Fréttablaðið - 07.12.2005, Page 22

Fréttablaðið - 07.12.2005, Page 22
 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR22 RV2045_2dx150 Pillivuyt 29.6.2005 9:01 Page 1 Postulín, glös og hnífapör – fyrir brúðhjón og betri veitingahús FRANCEP U IL VLI YT Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opnu nartí mi í ver slun RV: R V 20 45 Bandaríska ABC-sjónvarpsstöð- in birti í fyrradag fréttir um að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði lokað tveimur fangelsum í Austur-Evrópu í síðasta mánuði í kjölfar ásakana Mannréttinda- vaktarinnar um að stofnunin stæði í slíkum rekstri í Póllandi og Rúm- eníu. Að sögn heimildarmanna stöðvarinnar hafa ellefu grunað- ir hermdarverkamenn - sagðir hættulegustu al-Kaídaliðarnir sem Bandaríkjamenn hafa í haldi sínu - verið fluttir þaðan til nýs fangelsis CIA í eyðimörkum Norður-Afríku. Þessir menn hafa allir verið hand- samaðir á síðustu misserum og hafa síðan sætt linnulausum yfir- heyrslum um fortíð sína og frek- ari áform al-Kaída. Tíu þessara manna hafa verið beittir því sem CIA kallar háþróaðar yfirheyrslu- aðferðir (enhanced interrogation techniques) en Bandaríkjastjórn telur þessar aðferðir ekki til pynt- inga. Engin vettlingatök Fyrir tæpum mánuði birti ABC- stöðin aðra frétt þar sem nokkrum þeirra yfirheyrsluaðferða sem CIA beitir var lýst. Heimild- armenn stöðvarinnar koma úr röðum leyniþjónustunnar en með uppljóstrununum vildu þeir upp- lýsa almenning um þá leið sem stofnunin hefur ákveðið að feta. Frásagnir þeirra koma heim og saman við vitnisburð fanga sem CIA hefur haft í haldi í Afganist- an. Stjórnendur CIA vildu ekki staðfesta fréttina þegar hún var borin undir þá, en þeir fengust heldur ekki til að neita því sem þar kom fram. Eins og sjá má af lýsingunum hér til hliðar eru þessar aðferð- ir misharkalegar, sú síðasttalda þó sýnu grófust. Þeir CIA-menn sem heimiluðu að láta binda sig á vatnsbrettið entust að meðaltali í fjórtán sekúndur á því áður en þeir gáfust upp. Khalid Sheikh Mohammed, sem handtekinn var í Pakistan 2003, er sagður hafa uppskorið aðdáun fangavarða sinna þegar hann hélt út í tvær og hálfa mínútu undir vatnsflaumn- um en svo grátbað hann um að fá að játa. Erfitt er að greina hvar skilin á milli þessara aðferða og pyntinga liggja, að minnsta kosti er John Sifton hjá Mannréttindavaktinni ekki í neinum vafa um að vatns- brettið sé í síðarnefnda flokknum. „Sá sem sætir þessu telur að verið sé að drepa hann. Því jafngildir þetta sýndaraftöku, sem er bönn- uð samkvæmt alþjóðasáttmál- um.“ Allir á einum stað Notkun þessara „háþróuðu yfir- heyrsluaðferða“ er háð ströngum starfsreglum CIA. Í hvert og eitt skipti þarf að fá leyfi til að beita þeim en ekki er þó vitað til að slíkum beiðnum hafi nokkru sinni verið hafnað. Einungis fjór- tán CIA-menn hafa heimild til að beita fanga í haldi stofnunarinnar aðferðunum og þeir hafa fengið sérstaka þjálfun í notkun þeirra. Fyrir nokkrum misserum dó fangi úr lungnabólgu eftir að hafa verið látinn standa rennblautur og kviknakinn á ísköldu gólfi yfir nótt í fangelsi í Afganistan en þeim pyntingum stýrði herforingi sem ekki hafði heimild til þess arna. Tvö önnur dæmi tilfærir ABC um fanga sem dóu eftir yfirheyrslur, báðir í íröskum fangelsum. Leynifangelsi CIA eru ekki mörg, raunar eru þau sem eru í notkun á hverjum tíma teljandi á fingrum annarrar handar. Þau er yfirleitt að finna í herstöðvum sem stundum eru ekki einu sinni lengur í notkun, til dæmis þær í Austur-Evrópu sem sagðar eru frá því á Sovéttímanum. Venjan er að geyma stóra fanga- hópa saman því þannig er hægt að yfirheyra einn fanga og fá upplýs- ingarnar sem hann lætur í té stað- festar hjá þeim næsta. Deilur innan CIA Heimildarmenn ABC ítreka hins vegar að deildar meiningar séu um aðferðirnar innan stofnunar- innar og eru nokkrir CIA-menn sagðir hafa hafnað að fá heim- ild til að beita þeim. Þeir telja að játningar sem fengnar séu með pyntingum séu ekki áreiðanleg- ar heldur játi margir á sig nán- ast hvað sem er til að sleppa við frekari misþyrmingar. Þannig er Ibn al-Shaykh al-Libi, einn hinna grunuðu al-Kaídamanna, sagður hafa gefið sig eftir að hafa verið bundinn á vatnsbrettið og síðan látinn standa nakinn og blautur í klefa sínum yfir nótt. Á grundvelli þeirra játninga rökstuddi