Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 38
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN4
F R É T T I R
Hlutabréf í bresku tískuversl-
anakeðjunni French
Connection hafa verið
að hækka vegna
orðróms um að
Baugur Group hafi
bætt við hlut sinn
eftir heimildum
Guardian. Baugur er
næststærsti hluthafinn í
French Connection með
nærri fjórtán prósenta
hlut en stærstur er eftir
sem áður Stephen Marks,
stofnandi félagsins og stjórn-
arformaður þess.
Guardian greinir
frá því að gengi
bréfa í keðjunni
hafi verið um 500
pens á hlut fyrir
ári síðan en standi nú
í 270 pensum. Marks seldi um 10
prósenta hlut vegna skilnaðar um
það leyti sem bréfin tóku að
lækka í verði. French Connection
hefur orðið illilega fyrir barðinu
á erfiðum markaðsaðstæðum,
samdrætti í sölu og lækkandi
framlegðar. Margir kenna einnig
stofnandanum um hver staða fyr-
irtækisins er í dag og segja að
fyrirtækið lifi á fornri frægð.
Markaðsvirði French Conn-
ection er um þrjátíu milljarðar
króna. - eþa
Björgvin Guðmundsson
skrifar
Norskir fjárfestar eru ósáttir við
að aðaleigandi norska verðbréfa-
fyrirtækisins Norse hafi ákveðið
að selja það Íslandsbanka. Þeir
hafi sjálfir verið í viðræðum um
kaup á félaginu. Ekki sé hægt að
selja sama fyrirtækið tvisvar.
Ætla þeir að höfða mál til að
koma í veg fyrir söluna og verð-
ur lögbannsbeiðni tekin fyrir í
Osló á morgun, fimmtudag. Þetta
kom fram í norska blaðinu Dag-
ens Næringsliv í gær.
Íslandsbanki gaf út tilkynn-
ingu í kjölfarið og sagðist ekki
vera aðili að þessu máli. Það
hefði engin áhrif á fyrirhuguð
kaup bankans á Norse Securities.
Kaupin njóti stuðnings starfs-
manna félagsins, stjórnenda þess
og hluthafa. Niðurstöðu megi
vænta fyrir jól.
Vala Pálsdóttir, fjárfestateng-
ill hjá Íslandsbanka, segir að
stjórnendur bankans hafi verið
að skoða Norse frá því í septem-
ber 2004. Þá hafi þeim þótt fyrir-
tækið heldur dýrt og ákveðið að
bíða. Breytt staða Íslandsbanka í
Noregi hafi síðan gert Norse að
ákjósanlegum fjárfestingakosti.
Því hafi viðræður hafist aftur og
niðurstaða náðst um kaupin.
Samkvæmt upplýsingum
Markaðarins voru fulltrúar B2
Holding í viðræðum við Stig
Rognstad, hluthafa í Norse, um
kaup á félaginu. Viljayfirlýsing
þess efnis hafi verið undirrituð.
Tímamörk voru útrunnin og því
taldi Rognstad sér fært að selja
Íslandsbanka hlutinn. Á það
verður reynt fyrir norskum dóm-
stólum að því er fram kemur í
Dagens Næringsliv. Telur stjórn-
arformaður B2, Jon H.
Nordbrekken, sig aldrei hafa
upplifað aðra eins framkomu og
Rognstad sýndi honum. Með hon-
um stendur norski fjárfestirinn
Øystein Stray Spetalen. Hann
vildi samt ekki tjá sig við norska
blaðið í gær.
Í greininni kemur fram að Ís-
landsbanki hafi keypt Norse á
130 milljónir norskra króna sem
jafngildir um 1.200 milljónum
króna miðað við gengið í gær.
Áður en Rognstad hafi skipt um
skoðun og selt fyrirtækið Ís-
landsbanka hafi B2 og Spetalen
ætlað að kaupa það á 115 milljón-
ir norskra króna. Íslandsbanki
hefur ekki gefið upp kaupverðið.
Vilja stöðva kaup
Íslandsbanka á Norse
Fjárfestar í Noregi töldu sig vera að kaupa verðbréfafyrir-
tækið Norse þegar það var skyndilega selt Íslandsbanka.
Ætla þeir að koma í veg fyrir að viðskiptin gangi í gegn.
Samanborið við önnur Evrópu-
lönd eru árslaun á Íslandi há í
verslun, viðgerðarþjónustu og
byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð. Í iðnaði eru árslaun
heldur lægri.
