Fréttablaðið - 07.12.2005, Page 75

Fréttablaðið - 07.12.2005, Page 75
MIÐVIKUDAGUR 7. desember 2005 45 2,4 MILLJÓNIR SÖFN- UÐUST Írafár hélt ellefu tónleika um allt land og tókst að safna tæpum tveimur og hálfri milljón íslenskra króna. Hljómsveitin afhenti formanni Einstakra barna, Arnari Pálssyni, ávísun með upphæð- inni í Austurbæ. Hæstiréttur Svíþjóðar hefur nú til umfjöllunar mál um það hvort dagskrárgerðarmenn sænska ríkisútvarpsins hafi mátt draga upp þá mynd af teiknimynda- stráknum Einari Áskeli að hann sé melludólgur sem selji eiturlyf og berji eiturlyfjafíkla. Brot á höfundarrétti Það var Gunilla Bergström, höf- undur bókanna um Einar Áskel, sem kærði dagskrárgerðarmenn útvarpsþáttarins Pippirull fyrir að breyta verki sínu. „Einar Áskell er heiðarleg manneskja,“ fullyrti Gunnilla á miðvikudag þegar málið var tekið fyrir í Hæstarétti. „Mér finnst ekki rétt að gera Einar Áskel að dóp- sala, hvað þá með mínum texta sem var ekki hugsaður í þessu samhengi, heldur fyrir börn.“ Málið hefur staðið yfir í ein þrjú ár en Gunilla hefur bæði tapað í þingrétti sem og hof- rétti, sem er miðdómsstig í hinu almenna dómskerfi. Gunilla var þá dæmd til að greiða um eina og hálfa milljón íslenskra króna í dómskostnað. Alfons melludólgur Málið má rekja aftur til 2002 þegar Gunilla Bergström kærði dagskrárgerðarmenn Pippistrull fyrir brot á höfundarrétti þegar þeir klipptu saman brot úr leik- riti um Einar Áskel og dönsku myndinni Pusher, sem fjallar um eiturlyf og ofbeldi. Einar Áskell heitir á frummálinu Alfons Åberg en á dönsku er alfons orð yfir melludólga, sem var hvat- inn að gríni útvarpsmannanna. Í innslaginu selur Einar Áskell eiturlyf og lendir í slagsmálum við eiturlyfjafíkil. Dagskrárgerðarmenn Pippi- strull segja að leikþáttur þeirra sé sjálfstætt verk og það megi gera grín að þekktum persónum á borð við Einar Áskel. „Þekkt- ir höfundar verða að þola gagn- rýni, skopstælingu og háð,“ segir lögfræðingur SR, sænska ríkisútvarpsins. Stuldur eður ei? Gunilla Bergström er þó ekki bara ósátt við að Einari Áskeli sé breytt í melludólg því hún telur að dagskrárgerðarmennirnir hafi stolið verkinu hennar þegar þeir klipptu upplestur leikarans Björns Gustafsson á uppruna- legum texta úr bókinni saman við texta úr Pusher. „Ég vil fá það staðfest hversu langt má ganga í að rífa verk listamanna úr samhengi. Ein- hvers staðar hljóta mörkin að liggja,“ sagði Gunnilla. „Ég lít svo á að þeir hafi stolið verk- inu mínu þegar þeir rifu það úr samhengi og klipptu saman við annan texta.“ Óvíst er hvenær dómur Hæstiréttar fellur en Gunilla Bergström þarf líklega að bíða í nokkrar vikur eftir úrskurðinum. kristjan@frettabladid.is Dagskrárgerðarmenn breyttu Einari Áskeli í melludólg EINAR ÁSKELL Alfons Åberg eins og hann heitir á frum- málinu. Alfons er orð yfir melludólga á dönsku og það var upphaf grínsins hjá dag- skrárgerðarmönnum sænska ríkisútvarpsins. Við plötuumfjöllun sem birtist í Fréttablaðinu í gær um nýjustu plötu reggísveitarinnar Hjálma birtist rangt höfundarnafn. Rétt nafn er Borghildur Gunnarsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.