Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 68
 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR36 menning@frettabladid.is ! Listasafn Íslands leitar að verkum eftir Snorra Arinbjarnar og Gunnlaug Blöndal. Listasafn Íslands ætlar að halda sýningar snemma á næsta ári á verkum málaranna Snorra Arin- bjarnar og Gunnlaugs Blöndal. Þetta verða tvær aðskildar sýning- ar en nú hefur staðið yfir heimilda- öflun hjá safninu á verkum þessara málara. Harpa Þórsdóttir, deildarstjóri sýningadeildar safnsins, segir aðspurð að safnið auglýsi reglulega eftir listaverkum í einkaeigu, sér- staklega þegar um yfirlitssýningar sé að ræða því þá sé mikilvægt að geta haft tilfinningu fyrir öllu því sem listamaðurinn hafi fengist við, lífsstarfi hans. ,,Ferill og allar til- tækar heimildir sem skrifaðar hafa verið um viðkomandi eru rannsak- aðar og oft gefa slíkar sýningar til- efni til útgáfu bóka um viðkomandi listamann. Það stendur einmitt til í þessum tilvikum að gefa út vegleg- ar sýningarskrár,“ segir Harpa. Er fólk duglegt að láta vita af verkum sem það á? ,,Svona almennt litið held ég að flestir sem eiga listaverk eftir þjóðkunna listamenn skilji mikilvægi þess að verða við slíkri beiðni þegar hún kemur frá söfnum. Þetta snýst ekki um að fólk meti sjálft hvort verk- ið eigi erindi á sýningu heldur að það láti listasafnið vita að það eigi það sem ég kýs að kalla menningar- verðmæti, sem varpar ljósi á menningarsögu okkar allra. Hvort verk fari á sýningu eða ekki er svo allt annar handleggur og ræðst af mörgum þáttum, stundum kærir fólk sig ekki um að lána listaverk til almennrar sýningar og það þarf alltaf að fara fram visst val eftir fyrir fram gefnum forsendum áður en sýningarstjóri velur listaverk inn á sýningu. En starfsfólk Lista- safns Íslands er sífellt að vinna rannsóknarvinnu og vinna í gagna- grunna um listaverk þannig að við erum að skrásetja menningararf- inn ef svo má að orði komast.“ En eiga þá ekki allir sem eiga listaverk að hafa samband og láta skrá verkin hjá ykkur? ,,Nei, því miður gæti það ekki gengið upp. Við verðum að fá að ráða því hverju sinni hvaða listamenn eru til umfjöllunar, annað væri ógern- ingur fyrir okkur. Við erum aðeins að skrá verkin á okkar forsendum og allar slíkar skrásetningar eru trúnaðarmál milli safnsins og við- komandi eiganda sem tilkynnir verkið. Við gætum ekki haft það öðruvísi og söfn geta aldrei orðið einhvers konar bankar upplýsinga um listaverk í einkaeigu, það geng- ur ekki upp. Það erum við hins vegar gagnvart okkar eigin lista- verkum og erum einmitt að vinna mikla vinnu í því sambandi að gera alla safneign Listasafns Íslands aðgengilega á rafrænu formi.“ Þeir sem eiga listaverk eftir málarana Snorra Arinbjarnar og Gunnlaug Blöndal sem hafa ekki verið tilkynnt til Listasafns Íslands eru beðnir um að hafa sam- band við Hörpu Þórsdóttur deildar- stjóra sýningardeildar í Listasafni Íslands sem fyrst, harpa@lista- safn.is og í síma 515 9600. - amb Áttu meistaraverk? MÁLVERK AF KONU Eftir Gunnlaug Blöndal. TELPUR MEÐ BRÚÐU FRÁ 1943 Eftir Snorra Arinbjarnar. Kl. 21.00 Smekkleysa SM efnir til útgáfu- hátíðar á NASA við Austurvöll. Fram koma Hairdoctor, Kira Kira, Megasukk og Siggi Ármann og kynna efni af nýjum breiðskífum sínum. Alfons X og Ben Frost snúa plötum milli atriða. „Það besta við jólin er að éta,“ segir Þórunn Guð- mundsdóttir í samnefndu lagi, sem komið er út á geisladiski með fimmtán nýjum jólalögum sem hún hefur samið á síðustu árum. Þórunn er söngkennari og hefur auk þess starfað mikið með áhugaleikfélaginu Hugleik, meðal annars samdi hún söng- leikinn Kolrössu sem sýndur var við miklar vinsældir fyrir nokkrum árum. „Það er svo margt skrítið og skemmtilegt við jólin,“ segir Þórunn en tekur fram að hún sé engan veginn að gera lítið úr jólunum þótt hún bregði á leik í sumum laganna og slái á létta strengi. „Jólin eru stórkostlegt fyrirbæri en það eru svo margar hliðar á þeim ekki síst ýmislegt sem er óskiljanlegt eins og þetta með könnur uppi á stólunum og allar þessar verur sem taka upp á ótrúlegustu hlutum og virðast bara eiga heima á Íslandi.