Fréttablaðið - 07.12.2005, Síða 38

Fréttablaðið - 07.12.2005, Síða 38
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Hlutabréf í bresku tískuversl- anakeðjunni French Connection hafa verið að hækka vegna orðróms um að Baugur Group hafi bætt við hlut sinn eftir heimildum Guardian. Baugur er næststærsti hluthafinn í French Connection með nærri fjórtán prósenta hlut en stærstur er eftir sem áður Stephen Marks, stofnandi félagsins og stjórn- arformaður þess. Guardian greinir frá því að gengi bréfa í keðjunni hafi verið um 500 pens á hlut fyrir ári síðan en standi nú í 270 pensum. Marks seldi um 10 prósenta hlut vegna skilnaðar um það leyti sem bréfin tóku að lækka í verði. French Connection hefur orðið illilega fyrir barðinu á erfiðum markaðsaðstæðum, samdrætti í sölu og lækkandi framlegðar. Margir kenna einnig stofnandanum um hver staða fyr- irtækisins er í dag og segja að fyrirtækið lifi á fornri frægð. Markaðsvirði French Conn- ection er um þrjátíu milljarðar króna. - eþa Björgvin Guðmundsson skrifar Norskir fjárfestar eru ósáttir við að aðaleigandi norska verðbréfa- fyrirtækisins Norse hafi ákveðið að selja það Íslandsbanka. Þeir hafi sjálfir verið í viðræðum um kaup á félaginu. Ekki sé hægt að selja sama fyrirtækið tvisvar. Ætla þeir að höfða mál til að koma í veg fyrir söluna og verð- ur lögbannsbeiðni tekin fyrir í Osló á morgun, fimmtudag. Þetta kom fram í norska blaðinu Dag- ens Næringsliv í gær. Íslandsbanki gaf út tilkynn- ingu í kjölfarið og sagðist ekki vera aðili að þessu máli. Það hefði engin áhrif á fyrirhuguð kaup bankans á Norse Securities. Kaupin njóti stuðnings starfs- manna félagsins, stjórnenda þess og hluthafa. Niðurstöðu megi vænta fyrir jól. Vala Pálsdóttir, fjárfestateng- ill hjá Íslandsbanka, segir að stjórnendur bankans hafi verið að skoða Norse frá því í septem- ber 2004. Þá hafi þeim þótt fyrir- tækið heldur dýrt og ákveðið að bíða. Breytt staða Íslandsbanka í Noregi hafi síðan gert Norse að ákjósanlegum fjárfestingakosti. Því hafi viðræður hafist aftur og niðurstaða náðst um kaupin. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins voru fulltrúar B2 Holding í viðræðum við Stig Rognstad, hluthafa í Norse, um kaup á félaginu. Viljayfirlýsing þess efnis hafi verið undirrituð. Tímamörk voru útrunnin og því taldi Rognstad sér fært að selja Íslandsbanka hlutinn. Á það verður reynt fyrir norskum dóm- stólum að því er fram kemur í Dagens Næringsliv. Telur stjórn- arformaður B2, Jon H. Nordbrekken, sig aldrei hafa upplifað aðra eins framkomu og Rognstad sýndi honum. Með hon- um stendur norski fjárfestirinn Øystein Stray Spetalen. Hann vildi samt ekki tjá sig við norska blaðið í gær. Í greininni kemur fram að Ís- landsbanki hafi keypt Norse á 130 milljónir norskra króna sem jafngildir um 1.200 milljónum króna miðað við gengið í gær. Áður en Rognstad hafi skipt um skoðun og selt fyrirtækið Ís- landsbanka hafi B2 og Spetalen ætlað að kaupa það á 115 milljón- ir norskra króna. Íslandsbanki hefur ekki gefið upp kaupverðið. Vilja stöðva kaup Íslandsbanka á Norse Fjárfestar í Noregi töldu sig vera að kaupa verðbréfafyrir- tækið Norse þegar það var skyndilega selt Íslandsbanka. Ætla þeir að koma í veg fyrir að viðskiptin gangi í gegn. Samanborið við önnur Evrópu- lönd eru árslaun á Íslandi há í verslun, viðgerðarþjónustu og byggingarstarfsemi