Í þessum þremur atvinnu-
greinum er tímakaup á Íslandi
ekki eins hátt í samanburði við
Evrópulönd og skýrist það aðal-
lega af því að vinnuvikan er
lengri á Íslandi en í flestum öðr-
um löndum. Á þetta einkum við
um byggingarstarfsemi og
mannvirkjagerð. Jafnframt er
hlutfall yfirvinnustunda af heild-
arfjölda greiddra vinnustunda
hátt á Íslandi. Laun eru einnig
borin saman að teknu tilliti til
verðlags í löndunum. Í öllum til-
vikum raðast Ísland neðar á lista
við samanburð á launum þegar
tekið hefur verið tillit til verð-
lags enda er verðlag á Íslandi
hátt í samanburði við flest
Evrópulönd.
Á vef Hagstofunnar er greint
frá þessari könnun sem fram-
kvæmd var af Hagstofu Evrópu-
sambandsins þar sem borin eru
saman laun landa innan Evrópu-
sambandsins auk Rúmeníu og
Búlgaríu. -aa
Næststærsti hluthafinn í Hampiðj-
unni, Atorka Group, fylgist
spenntur með framvindu mála í
Hampiðjunni eftir að Yfirtöku-
nefnd komst að þeirri niðurstöðu
að aðilar í hluthafahópi í Hampiðj-
unni, sem tengjast Vogun og
Venus, hafi gerst yfirtökuskyldir.
„Við munum skoða málið í ljósi
þessara frétta og sjá hvað opinber-
ir aðilar hyggjast gera,“ segir
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku.
Yfirtökunefndin telur að Fisk-
veiðihlutafélagið Venus beri að
gera öðrum hluthöfum yfirtökutil-
boð. Venus, sem á um tólf prósent
í Hampiðjunni, er enn fremur
stærsti hluthafinn í Vogun sem er
stærsti eigandi Hampiðjunnar.
Magnús segir áform stjórnar
Hampiðjunnar um að afskrá félag-
ið úr Kauphöll Íslands og færa
bréfin yfir á nýja fjármálatorgið
hljóti að breyta miklu fyrir alla
hluthafa félagsins, sérstaklega
þegar það er gert á þessum tíma-
mótum.
Atorka Group eignaðist yfir
fimmtungshlut í Hampiðjunni á
haustdögum þegar nokkrir lífeyr-
issjóðir seldu bréf sín.
Verði af yfirtöku er líklegt að
yfirtökugengið verið 8,6 krónur á
hvern hlut. - eþa
FORSTJÓRINN HRÆÐIST EKKI ÓLÆTIN Bjarni Ármannsson telur ekki ástæðu til að
hafa miklar áhyggjur af látum í norskum blöðum vegna kaupa Íslandsbanka á Norse.
Hrósar Reyka Vodka
Fjallað hefur verið
um Reyka vodka,
sem skoska fyrir-
tækið William
Grant & Sons
framleiðir á Ís-
landi, í ýmsum
fjölmiðlum vestan-
hafs að undan-
förnu. Í grein sem
birtist í Star Tribu-
ne segist greinar-
höfundur hafa efast um að þörf
væri á fleiri vodkategundum á
markaðinn. Séu þær hins vegar
eins bragðgóðar og frumlegar og
Reyka vodka megi endilega
halda framleiðslunni áfram.
Hann hrósar umbúðum Reyka
vodka jafnt sem innihaldi og lýs-
ir því hvernig íslensk náttúra er
notuð við framleiðsluna. - hhs
„BRAGÐGÓÐUR OG FRUMLEGUR“ Töluvert hefur verið
fjallað um Reyka vodka í fjölmiðlum vestanhafs að undanförnu.
Baugur orðaður við French Connection
Orðrómur um að Baugur hafi bætt við sig hlutabréfum í bresku tískuvöru-
verslanakeðjunni French Connection hefur hækkað verð hlutabréfanna.
SLAGORÐ FRENCH CONN-
ECTION Baugur er sagður
vera á höttunum eftir tísku-
verslunarkeðjunni sem hefur
orðið fyrir barðinu á erfiðum
markaðsaðstæðum í Bret-
landi.
Fylgjast spenntir
með Hampiðjunni
Lægri laun í iðnaði
Hlutfall yfirvinnustunda hátt á Íslandi.
IÐNAÐARMENN Árslaun í iðnaði eru
lægri á Íslandi samanborið við önnur
Evrópulönd.
04_05_Markadur lesið 6.12.2005 15:26 Page 2