Fréttablaðið - 07.12.2005, Page 51
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 17
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Kökuframleiðandinn Kate’s
Cakes hlaut viðurkenningu sem
fyrirtæki ársins í Sussex. Kate’s
Cakes var stofnað árið 1989 og
hefur allt frá stofnun verið í stöð-
ugum vexti. Fyrirtækið hefur
byggt upp gott orðspor og er
þekkt fyrir að vera framsækið
félag sem sérhæfir sig í gerð á
hágæða handgerðum kökum. Í
haust kom Íslandsbanki að fjár-
mögnun kaupa stjórnenda á
Kate’s Cakes ásamt því að eign-
ast hlut í félaginu. Conor Byrne
hjá Skuldsettri fjármögnun, Ís-
landsbanka, var viðstaddur af-
hendingu verðlaunanna og sagði
að fyrirtækið væri vel að þessum
verðlaunum komið.
Kate’s Cakes framleiðir meðal
annars fyrir Marks & Spencer,
Pret A Manger, Starbucks, Caffe
Nero og Waitrose. Um 330 manns
starfa hjá fyrirtækinu, sem er í
vesturhluta Sussex. Einkunnar-
orð fyrirtækisins eru einföld: að
framleiða bestu kökurnar og not-
ast aðeins við fersk gæðahráefni
við framleiðslu og forðast gervi-
efni og aukaefni.
Kate’s Cakes fyrir-
tæki ársins í Sussex
STJÓRNENDUR KATE’S CAKES VIÐ
VERÐLAUNAAFHENDINGU Í haust
kom Íslandsbanki að fjármögnun kaupa
stjórnenda á Kate’s Cakes ásamt því að
eignast hlut í félaginu.
FLUTNINGSGETA STÓRAUKIN EDGE-
tæknin gerir GSM-notendum kleift að miðla
gögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eða
vafra á internetinu á þrisvar til fjórum sinn-
um meiri hraða en mögulegt hefur verið
hingað til.
Ný tækni
tekin í
notkun
Margfaldar flutningsgetu
í farsímum viðskiptavina
Og Vodafone.
Og Vodafone hefur tekið í notkun
svokallaða EDGE-tækni sem
margfaldar flutningsgetu í far-
símum viðskiptavina fyrirtækis-
ins. EDGE nær fyrst um sinn til
viðskiptavina á höfuðborgar-
svæðinu og í Eyjafirði. Tæknin
gerir GSM-notendum meðal ann-
ars mögulegt að miðla gögnum,
ljósmyndum, hreyfimyndum eða
vafra á Internetinu á þrisvar til
fjórum sinnum meiri hraða en
mögulegt hefur verið hingað til.
Og Vodafone hefur að nokkru
leyti byggt virðisaukandi þjón-
ustu sína á svonefndri GPRS-
tækni sem býr yfir flutnings-
hraða sem nemur 52 Kb/s. Með
tilkomu EDGE margfaldast af-
kastageta í GSM-kerfi Og Voda-
fone og eykur vöruframboð til
notenda. Má þar nefna Vodafone
Mobile Connect-gagnakortið
fyrir fartölvunotendur og Voda-
fone live! sem er fjölbreytt
efnisveita fyrir GSM-notendur.
Vodafone live! gerir notendum
kleift að sækja sér myndskeið af
mörkum úr ensku úrvalsdeild-
inni og Meistaradeild Evrópu í
knattspyrnu, hágæðatölvuleiki,
MP3-hringitóna, fréttir og ann-
ars konar afþreyingarefni með
meiri hraða og í betri gæðum en
áður hefur þekkst.
Og Vodafone er dótturfélag
Dagsbrúnar eins og 365 miðlar
sem gefa út Fréttablaðið.
16_17_Markadur lesið 6.12.2005 14:09 Page 3