Fréttablaðið - 07.12.2005, Síða 51

Fréttablaðið - 07.12.2005, Síða 51
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 17 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Kökuframleiðandinn Kate’s Cakes hlaut viðurkenningu sem fyrirtæki ársins í Sussex. Kate’s Cakes var stofnað árið 1989 og hefur allt frá stofnun verið í stöð- ugum vexti. Fyrirtækið hefur byggt upp gott orðspor og er þekkt fyrir að vera framsækið félag sem sérhæfir sig í gerð á hágæða handgerðum kökum. Í haust kom Íslandsbanki að fjár- mögnun kaupa stjórnenda á Kate’s Cakes ásamt því að eign- ast hlut í félaginu. Conor Byrne hjá Skuldsettri fjármögnun, Ís- landsbanka, var viðstaddur af- hendingu verðlaunanna og sagði að fyrirtækið væri vel að þessum verðlaunum komið. Kate’s Cakes framleiðir meðal annars fyrir Marks & Spencer, Pret A Manger, Starbucks, Caffe Nero og Waitrose. Um 330 manns starfa hjá fyrirtækinu, sem er í vesturhluta Sussex. Einkunnar- orð fyrirtækisins eru einföld: að framleiða bestu kökurnar og not- ast aðeins við fersk gæðahráefni við framleiðslu og forðast gervi- efni og aukaefni. Kate’s Cakes fyrir- tæki ársins í Sussex STJÓRNENDUR KATE’S CAKES VIÐ VERÐLAUNAAFHENDINGU Í haust kom Íslandsbanki að fjármögnun kaupa stjórnenda á Kate’s Cakes ásamt því að eignast hlut í félaginu. FLUTNINGSGETA STÓRAUKIN EDGE- tæknin gerir GSM-notendum kleift að miðla gögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eða vafra á internetinu á þrisvar til fjórum sinn- um meiri hraða en mögulegt hefur verið hingað til. Ný tækni tekin í notkun Margfaldar flutningsgetu í farsímum viðskiptavina Og Vodafone. Og Vodafone hefur tekið í notkun svokallaða EDGE-tækni sem margfaldar flutningsgetu í far- símum viðskiptavina fyrirtækis- ins. EDGE nær fyrst um sinn til viðskiptavina á höfuðborgar- svæðinu og í Eyjafirði. Tæknin gerir GSM-notendum meðal ann- ars mögulegt að miðla gögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eða vafra á Internetinu á þrisvar til fjórum sinnum meiri hraða en mögulegt hefur verið hingað til. Og Vodafone hefur að nokkru leyti byggt virðisaukandi þjón- ustu sína á svonefndri GPRS- tækni sem býr yfir flutnings- hraða sem nemur 52 Kb/s. Með tilkomu EDGE margfaldast af- kastageta í GSM-kerfi Og Voda- fone og eykur vöruframboð til notenda. Má þar nefna Vodafone Mobile Connect-gagnakortið fyrir fartölvunotendur og Voda- fone live! sem er fjölbreytt efnisveita fyrir GSM-notendur. Vodafone live! gerir notendum kleift að sækja sér myndskeið af mörkum úr ensku úrvalsdeild- inni og Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, hágæðatölvuleiki, MP3-hringitóna, fréttir og ann- ars konar afþreyingarefni með meiri hraða og í betri gæðum en áður hefur þekkst. Og Vodafone er dótturfélag Dagsbrúnar eins og 365 miðlar sem gefa út Fréttablaðið. 16_17_Markadur lesið 6.12.2005 14:09 Page 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.