“ Lögin á diskinum eru mjög fjölbreytileg, allt frá klassísk- um kórlögum og djasssveiflu til laga með þjóðlegum tóni sem gætu sem hægast verið rótgróin íslensk þjóðlög. Þórunn Guðmundsdóttir hefur doktorspróf í söng og kennir sönglist í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Flest laganna syngur hún sjálf en við flutning- inn nýtur hún aðstoðar samkenn- ara sinna, Hjörleifs Valssonar fiðluleikara og Þrastar Þor- björnssonar gítarleikara sem og Birgis Bragasonar bassaleikara og Ástvalds Traustasonar píanó- leikara. Fyrrverandi nemendur Þórunnar, tenórarnir Eyjólfur Eyjólfsson og Bragi Bergþórs- son, syngja hvor sitt lagið. Þá flytur Kammerkór Hafnarfjarð- ar þrjú lög á diskinum. Sjálf segist Þórunn reyndar ekki hafa gert mikið af því að semja tónlist. „Aðallega hefur það verið í tengslum við leikfélagið Hug- leik. Þessi jólalög hef ég verið að semja undanfarin ár fyrir jólaskemmtanir sem Hugleik- ur hefur haldið, svona þrjú til fjögur lög á hverju ári. En núna er ég reyndar að semja óperu,“ upplýsir hún. Sú ópera á að heita Marþallarsaga og er fyrst og fremst hugsuð sem skólaópera fyrir nemendur sem eru langt komnir í söngnámi. „Hún er byggð á gömlu íslensku ævintýri sem fjallar um hertogadóttur sem getur grátið gulli en það færir henni ekki endilega mikla gæfu.“ Það besta við jólin ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR Hún syngur um ýmsar hliðar jólanna á nýjum geisla- diski sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Um næstu helgi lýkur sýn- ingu Helga Þorgils Friðjóns- sonar í Listasafninu á Akur- eyri. Sýningunni, sem ber heitið Tregablandin fegurð, er ætlað að veita yfirlit yfir feril Helga á undanförnum árum og hefur að geyma mörg af hans áhrifamestu málverk- um, auk vatnslitamynda og skúlptúra. Helgi Þorgils hefur skip- að sér í hóp okkar merkustu listmálara með afar sérstöku myndmáli og tækni sem orðið hefur æ fágaðri og hnit- miðaðri eftir því sem árin hafa liðið. Hann ruddi málverkinu nýja braut hér á landi laust upp úr 1980, eftir að þetta gamalgróna listform hafði lent í djúpri lægð á áttunda áratugnum, sem stundum hefur verið kallaður áratugur hugmyndalistarinnar. Helgi hóf feril sinn með stórtækri framleiðslu á teikn- ingum og teiknimyndabókum þar sem menn og dýr lifðu frjóu samlífi. Helgi Þorgils á því rætur í hugmyndalistinni og fullyrða má að myndmál hans eigi fremur uppruna sinn í fantasíum og furðum hugans en í áþreifanlegum veruleika. Mikilvægasta framlag Helga felst í óskilgreinanlegri stemmningu myndanna sem aðeins er hægt að lýsa í þver- stæðum, jafnt upphafinn heilagleiki sem stráksleg stríðni. Tregablandin fegurð Helga > Ekki missa af .. ... jólatónleikum KaSa-hópsins sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn. Þar verða flutt verk eftir Mozart, Bach og Haydn ásamt jólalög- um frá ýmsum löndum - og jólasveinn- inn kemur í heimsókn. ... tónleikum Tríós Björns Thoroddsen gítarleikara á Næsta bar í kvöld, þar sem Björn flytur jólalög ásamt Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu og Jóni Rafnssyni bassaleikara. ... hljómsveitinni Jan Mayen sem treður upp á Dillon í kvöld og prófar á áheyrendum megnið af efni væntanlegr- ar plötu. Heppnir fá þá eitthvað fallegt... Naglinn er nýtt leikverk eftir Jón Gnarr sem frumsýnt verður í Borg- arleikhúsinu í janúar. Þar fjallar Jón Gnarr á gráglettinn hátt um karlmennskuna á vorum dögum. Naglinn stendur á tímamót- um í lífi sínu. Hann er að nálgast fimmtugt og þarf að gangast undir læknisrannsókn. Það fær hann til að staldra við og skoða líf sitt. Til hvers hefur hann verið að strita í sveita síns andlits við að reyna að standa sig? Hvað þýðir það að vera karlmaður í dag? Hvar stendur hann eftir að hafa átt fimm börn með þremur konum, tvígiftur, búinn að flísaleggja sjö baðherbergi og slá upp svo mörg- um milliveggjum að hægt væri að byggja úr þeim samanlagt tvö 200 fermetra einbýlishús? Til hvers hefur hann verið að leggja á sig að vera heiðarlegur og hreinskilinn í samskiptum við samferðarfólk sitt þegar uppskeran virðist ekki vera önnur en sú að hægt er að henda honum á haugana eins og hverju öðru einskis nýtu skrani? Nagl- inn vill skilgreina karlmennsk- una út frá karlmönnum. Naglinn vill að karlmenn láti sig varða þau málefni sem konur hafa hing- að til sett á oddinn, eins og klám, ofbeldi, nauðganir, launamisrétti og velferð barna. Naglinn vill að karlmenn haldi áfram að vera karl- menn og konur haldi áfram að vera konur. Frumsýning á Naglanum er fyrirhuguð 20. janúar. Æfingar eru þegar hafnar, en með hlutverk Naglans fer Gunnar Sigurðsson. Jón Stefán Kristjánsson leikur síðan öll aukahlutverkin í sýning- unni, sem eru um tuttugu talsins. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Nagli Jóns Gnarr JÓN GNARR Fjallar á gráglettinn hátt um karlmennskuna í nýju leikriti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.