Banda- ríkjastjórn ásakanir sínar um að al-Kaídaliðar fengju þjálfun í Írak í notkun sýklavopna, sem síðar hefur komið á daginn að enginn fótur var fyrir. Sumir telja þó réttlætanlegt að beita hörku þegar talið er að koma megi í veg fyrir hryðjuverk en tíminn er naumur. Eftir sem áður er þó engin trygging fyrir því að þær upplýsingar sem fang- inn greinir frá séu í raun og veru réttar eða að hann viti yfirleitt eitthvað um málið. Orðhengilsháttur gagnrýndur Í þessu ljósi eru yfirlýsingar Condoleezzu Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í fyrradag athyglisverðar. Aðspurð neitaði hún hvorki né játaði að leynifang- elsin væru til en ítrekaði þó að Bandaríkjastjórn pyntaði engan eða flytti nokkurn mann til staða þar sem pyntingar væru stundað- ar. Mary Robinson, fyrrverandi yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, gagnrýndi Rice fyrir orðhengilshátt og sagði loðin svör stjórnarinnar mjög til vansa. Greinilegt væri að þeir lögfræðilegu ráðunautar sem hún ráðfærði sig við „hefðu tilhneig- ingu til að nota óljóst orðalag þegar þeir skilgreina pyntingar“. Pyntingar eða háþróaðar yfirheyrslur? Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi að CIA flytti grunaða hermdarverkamenn án dóms og laga á milli landa til yfirheyrslna en þvertók fyrir að þeir væru pyntaðir. Yfirheyrsluaðferðir CIA eru hins vegar vafasamar svo ekki sé meira sagt. RAMZI BINALSHIBH Jemeninn á að hafa gegnt veigamiklu hlutverki í Ham- borgarsellu al-Kaída sem sögð er hafa skipulagt hryðjuverkin 11. september 2001. Binalshibh er jafnframt grunaður um að hafa stýrt árásinni á bandaríska herskipið USS Cole í Aden árið 2000. Hann hefur verið í haldi Bandaríkja- manna síðan 2002. NORDICPHOTOS/AFP ABU FARAJ AL-LIBBI Al-Libbi var hand- samaður í Pakistan í maí á þessu ári. Hann er sagður hafa tekið við verkefn- um Khalid Sheikh Mohammed þegar hann var gómaður árið 2003. Al-Libbi á að hafa skipulagt tvö banatilræði við Pervez Musharraf, forseta Pakistans. NORDICPHOTOS/AFP VAKTI AÐDÁUN FYRIR ÞOLGÆÐIÐ Fangaverðir CIA voru undrandi yfir því hversu lengi Khalid Sheikh Mohammed þoldi við á vatnsbrettinu svonefnda. Mohammed var handtekinn í Paki- stan í mars 2003 og hefur verið í haldi Bandaríkjamanna síðan. Hann er sagður hafa fengið hugmyndina að því að fljúga farþegaþotum á bandarískar byggingar og svo skipulagt árásirnar 11. september 2001. Auk þess er honum gefið að sök að hafa sjálfur tekið bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl af lífi í Pakistan sama ár. NORDICPHOTOS/AFP HÁÞRÓAÐAR YFIRHEYRSLUAÐFERÐIR CIA Fréttastofa ABC-sjónvarpsstöðvarinnar hefur heimildir fyrir sex ólíkum brögðum sem sérfræðingar bandarísku leyniþjónustunnar CIA eru sagðir beita þá fanga sem taldir eru sérstaklega hættulegir. Skyrtutakið Leyniþjónustumaðurinn hrifsar í skyrtu fangans og hristir hann harkalega. Kinnhesturinn Fanginn sleginn utanundir með flötum lófa til að hræða og meiða hann. Magahöggið Fanginn sleginn föstu höggi með flötum lófa í kviðinn. Höggið er sársaukafullt en af því hljótast ekki innvortis meiðsli. Læknar CIA eru sagðir hafa mælt gegn hnefahöggum þar sem þau geta eyðilagt líffæri. Sístaðan Þessi aðferð er sögð ein sú áhrifamesta. Fanginn er þá hlekkjaður á höndum og fótum og neyddur til að standa grafkyrr í allt að fjörutíu klukkustundir. Þreyta og svefnleysi brjóta hann fljótlega niður. Kæliklefinn Fanginn stendur nakinn í tíu gráðu heitum fangaklefa. Með reglulegu millibili er ísköldu vatni sprautað á hann. Vatnsbrettið Fanginn er hlekkjaður við borð og eru fætur hans látnir standa hærra en höfuðið. Plasti er vafið utan um höfuðið og síðan er vatni sturtað yfir hann. Þessi aðferð kallar fram heift- arlega köfnunartilfinningu og geta fáir fangar staðist þessa raun nema í örskamma stund. FRÉTTASKÝRING SVEINN GUÐMARSSON sveinng@frettabladid.is Þessir al-Kaídamenn eru í haldi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra ALI ABDUL RAHMAN AL-GHAMDI Þótt al-Ghamdi sé ekki nema 31 árs barðist hann í Tsjetsjeníu og Afganistan. Honum hefur verið lýst sem höfuðsmanni al- Kaída í Sádi-Arabíu og er hann grunaður um að bera ábyrgð á sprengjutilræðum í Ríad árið 2003. Í kjölfar árásanna gaf hann sig fram við yfirvöld.NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.