Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 52
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN18 F Y R S T O G S Í Ð A S T Coaching hefur verið þýtt á ýmsa vegu á íslensku en markþjálfun, stjórnendaþjálfun og leiðtogaþjálf- un eru meðal þeirra hugtaka sem helst eru notuð eftir því við hvers lags þjálfun er átt við. Í íþróttum er það þekkt að nauðsynlegt er að hafa þjálfara til að ná ákveðnum markmiðum. Einkaþjálfun er jafn- framt velþekkt aðferð við að ná árangri á sviði lík- amsræktar. Stjórnendaþjálfun gengur út á það sama. Að baki hennar er ákveðin aðferðafræði sem snýst fyrst og fremst um að virkja þann sem fær þjálfun í stað þess að honum sé sagt hvernig hann á að leysa vandamálin. Þjálfunin miðar að því að virkja getu og laða fram kjörframmistöðu einstaklinga í lífi og starfi. Hún byggir á samstarfi þjálfara og stjórnanda, fag- legri nálgun og öflugum stuðningi við markmið stjórnanda og fyrirtækis. Þjálfararnir hlusta, greina og laga aðferðir sínar að þörfum hvers ein- staklings og vinnuumhverfis. Starfinu er gjarnan lýst sem samblandi af starfi stjórnunarráðgjafa, einkaþjálfara og leiðsögumanns. Þjálfarinn hjálpar viðkomandi að teygja sig enn lengra en hann hefur áður talið sig geta og víkkar þannig sjóndeildar- hringinn. Þetta nýtist öllum, viðkomandi og fyrir- tækinu sem hann starfar hjá. Coaching-stjórnendaþjálfun er beitt í vaxandi mæli víða um heim og er að hasla sér völl hér á landi. Þeir sem veita slíka þjálfun þurfa að fylgja ákveðnum siðareglum og starfa í algjörum trúnaði gagnvart viðskiptavinum sínum. International Coach Federation vinnur að því að tryggja heilindi og gæði þjónustunnar. Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Corporate Coach U (CCU) býður upp á þjálfun fyrir stjórnendur á sviði Coaching til viðbótar við þjónustu sem seld er fyrirtækjum í áskrift á sviði Executive Coaching. Um er að ræða tveggja daga þjálfun fyrir stjórnendur undir nafninu „Coaching Clinic – að laða fram það besta“ þar sem þessari hugmyndafræði er beitt. MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS ERU ÞRJÚ: 1. Að veita þátttakendum fræðilega innsýn í nýjung- ar og bestu framkvæmd á sviði leiðtogaþjálfunar. 2. Að þjálfa lykilstarfsfólk í aðferðafræði coaching og veita því tækifæri til að beita nýrri færni við dagleg störf. 3. Að virkja og varðveita frumkvæði starfsmanna og vinna að stöðugum umbótum með sannreyndum og áhrifaríkum aðferðum. Guðrún Högnadóttir er leiðbeinandi námskeiðsins en hún er þróunarstjóri Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur við viðskiptadeild skólans. Hún hefur lengi starfað við stjórnunarráð- gjöf en árið 2004 lauk hún Associate Certified Coach prófréttindum frá CCU og er annar tveggja Íslendinga sem lokið hafa þeirri prófgráðu. Auk starfa við kennslu starfar hún sem executive coach hér heima og með viðskiptavinum erlendis. Högni Óskarsson er einn þeirra sem starfa sem stjórnendaráðgjafi á Íslandi og hefur líkt og Guðrún lokið Associate Certified Coach prófrétt- indum frá CCU. Hann er geðlæknir og hefur frá upphafi ferils síns unnið með dýnamísk kerfi í sinni vinnu, þ.e. fjölskyldur, teymi og hópa, svo og önnur tilfelli þar sem samskipti einstaklinga eru skoðuð og greind. Hann hefur nú bætt stjórnendaráðgjöf við menntun sína og starfar sem stjórnendaþjálfi samhliða, en óháð, geðlækningunum. Högni vinnur ýmist með einstökum stjórnendum eða eftir samningi við fyrirtæki. Er þá unnið með hópi stjórnenda, til dæmis til að gera breytingaferli skilvirkara. Oft á tíðum þurfa stjórnendur hjálp við að átta sig á eigin blindu blettum, ýmsu hamlandi í eigin stjórnunarstíl eða per- sónuleika sem þeir sjá ekki, þótt aðrir sjái. Algengur vandi er að æðstu stjórnendur fái ekki þá gagnrýni sem þeir þurfa þar sem undirmennirnir segja oftar það sem þeir telja yfirmanninn vilja heyra í stað þess sem hann þarf að heyra. Stjórnendaþjálfunin nýtist stjórnandanum við að fá skarpari sýn á sjálfan sig í vinnuumhverfinu. Leiðtogi ehf. mun vorið 2006 í samstarfi við Coachutbildning Sverige bjóða menntun fyrir þá sem hafa hug á að starfa sem persónulegir þjálfar- ar og hljóta alþjóðlega viðurkenningu hjá International Coach Federation. Námið hentar einnig stjórnendum sem vilja nýta sér aðferðafræði coaching-stjórnendaþjálfunar í starfi. Stofnendur Leiðtoga eru þau Matilda Gregersdotter og Berg- steinn Ísleifsson sem bæði starfa sem stjórnenda- þjálfar. Nú þegar eru nokkrir starfandi ráðgjafar á Íslandi. Menntun í ætt við þá sem Leiðtogi er að hefja veitir þeim möguleika á að verða viðurkennd- ir innan ICF. Menntunin veitir staðfestingu á hæfni og þann verklega reynslutíma sem þörf er á til að fullnægja fræðilega hluta viðurkenningarinnar. Leiðtogi býður