Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 26
7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
���������������������������
������������������������
���������
�������������������������������������������������������
���������������������������������
�����������
��� �������������������������������
����������
������������������������������������������������������
�������������������������������������
�������������������������������
������
�����������������������������������
�����������������������������
�������������������������� ������������
�������������
���������������������
����������������������������������������
�����������������������
Það var ekki matnum að þakka að
ég man eftir máltíð sem ég snæddi
vestur í Tennessee fyrir mörgum
árum. Ég hafði orðið svangur á
óheppilegum stað og farið inn á
veitingahús við þjóðveginn. Þar
horfðu menn á sjónvarp á meðan
þeir borðuðu. Heimurinn utan
Tennessee hafði slæðst í fréttir í
fylkinu þennan dag.
Það sem gerði málið enn óvana-
legra var að löng umræða fylgdi
með frétt um fjarlæga atburði.
Ég þekkti eitthvað til málsins sem
sagt var frá en mér hefði þó lík-
lega fyrirgefist að halda um stund
að rætt væri um annað pláss en ég
þekkti og annað fólk en ég vissi að
væri til. Auðvitað eru margar hlið-
ar á hverju máli en það sem blasti
við í sjónvarpinu þennan dag var
ekki hlið á neinu máli heldur bein
afskræming á veruleikanum sem
ég sá svo endurtekna dagana á
eftir. Þessi afskræmda mynd sagði
ekkert um veruleikann en passaði
svo vel við ríkjandi hugmynda-
fræði þarna langt inni í Banda-
ríkjunum að sumum sessunauta
minna á fánum skrýddum veit-
ingastaðnum hlaut að hlýna um
hjartarætur enda fátt notalegra
en að fá fordóma sína staðfesta.
Nú er það auðvitað svo að allar
þjóðir koma sér upp myndum af
veruleikanum sem fólk í öðrum
samfélögum kannast illa við. Þetta
getur verið mjög til gamans fyrir
þá sem ferðast og er oftast jafn
saklaust og venjulegur skáldskap-
ur. Íslendingar heima og erlendis
hafa til dæmis létt mörgum lund
með sögum sínum af afrekum
landsmanna og óumbeðnum upp-
lýsingum um almennt mikilvægi
landsins.
Það voru heldur ekki sérkenni
hinnar bandarísku heimsmynd-
ar sem trufluðu mig við að borða
vondan mat. Bandaríkjamenn hafa
auðvitað rétt til sinnar sérstöku
myndar af sjálfum sér og heimin-
um rétt eins og hver önnur þjóð.
Það sem olli mér hugarangri þarna
við þjóðveginn í Tennessee var sú
staðreynd að ég var eini maðurinn
þarna inni sem ekki hafði kosn-
ingarétt í alþjóðamálum.
Á þessum tíma gramdist mér
eitthvað dálítið að Vestfirðingar
höfðu fimmfaldan atkvæðisrétt
á við okkur sunnanmenn í kosn-
ingum á Íslandi en einhvern veg-
inn varð mér alveg sama um það
þarna í Tennessee. Mennirnir
sem sátu í kringum mig og hlust-
uðu á einfaldanir, útúrsnúninga
og blekkingar um málefni hinum
megin á hnettinum höfðu kosn-
ingarétt í alþjóðamálum. Fylkið
þeirra kaus George W. Bush for-
seta ekki löngu síðar og hvað sem
um þann mann má segja hafa verk
hans skipt máli fyrir marga utan
Bandaríkjanna.
