilað auðu í samræmdum stúdentspróf- um. „Enda telja nemendur sig hafða að fíflum með prófunum.“ Björgvin spurði Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur menntamála- ráðherra hvort hún hygðist beita sér fyrir afnámi umræddra prófa. Þorgerður Katrín sagði að þingmenn allra flokka hefðu verið fylgjandi því að taka upp sam- ræmdu prófin árið 1996. „Það eru efasemdir í mínum huga varðandi samræmd próf. Ég hef sagt að þau feli í sér ákveðna miðstýringu og þau stuðli ekki að þeirri fjölbreytni sem við viljum öll... Engu að síður vó það mjög þungt á sínum tíma að háskólarnir báðu sérstaklega um þetta. Ég er með eins árs gamalt bréf frá deildarforsetum Háskóla Íslands þar sem hvatt er til þess að halda samræmdu prófunum og helst fjölga þeim.“ Þorgerður Katrín kvaðst ætla að kalla til fundar fulltrúa þeirra aðila sem málið snertir, nemenda, kenn- ara, skólastjórnendur, háskóla- menn og fleiri, svo sem Námsmats- stofnun, til þess að fara yfir málið. „Það er alveg ljóst framkvæmd samræmdu prófanna á undanförn- um dögum hefur ekki tekist sem skyldi,“ sagði Þorgerður. Dagný Jónsdóttir, Framsókn- arflokki, sagði það vera á stefnu- skrá flokksins að endurskoða framkvæmd samræmdu prófanna. Hún teldi að farsælla gæti verið að leggja eins konar könnunarpróf fyrir nemendur og tengja þau alls ekki við útskrift stúdenta. Katrín Júlíusdóttir, Samfylk- ingunni, spurði menntamálaráð- herra hvort ekki yrði að svara því afdráttarlaust hvort samræmdu prófin yrðu lögð fyrir framhalds- skólanema næsta vor. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kvaðst efast um að prófin yrðu lögð aftur fyrir óbreytt en breyta yrði lögum. johannh@frettabladid.is Prófin verða endurskoðuð Menntamálaráðherra kveðst hafa efasemdir um framkvæmd samræmdra prófa í framhaldsskólunum og boðar endurskoðun þeirra. Þingmönnum þykir prófin fela í sér of mikla miðstýringu og þau séu varla mælikvarði á gæði skólanna. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra segist hafa efasemdir um samræmdu prófin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.