einnig reglulega upp á styttri nám- skeið fyrir stjórnendur sem vilja tileinka sér að- ferðafræði coaching-stjórnendaþjálfunar í starfi og einkalífi. Kannanir sýna að töluverður árangur hljótist af því að nýta aðferða- og hugmyndafræði Coaching- stjórnendaþjálfunar. Sumar þeirra sýna að ROI (re- turn on investment) geti verið meira en 6/1 sem þýðir að útlagður kostnaður skilar sér að minnsta kosti sexfalt. Það fer þó eftir aðstæðum en það er mat margra að coaching sé eitt öflugasta stjórnun- artól sem fram hefur komið lengi. - hhs M Á L I Ð E R Coaching Hvað er Coaching? Coaching er einstaklingsmiðuð leiðtogaþjálfun sem miðar að því að laða fram það besta með skilvirkri samtalstækni, verk- efnum og fræðslu sem er sniðin að veruleika viðmælenda. Um er að ræða langtímasamband sérþjálfaðs einkaráðgjafa og stjórnanda sem byggir á fag- legri nálgun og öflugum stuðn- ingi við markmið einstaklinga og fyrirtækja. Coaching er hlut- laus og upp- byggilegur vett- vangur til þess að þekkja og nýta betur styrk- leika og tækifæri viðmælenda, kortleggja vænt- ingar og fá stuðning við að gera framtíðar- sýn að veruleika með raunhæfum og árangursrík- um úrræðum. Einkaráðgjöf get- ur einnig beinst að því að stuðla að lausnum á af- mörkuðum vandamálum inn- an fyrirtækja og stofnana. Hvernig fer Coaching fram? Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík býður viðskiptavinum sínum upp á Executive Coaching í áskrift sem nær til dæmis yfir þriggja mánaða tímabil. Coaching byggir á hnitmiðuðum og vekj- andi spurningum, viðtölum, verkefnum, prófum, æfingum, 360˚ mati og fræðslu þar sem stjórnandinn er í brennidepli. Samtölin fara fram á skrifstofu viðmælenda, í fundarherbergj- um okkar, í síma eða í undan- tekningartilfellum um netið. Fyrir hverja? Framúrskarandi íþróttamenn fara ekki á ólympíuleikana án þjálfara. Þeir treysta á þjálfar- ann til að fylgjast með og styðja við árangur, koma með ábendingar um betri frammi- stöðu og hvetja áfram innan vallar sem utan. Með aðferðum einkaráðgjafar ávinnst það sama: hvatning til að ná sem lengst, forskot á keppinauta og hámarksárangur. Coaching er fyrir þá sem vilja byggja á eig- in styrkleikum og ná enn meiri árangri í lífi og starfi. Fyrir- tæki kaupa yfirleitt coaching fyrir þá starfsmenn sem hafa skarað fram úr og eru lykil- starfsmenn til framtíðar. Talið er að allt að 70 prósent æðstu stjórnenda Fortune 1000-fyrir- tækja nýti sér coaching. Hver er árangurinn? Rannsóknir hafa sýnt umtals- verðan árangur af coaching sem meðal annars kemur fram í auknum gæðum og framleiðni, aukinni festu starfsmanna, auknum hagnaði og starfsánægju (Business Wire 2001). Mat Public Personnel Mana- gement sýndi fram á 88 pró- senta framleiðni- aukningu þeirra sem fengu fræðslu og coaching sam- anborið við 22,4 prósenta aukningu þeirra sem hlutu eingöngu fræðslu. Sérstaða Coaching er sú að hér er einstaklingurinn í fyrirrúmi – þjálfunin er sniðin að persónulegum þörfum hvers og eins líkt og þjálfun fremstu íþróttamanna heims. Þjálfunin er mjög árangursmið- uð og grundvallast á stefnu, sýn og brag fyrirtækis. Coaching styður einstaklinga við að finna eigin svör við áskorunum sem þeir standa frammi fyrir í lífi og starfi. Hvernig standa málin á Íslandi? Vaxandi áhugi hefur verið um heim allan á virði coaching. Ís- lensk fyrirtæki eru í auknum mæli að nýta sér aðferðir coaching. Mikil eftirspurn er eftir einkaþjálfun í fjármála- og tryggingageiranum, sem og hjá fjarskipta- og upplýsinga- tæknifyrirtækjum og víðar. Einnig eru opinber fyrirtæki að kynnast kostum coaching. Góð aðsókn hefur verið í vinnustof- ur Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík „Coaching Clinic – Að laða fram það besta“ þar sem stjórnendur fá þjálfun í að nýta aðferðafræði coaching við eigin störf. Framtíðarsýn gerð að veruleika T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Guðrúnar Högnadóttur þróunarstjóra stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík Einkaþjálfun fyrir stjórnendur Það færist í aukana að íslensk fyrirtæki ráði til sín nokkurs konar einkaþjálfara til að hámarka frammistöðu stjórnenda sinna, fyrirtækinu og þeim sjálfum til hags- bóta. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir kynnti sér hugmynda- og aðferðafræðina sem liggur að baki Coaching-stjórnendaþjálfun. MATILDA GREGERSDOTTER OG BERGSTEINN ÍSLEIFSSON, STOFNENDUR LEIÐTOGA EHF. Vorið 2006 mun Leiðtogi ehf. bjóða menntun í samstarfi við Coachutbildning Sverige fyrir þá sem hafa hug á að starfa sem persónulegir þjálfarar. Námið hentar einnig stjórnendum sem vilja nýta sér aðferðafræði coaching-stjórnenda- þjálfunar í starfi. 18_19_Markadur lesið 6.12.2005 14:55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.