Ég hef hins vegar ekki atkvæð-
isrétt í heimsmálunum frekar
en nokkur annar sem les þessa
grein, ólíkt því sem er um íbúa
Tennessee. Aðeins örfá ríki ver-
aldar hafa nokkur umtalsverð
áhrif á gang mála í alþjóðakerf-
inu umfram þau sem snúa beint
að þeim sjálfum. Það kemur
þó fyrir að smáríki geta fengið
stærri ríki til að taka eftir afstöðu
sinni til stórra alþjóðlegra deilu-
mála. Þetta gerist ekki oft. Menn
geta til dæmis lesið bestu blöð
heimsins árum saman án þess
að sjá svo mikið sem einu sinni
vikið að atkvæðagreiðslu á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
En þetta gerðist í aðdraganda
innrásarinnar í Írak. Svar okkar
þá hafði auðvitað engin efnisleg
áhrif en svona uppá framtíðina
þurfum við að skilja hvers vegna
við brugðumst við þessu óvana-
lega tækifæri með þeim hætti
sem við gerðum. Trúðu menn
virkilega áróðri hugmyndafræð-
inga hægri manna í Bandaríkj-
unum sem var svo augljóslega
mótsagnakenndur, falskur og illa
undirbyggður að fólk með lítils-
háttar þekkingu á alþjóðamálum,
nútímasögu og Miðausturlöndum
átti auðveldlega að sjá í gegnum
hann? Nenntu menn ekki að kynna
sér óvanalega samhljóma viðvar-
anir fræðimanna um allan heim
sem eitthvað þekktu til Írak? Eða
skoða pólitískar rætur áhugans á
innrás í Írak?
Írak er ekki dæmi um mál þar
sem auðvelt er að vera vitur eftir
á. Þarna var auðvelt að vera vitur
fyrirfram. Eða snerist þetta um
hagsmuni og vigtaði vilji manna til
að halda í fjórar af tíu þúsund her-
þotum Bandaríkjamanna þyngra
en hundrað ára heitstrengingar
um Íslendinga sem vopnlausa, lög-
hlýðna og friðsama þjóð? Svarið
skiptir máli því það segir okkur
hvort það væri til einhvers að við
hefðum atkvæðisrétt í alþjóðmál-
um. ■
Svarið skiptir máli
Í DAG
ALÞJÓÐAMÁL
JÓN ORMUR
HALLDÓRSSON
Það sem olli mér hugarangri
þarna við þjóðveginn í Tenn-
essee var sú staðreynd að ég
var eini maðurinn þarna inni
sem ekki hafði kosningarétt í
alþjóðamálum.
Undanfarna tvo daga hafa birst hér á síðum Fréttablaðsins ógeðfelldar lýsingar á ástandinu á Laugavegi í kjölfar þess að ráðist var á mann þar snemma að laugardagsmorgni.
Verslunareigendur og kaupmenn við götuna gefa ófagra lýsingu
á ástandinu þar, einkum um helgar. Vilja þeir meina að ástandið
megi rekja til bara sem starfræktir eru við götuna. Pétur Arason
býr við Laugaveg og varð nýlega fyrir því að ráðist var á hann um
hábjartan dag með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Hann
lýsir ástandinu svo: “Stór hluti af vandamálinu er barir þarna á
svæðinu. Þar fer fram fíkniefnasala eins og um hverja aðra kjör-
búð sé að ræða.“ Hann segir að lögreglunni hafi margsinnis verið
bent á þetta, en þessi starfsemi hafi viðgengist þarna i mörg ár.
Auk þess að benda lögreglunni á þetta hafi hann rætt vandamálið
við borgarfulltrúa en án árangurs.
Þetta er ófögur lýsing á ástandinu við Laugaveg, aðal-
verslunargötu höfuðborgarinnar, og þarna þurfa borgaryfirvöld
og lögreglan greinilega að taka til hendinni. Laugavegurinn hefur
verið á uppleið að undanförnu og þar eru fyrirhugaðar miklar
framkvæmdir varðandi uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.
Borgaryfirvöldum ber að verja og vernda Laugaveginn og
stuðla að uppbyggingu. Þar hefur heilmikið verið gert á und-
anförnum árum og nú síðast var kaflinn á milli Barónsstígs og
Snorrabrautar tekinn í gegn, auk þess sem þar var tekið í notk-
un nýtt bílageymsluhús á móti gamla Röðli og færi vel á því að
húsið bæri það nafn. Þeir sem reka þarna atvinnustarfsemi og
búa við Laugaveginn og í nágrenni hans þurfa líka að leggja sitt
af mörkum. Íbúarnir verða að gera sér grein fyrir því að með því
að velja það að búa í eða við miðbæjarkjarna og njóta alls þess
sem slík hverfi hafa upp á að bjóða verða þeir líka að sætta sig
við tilveru veitingahúsanna á kvöldin og um helgar. Ógæfufólk á
þar hins vegar ekki heima og það hlýtur að vera sérstakt verkefni
yfirvalda að sjá svo um að það sé ekki þarna. Þetta vandamál er
ekki einskorðað við Laugaveginn, heldur vel þekkt í borgarkjörn-
um víða, og ættum við að geta lært af reynslu annarra í þessum
efnum. Fótgangandi lögregluþjónar á þeim tímum sem mest er
um að vera á Laugaveginum hafa áreiðanlega sitt að segja til að
leysa vandamálið og öflugt hreinsunarstarf borgaryfirvalda ætti
að vera sjálfsagt mál um helgar.
