Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 64
7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR32
timamot@frettabladid.is
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
bróðir,
Sigurður Hákonarson
danskennari, Ástúni 8, Kópavogi,
varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn
3. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 12. desember kl. 13.00.
Ásdís Sigurðardóttir Kristinn J. Reimarsson
Halldór Bogi Sigurðsson
Kristófer Rúnar, Sylvía Ósk og Líney Lára
Stefán Stefánsson Dalía Marija Morkunaite
Pétur Jökull Hákonarson Kolbrún Ólafsdóttir
og aðrir ástvinir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Gríma Sveinbjörnsdóttir
Hlíðarvegi 8, Kópavogi,
lést á heimili sínu mánudaginn 28. nóvember.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn
8. desember kl. 13.00. Blóm afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna.
Stefnir Helgason
Birna Stefnisdóttir Aðalsteinn Steinþórsson
Brynja Sif Stefnisdóttir Agnar Strandberg
Sigurður Hrafn Stefnisson Hekla Ívarsdóttir
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
Páll Þ. Ólafsson
áður til heimilis að Jökulgrunni 17,
Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fjölskylda hins látna.
Elskulegur eiginmaður minn,
Benedikt Björnsson
vélstjóri, Gnoðarvogi 72, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn
9. desember kl. 13.00.
Sigrún Hólmgeirsdóttir
„Við erum í þessum töluðu
orðum að sigla yfir til Bras-
ilíu,“ segir Ólafur Kristj-
ánsson, framkvæmdastjóri
Heilbrigðisstofnunar Bol-
ungarvíkur, á sjötugsafmæli
sínu á Atlantshafinu. Fyrir
viku héldu Ólafur og Her-
dís Eggertsdóttir eiginkona
hans af stað í kvartreisu um
heiminn, eins og Ólafur kall-
ar það, á skemmtiferðaskip-
inu Cosa Viktoría. Þau hafa
komið víða við en lagt var af
stað frá Mílanó til Gíbralt-
ar þaðan sem þau héldu
til Lissabon og nú síðast
Madeira. Þau ætla að flakka
um heiminn næstu tvær
vikur og snúa endurnærð til
Íslands frá Rio de Janeiro.
Ólafur segir skipið algert
ævintýraskip sem bjóði upp
á allt sem hugurinn girn-
ist. „Hér er hægt að fara á
diskótek, klassíska tónleika
og margt annað er í boði
fyrir eldri menn sem vilja
taka því rólega,“ segir Ólaf-
ur, sem ætlar að hafa það
huggulegt í dag með góðum
mat. „Maður verður bara að
passa sig að borða ekki of
mikið,“ segir hann hressi-
lega og upplýsir blaðamann
um að veðrið sé yndislegt og
sjórinn spegilsléttur.
Ólafur sat á bæjarstjóra-
stóli í Bolungarvíkur í sex-
tán ár og lét þar af störfum
árið 2002. Þá hafði hann
verið í bæjarstjórn í 36 ár.
Þrátt fyrir löglegan eftir-
launaaldur var Ólafur ekki
af baki dottinn og gerðist
framkvæmdastjóri heil-
brigðisstofnunar bæjarins
en því tímabili í ævi hans
lýkur nú um áramótin þegar
hann hættir þar.
Ólafur þarf þó síður en
svo að láta sér leiðast. Þessi
fyrrverandi skólastjóri Tón-
listarskóla Bolungarvíkur
spilar á píanóið af mikilli
gleði. „Við erum alltaf að
leika okkur saman, ég, Villi
Valli og Magnús Reynis, og
nóg að gera,“ segir Ólaf-
ur kátur og vonast til að
geta ferðast víðar á næstu
árum. „Ég sé að það eru
margir sem eru mun eldri
en ég hérna um borð,“ segir
hann glettinn og sér fram á
skemmtilegt ævikvöld.
ÓLAFUR KRISTJÁNSSON Í BOLUNGARVÍK: ER SJÖTUGUR
Í kvartreisu um heiminn
LÆTUR AF STÖRFUM Ólafur hættir að vinna nú um áramótin en ætlar síður en svo að láta sér leiðast og vonast til
að geta ferðast víða um lönd á næstu árum.
MERKISATBURÐIR
1835 Fyrstu lestarteinarnir eru
opnaðir í Þýskalandi.
1879 Jón Sigurðsson forseti
andast í Kaupmannahöfn,
68 ára.
1941 Japanir gera loftárás á Pearl
Harbor í Kyrrahafi.
1970 Íslensk kona fær nýra úr
bróður sínum. Skurðað-
gerðin er gerð í London
og er það í fyrsta sinn sem
nýrnaflutningur er gerður á
Íslendingum.
1975 Indónesar ráðast inn í
Austur-Tímor.
1988 Harður jarðskjálfti skekur
Armeníu með þeim afleið-
ingum að 25 þúsund látast.
2001 Áhöfn þyrlu varnarliðsins
bjargar skipbrotsmanni úr
Sigurborgu við mjög erfiðar
aðstæður við Snæfellsnes.
