Fréttablaðið - 07.12.2005, Page 54

Fréttablaðið - 07.12.2005, Page 54
Toppurinn að vera í teinóttu Davíð Oddsson þykir hafa komið mynduglega fram í nýju hlut- verki seðlabankastjóra. Merkja menn að það sé létt yfir honum um leið og hann þykir tala af festu um stefnu bankans. Öll sól- armerki eru um það að hann kunni vel að meta nýtt hlutverk og verður spennandi að fylgjast með því hvort honum tekst með tíð og tíma að öðlast Green- spanska vigt sem yfirmaður peningastjórnarinnar á Íslandi. Annars hafa menn ekki tekið eft- ir neinni stökkbreytingu í fari þessa fyrrverandi forsætisráð- herra landsins, nema hvað að hann er kominn í teinótt jakka- föt, en sem ráðherra var Davíð venjulega í einlitum fötum. Tein- ótt er tákn bankamannsins og hefur enginn gengið lengra í því en Björgólfur Guðmundsson sem hefur tommu á milli teina. Davíð er reyndar ekki enn svo langt genginn á teinum banka- heimsins. Krjúpa á kné Þótt flestir séu sammála um að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi komið tiltölulega vel út þeg- ar hann kynnti stýrivaxtahækk- un Seðlabankans síðasta föstu- dag og á fundi Viðskiptaráðs á mánudaginn, heyrast auðvitað raddir sem gagnrýna að ekki var gengið lengra í þetta sinn. Verð- bólgan sé langt fyrir ofan verð- bólgumarkmið bankans og nauð- synlegt hefði verið að fylgja síð- ustu vaxtahækkun betur eftir. Víki verðbólgan langt frá mark- miðum þarf Seðlabankinn að senda ríkisstjórninni skriflegar skýringar. Í gamni er bent á að nær væri að Davíð og félagar kæmu fram opinberlega, leggð- ust á hnén og bæðu þjóðina af- sökunar. Þá hefðu stýrivextir bankans verið hækkaðir um eitt prósentustig en ekki 0,25. Hin gömlu kynni Fjárfestingar Íslendinga erlend- is hafa á sér ýmsar hliðar. Ein skondin og skemmtileg birtist í Manchester Evening News. Þar greinir frá því hvernig þrír fyrr- um vinnufélagar hjá GMCA hafa sameinast á ný eftir að starfs- framinn hafði borið þá burt hver frá öðrum. Ástæðan er að Lands- bankinn hefur hafið starfsemi í Manchester og þegar tveir fé- laganna voru komnir til starfa var auðvelt að ná í þann þriðja. „Fyrirheitin um að sameinast gömlum félögum í frumkvöðla- starfi var of gott til að sleppa því,“ segir David Lomax, sá sem síðast réð sig til Landsbankans í viðtali við Manchester Evening News. 160 10,5% 30milljarða kaup félags Björgólfs Thors Björgólfs-sonar í evrópskum símafyrirtækjum. Stýrivextir Seðlabanka Íslands eftirhækkun á þriðjudag. milljóna hagnaður lykilstjórnenda KBbanka af 232 milljóna kaupum á hlutabréf-um bankanna. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð 01_20_Markadur lesið 6.12.2005 15:08 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.