Það væri sannarlega skref afturábak ef öll hin líflega starf-
semi sem skotið hefur rótum við Laugaveginn á undanförnum
árum legðist af. Gatan hefur breyst úr því að vera mikil verslun-
argata í það að vera aðlaðandi borgarhluti með veitingastöðum og
sérverslunum líkt og víða í nágrannalöndunum. Ef allir leggjast
á eitt um að bæta ástandið og hlúa að götunni getum við áfram
fengið okkur göngutúr á Laugaveginum, ekki síst nú í aðdraganda
jólanna,en hvergi er að finna skemmtilegri stemningu í borginni
en einmitt þar.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Sóðaskapur og ógæfufólk á aðalverslunargötunni:
Verjum
Laugaveginn
Ef allir leggjast á eitt um að bæta ástandið og hlúa
að götunni getum við áfram fengið okkur göngutúr á
Laugaveginum, ekki síst nú í aðdraganda jólanna,en
hvergi er að finna skemmtilegri stemningu í borginni
en einmitt þar.
Viltu kaffið eða kaffihúsið væni?
Danir hafa verið að gantast með það
að Íslendingar séu að kaupa upp Dan-
mörku eftir kaupin á Illum og Magasin
du Nord. Þeir hafa þó greinilega mikinn
húmor fyrir þessu því Íslendingur sem
var staddur í Kaupmannahöfn nú um
helgina lenti í því sakleysislega athæfi
að kaupa sér kaffi á kaffihúsi þar í borg.
Þegar hann reiddi fram greiðslukortið
sitt spurði afgreiðslumaðurinn hann
ósköp rólega; „Ertu að borga fyrir veit-
ingarnar, eða ætlarðu að kaupa kaffi-
húsið?“
Valdalaust í Hafnarfirði
Sú einkennilega staða virðist vera komin
upp í Hafnarfirði að hinar hefðbundu
valdaættir eru að missa völdin í bænum
úr höndunum á sér. Það er að segja ef
litið er til bæjarstjórnar. Hafnarfjörður
er nokkuð tvískipt bæjarfélag, sem á
sinn suðurbæ og norðurbæ, Hauka og
Fimleikafélag og pólitíkin skiptist á milli
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Pólitískar fjölskyldur
Valdaætt Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði
hefur verið Mathiesen-ættin. Síðasta
vígi þeirrar ættar í bæjarstjórn féll þegar
Valgerður Sigurðardóttir lenti í öðru
sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna og dró
framboð sitt í kjölfarið til baka. Mathies-
enarnir verða því að láta sér nægja full-
trúa í ríkisstjórninni sem sér um fjármál
ríkisins. Guðmundur Árni Stefánsson
hefur tilheyrt annarri valdaætt, en
tilheyrir Samfylkingunni. Hann var lengi
bæjarstjóri í Hafnarfirði og er sonur ann-
ars fyrrum bæjarstjóra í bænum. Þegar
hann fluttist búferlum til Svíþjóðar fór
Jóna Dóra Karlsdóttir, eiginkona hans,
með. Hún hefur setið í bæjararstjórn
en hætti þar til að
verða sendiherrafrú.
Önnur sterk krata-
ætt í bænum er
fjölskylda Harðar
Zophaníassonar og
frúar. Annar sonur
þeirra, Tryggvi, er
nú bæjarstjóri á
Seyðisfirði og hinn,
Ólafur, er meira
að rannsaka
pólitíkina í
Háskólanum.
svanborg@frettabladid.is
������������������������������
������ �������
�������
����������
����
������������������������������
���������������
�������������������