Á þessum degi árið 1983 fór fyrsta aftakan með
banvænni sprautu fram í Huntsville-fangelsinu í
Texas í Bandaríkjunum. Þá var Charles Brooks yngri,
sem dæmdur hafði verið fyrir morð á bifvélavirkja,
sprautaður í æð með natríumpentóþal. Eitrið er
einnig þekkt sem „sannleikslyf“ þegar það er gefið í
minni skömmtum.
Yfirvöld í Texas, þar sem langflestar aftökur fara
fram í Bandaríkjunum, ákváðu að aftökur færu þar
fram með lyfjagjöf þar sem það væri mannúðlegri
aðferð en þær sem áður voru notaðar líkt og aftökur
með gasi, rafmagni eða hengingu. Á næsta áratug
tóku 32 ríki, alríkisstjórnin og bandaríski herinn upp
þessa aðferð við aftökur.
Eftir nokkurra ára rannsóknir var ákveðið að
aftökur skyldi framkvæma með því að dæla þrem-
ur mismunandi lyfjum í líkama hinna dæmdu. Eftir
hið fyrsta missir fanginn meðvitund, hið næsta lamar
lungun og þindina og hið þriðja veldur hjartastoppi
og þar með dauða.
ÞETTA GERÐIST > 7. DESEMBER 1983
Fyrsta aftakan með banvænni sprautu
AFTÖKUBEKKUR
THORNTON WILDER (1897-1975)
LÉST ÞENNAN DAG.
„Brennsluofn er rit-
höfundarins besti vinur.“
Thornton Wilder var bandarískur
rithöfundur sem hlaut Pulitzer-
verðlaunin 1938.
AFMÆLI
Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir leikkona er
43 ára.
Larry Bird körfubolta-
þjálfari er 49 ára.
Tom Waits tónlistar-
maður er 56 ára.
Jóhann Ársælsson
alþingismaður er
62 ára.
Guðmundur Hall-
varðsson alþingis-
maður er 63 ára.
ANDLÁT
Anna Baldvina Vilhjálmsdóttir
Perpinias er látin.
Karl Markús Bende lést á heimili
sínu, Freyjugötu 34, Reykjavík,
miðvikudaginn 30. nóvember.
Dagbjörg Björnsdóttir, Meist-
aravöllum 23, Reykjavík, lést á
líknardeild Landspítalans í Kópa-
vogi laugardaginn 26. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Páll Hallgrímsson, fyrrverandi
sýslumaður á Selfossi, lést laugar-
daginn 3. desember.
Sigurður Hákonarson, dans-
kennari, Ástúni 8, Kópavogi,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
laugardaginn 3. desember.
Elín Sigurðardóttir lést á Drop-
laugarstöðum sunnudaginn 4.
desember.
Magnús Valur Þorsteinsson,
Gaukshólum 2, Reykjavík, lést á
Líknardeild Landspítala Landakoti
sunnudaginn 4. desember.
JARÐARFARIR
13.00 Svava Sigríður Vilbergsdótt-
ir, Bólstaðarhlíð 68, verður
jarðsungin frá Fossvog-
skirkju.
13.00 Viðar Sævaldur Vilhjálms-
son, vélstjóri, Túngötu 11,
Ólafsfirði, verður jarðsung-
inn frá Grafarvogskirkju.
15.00 Guðrún Aradóttir, Aragötu
5, síðustu ár Skjóli, verður
jarðsungin frá Dómkirkj-
unni.
15.00 Magnús Már Sigurjónsson,
Skólagerði 69, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju.
Boðað hefur verið til stofn-
fundar Félags aðstand-
enda aldraðra í Hafnarfirði
fimmtudaginn 15. desember
klukkan 20 í Íþróttahúsinu
við Strandgötu. Aðalhvata-
menn stofnunar félagsins
eru Reynir Ingibjartsson,
kortaútgefandi í Hafnarfirði,
og Margrét Guðmundsdóttir,
innanhússarkitekt og mynd-
listarmaður, sem bæði hafa
reynslu af því að fylgja öldr-
uðum foreldrum inn og út
af sjúkrastofnunum í lengri
tíma. Þeim fannst því tími til
kominn að stofnað yrði félag
sem berjast skyldi fyrir
réttindum og bættri aðstöðu
aldraðra. Á fundinum munu
flytja framsöguerindi þau
Margrét Margeirsdóttir,
formaður Félags eldri borg-
ara í Reykjavík, Guðmund-
ur Gunnarsson, formaður
Rafiðnaðarsambandsins,
Sigþrúður Ingimundardótt-
ir, hjúkrunarforstjóri Sól-
vangs, og Guðjón Baldurs-
son, læknir á slysa- og
bráðadeild í Fossvogi, auk
þeirra Margrétar og Reyn-
is.
Fundarstjóri verður
Jóhann G. Bergþórsson verk-
fræðingur og er fundurinn
opinn öllum sem áhuga hafa
á málefnum aldraðra.
Stofnfundur Félags aðstand-
enda aldraðra í Hafnarfirði
FÉLAG AÐSTANDENDA ALDRAÐRA
Reynir Ingibjartsson kortaútgefandi
er einn hvatamanna að stofnun
félagsins.