Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 29

Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 7. desember 2005 Coca-cola jólalestin heldur í sína árlegu jólaferð á laugar- daginn. Páll Ólafsson, stjórn- andi lestarinnar, segir það ávallt hátíðlega stund þegar lestin málar bæinn rauðan. Páll segir að í lestinni verði einum bíl færra en í fyrra en það komi ekki að sök. „Þetta árið verðum við með fjóra bíla en við erum í stað- inn með stærri bíla þannig að lest- in styttist ekki neitt,“ segir Páll en þetta er í tíunda sinn sem Vífilfell sendir út jólalest sína. Hugmyndin kviknaði út frá erlendri auglýsingu og að sögn Páls var Vífilfell fyrst allra til þess að senda sína eigin jólalest. „Þetta vakti strax mikla lukku og við ætlum ekki að hætta þessu á meðan fólki finnst þetta enn gaman.“ Leiðin sem farin verður í ár er þannig skipulögð að fyrst verður stoppað í Spönginni í Grafarvogi, svo verður keyrt um nokkur hverfi áleiðis að Laugaveginum. Þaðan verður haldið í Vesturbæinn og síðan endar lestin í Smáralind þar sem hún er hluti af jólaskemmtun. Páll segir að það sé afar ánægju- legt að fá að stýra lestinni. „Það er svo gaman að sjá gleðina úr andlitum fólks og að það hafi gaman af þessu. Lestin virðist oft á tíðum koma fólki í almennilegt jólaskap,“ segir Páll að lokum. ■ Jólalestin brunar Það gleður mörg hjörtun að sjá jólalest Coca-Cola rétt fyrir sjálf jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.