Fréttablaðið - 07.12.2005, Page 28

Fréttablaðið - 07.12.2005, Page 28
[ ] Staflarar einnig úrval af pallettutjökkum • Lágmúli 9 / 108 Reykjavík • Sími: 533 2845 / GSM: 896 0515 • www.sturlaugur.is Jólapakkar Rafmagnshlaupabretti 15km hámarkshraði Hitaáklæði í bílinn 12V 4.900,- 12.995,- AG Mótorsport - Klettháls 9 110 Reykjavík - s. 587 5547 Verslun á netinu : www.agmotorsport.is ´ fiat_100%_afslattur.indd 1 12/5/05 2:25:29 PM getur lífgað upp á bílinn yfir hátíðirnar. Það er til dæmis hægt að fá alls kyns jólaljós til þess að hafa á mælaborðinu. Jólasveinar, jólatré og aðventuljós geta verið skemmtilegt skraut í bílinn. Jólaskraut „Í upphafi snerist sýningin aðal- lega um vélsleða og eitthvað um jeppa,“ segir Björn V. Magnús- son, formaður Félags vélsleða- manna í Eyjarfirði, en hann var sýningarstjóri Vetrarsport 2005 sem fram fór á Akureyri á dög- unum. Þetta var í nítjánda sinn sem slík sýning er haldin norðan heiða og aldrei hafa fleiri sýn- endur tekið þátt eða jafn margir gestir mætt. „Sýnendum hefur fjölgað og nú er þarna að finna nánast allt sem tengist vetrarsporti og í raun ferðamennsku allt árið. Þær vörur og sú þjónusta sem þarna er til sýnis er mun víðtækari en var í upphafi, þó svo að sleðarnir séu alltaf ákveðinn miðpunktur. Fyrst voru þetta aðallega sleðaumboðin með nýjustu árgerðirnar en nú tengist þetta ekki endilega vélsleðum eða jeppum, heldur alls kyns ferðamennsku og þjónustu.“ Í gegnum árin hafa verið tvær sýningar á ári, ein fyrir sunnan og önnur fyrir norðan. Í ár var engin sýning fyrir sunnan og telur Bjarni að það hafi skilað fleiri gestum en áður. „Sýningin var töluvert stærri núna en undanfarin ár. Gestir voru á milli 3.000 og 3.500 og sýnendur voru um 35,“ segir Björn. Í ár var boðið upp á þá nýjung að fyrirlesarar voru fengnir til að fjalla um fræðslu- og öryggismál eða segja ferðasögur á meðan sýningunni stóð. „Þetta mældist vel fyrir og við reiknum með að gera meira af þessu. Það er mikil umræða í gangi núna meðal sleðamanna um allt sem tengist öryggismálum. Það finnum við úti um allt,“ segir Björn. Veturinn á Norðurlandi hefur verið með betra móti fyrir sleðamenn. „Hér snjóaði snemma og við vorum farin að brúka sleðana mun fyrr en undanfarin ár. Hér er nægur snjór í fjöllum,“ segir Björn. Alls eru um 140 manns í Félagi vélsleðamanna í Eyjafirði en félagið stóð að baki sýningarinnar. Á næsta ári verður 20 ára afmælissýning og Björn hvetur alla til að mæta. Þar verður skorið við nögl. „Á þessa sýningu eiga allir erindi sem stunda einhverskonar útiveru og ferðalög, hvort sem það er um vetur eða sumar,“ segir Björn að lokum. einareli@frettabladid.is Sýnendur voru um 35 og sýndu allt frá fullbreyttum jeppum og yfir í skíðagleraugu. MYND/HALLDÓR ARINBJARNARSON Metaðsókn á Vetrarsport 2005 Stærsta sýningin frá upphafi og sú nítjánda í röðinni. Þó að hægt hafi verið að finna nánast allt sem viðkemur ferðamennsku á sýningunni eru vélsleðarnir enn þá miðpunkturinn. MYND/HALLDÓR ARINBJARNARSON Það er farið að frysta oftar á nóttunni og bíleigendur geta alltaf búist við því að þurfa að byrja daginn á því að skafa af bílnum. Sköfur eru nauðsynlegar í alla bíla og fást á öllum bensínstöðv- um. Það er misjafnt hvernig sköfur hverjum og einum finn- ast bestar en mörgum finnst þó betra að hafa þær með sæmilega löngu skafti svo að snjórinn fari ekki á vettlingalausar hendur. Skaftið má þó ekki vera of langt því þá er ekki hægt að ná nógu góðu átaki þegar skafið er. Þar sem sköfur fást í mismunandi stærðum og gerðum ættu allir að geta fundið sköfu við sitt hæfi. Ef engin skafa er í bílnum má líka alltaf notast við það sem hendi er næst, hvort sem það er geisla- diskahulstur eða debetkort. Skafið af bílnum Rúðusköfur fást á öllum bensínstöðvum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.