og mann- virkjagerð. Í iðnaði eru árslaun heldur lægri. Í þessum þremur atvinnu- greinum er tímakaup á Íslandi ekki eins hátt í samanburði við Evrópulönd og skýrist það aðal- lega af því að vinnuvikan er lengri á Íslandi en í flestum öðr- um löndum. Á þetta einkum við um byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Jafnframt er hlutfall yfirvinnustunda af heild- arfjölda greiddra vinnustunda hátt á Íslandi. Laun eru einnig borin saman að teknu tilliti til verðlags í löndunum. Í öllum til- vikum raðast Ísland neðar á lista við samanburð á launum þegar tekið hefur verið tillit til verð- lags enda er verðlag á Íslandi hátt í samanburði við flest Evrópulönd. Á vef Hagstofunnar er greint frá þessari könnun sem fram- kvæmd var af Hagstofu Evrópu- sambandsins þar sem borin eru saman laun landa innan Evrópu- sambandsins auk Rúmeníu og Búlgaríu. -aa Næststærsti hluthafinn í Hampiðj- unni, Atorka Group, fylgist spenntur með framvindu mála í Hampiðjunni eftir að Yfirtöku- nefnd komst að þeirri niðurstöðu að aðilar í hluthafahópi í Hampiðj- unni, sem tengjast Vogun og Venus, hafi gerst yfirtökuskyldir. „Við munum skoða málið í ljósi þessara frétta og sjá hvað opinber- ir aðilar hyggjast gera,“ segir Magnús Jónsson, forstjóri Atorku. Yfirtökunefndin telur að Fisk- veiðihlutafélagið Venus beri að gera öðrum hluthöfum yfirtökutil- boð. Venus, sem á um tólf prósent í Hampiðjunni, er enn fremur stærsti hluthafinn í Vogun sem er stærsti eigandi Hampiðjunnar. Magnús segir áform stjórnar Hampiðjunnar um að afskrá félag- ið úr Kauphöll Íslands og færa bréfin yfir á nýja fjármálatorgið hljóti að breyta miklu fyrir alla hluthafa félagsins, sérstaklega þegar það er gert á þessum tíma- mótum. Atorka Group eignaðist yfir fimmtungshlut í Hampiðjunni á haustdögum þegar nokkrir lífeyr- issjóðir seldu bréf sín. Verði af yfirtöku er líklegt að yfirtökugengið verið 8,6 krónur á hvern hlut. - eþa FORSTJÓRINN HRÆÐIST EKKI ÓLÆTIN Bjarni Ármannsson telur ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af látum í norskum blöðum vegna kaupa Íslandsbanka á Norse. Hrósar Reyka Vodka Fjallað hefur verið um Reyka vodka, sem skoska fyrir- tækið William Grant & Sons framleiðir á Ís- landi, í ýmsum fjölmiðlum vestan- hafs að undan- förnu. Í grein sem birtist í Star Tribu- ne segist greinar- höfundur hafa efast um að þörf væri á fleiri vodkategundum á markaðinn. Séu þær hins vegar eins bragðgóðar og frumlegar og Reyka vodka megi endilega halda framleiðslunni áfram. Hann hrósar umbúðum Reyka vodka jafnt sem innihaldi og lýs- ir því hvernig íslensk náttúra er notuð við framleiðsluna. - hhs „BRAGÐGÓÐUR OG FRUMLEGUR“ Töluvert hefur verið fjallað um Reyka vodka í fjölmiðlum vestanhafs að undanförnu. Baugur orðaður við French Connection Orðrómur um að Baugur hafi bætt við sig hlutabréfum í bresku tískuvöru- verslanakeðjunni French Connection hefur hækkað verð hlutabréfanna. SLAGORÐ FRENCH CONN- ECTION Baugur er sagður vera á höttunum eftir tísku- verslunarkeðjunni sem hefur orðið fyrir barðinu á erfiðum markaðsaðstæðum í Bret- landi. Fylgjast spenntir með Hampiðjunni Lægri laun í iðnaði Hlutfall yfirvinnustunda hátt á Íslandi. IÐNAÐARMENN Árslaun í iðnaði eru lægri á Íslandi samanborið við önnur Evrópulönd. 04_05_Markadur lesið 6.12.2005 15:26 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.